Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
FLOKKSSTJÓRI BORGARNESI
Starf flokksstjóra hjá þjónustustöðinni í
Borgarnesi er laust til umsóknar.
Um 100% starf er að ræða.
Starfssvið
Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði •
Vegagerðarinnar í Borgarnesi
Ýmis vinna í starfsstöð í Borgarnesi •
Menntunar- og hæfniskröfur
Almennt grunnnám•
Góð tölvukunnátta•
Meirapróf bifreiðastjóra•
Vinnuvélaréttindi•
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt•
Góðir samstarfshæfileikar•
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar
jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfsmannastefnu
Vegagerðarinar eru konur með tilskildar hæfniskröfur
sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi
stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2014. Umsóknir berist mannauðsstjóra
Vegagerðarinnar, netfang oth@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram
persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni
sem óskað er eftir.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgeir Ingólfsson
yfirverkstjóri í síma 522-1562.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
VILTU KENNA ÍÞRÓTTIR ?
Ungmennafélagið Víkingur / Reynir óskar eftir að
ráða áhugasaman þjálfara til starfa. Ef þú hefur
reynslu af íþróttum eða sérstakri íþróttagrein og
hefur áhuga á að kenna endilega hafðu samband
við okkur.
KÖRFUBOLTI
BLAK
FIMLEIKAR
JÚDÓ
FRJÁLSAR
ÍÞRÓTTIR
HANDBOLTI
KARATE
DANS
HAFÐU SAMBAND !
Laufey Helga Árnadóttir
s. 847-0830
laufeyhelga@simnet.is
Rán Kristinsdóttir
s. 864-4236
snyrtistofanran@simnet.is
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
Í Ólafsdal í Dölum stofnaði Torfi
Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á
Íslandi 1880 og var hann starfandi
til 1907. Gamla skólahúsið stend-
ur enn sem byggt var árið 1896 og
hefur verið gert til góða undanfar-
in ár ekki síst fyrir tilstuðlan Ólafs-
dalsfélagsins. Í sumar hefur Sól-
veig Ólafsdóttir verið staðarhald-
ari í Ólafsdal og búið á staðnum.
Hún er með BS-próf frá Hvanneyri
og HÍ. Það er nýbreytni sem tek-
in var upp í sumar að staðarhaldar-
inn byggi á staðnum og mælst hef-
ur vel fyrir. Önnur nýbreytni er að
til stendur að bjóða upp á kaffi og
með því í sumar. Ólafsdalshátíðin
verður svo á sínum stað, í þetta sinn
sunnudaginn 10. ágúst nk.
Fyrir ári fékk grænmetisgarður-
inn í Ólafsdal formlega vottun frá
vottunarstofunni Túni til fram-
leiðslu á lífrænt ræktuðum mat-
jurtum en í Ólafsdal er um 500m2
garður sem nýttur er til ræktunar.
Börn úr Grunnskóla Hólmavíkur
settu niður í hluta garðsins í fyrra.
Í ár eru þau því með skólagarða
þeim til ómældrar ánægju. Ólafs-
dalsfélagið stendur fyrir því fram-
taki og hafa afurðirnar verið seld-
ar til veitingastaða og hótela í ná-
grenninu en aðaluppskerutíminn
verður á hátíðinni sjálfri, í Ólafs-
dal. Hátíðin hefur áður verið hald-
in í sex skipti og verður dagskrá að
venju glæsileg. Þar á meðal ávörp,
leikhópurinn Lotta, tónlistaratriði
og skemmtun af ýmsum toga. Þá
verður handverksmarkaður, græn-
metismarkaður eins og greint hefur
verið frá, hestar fyrir börn, fræðslu-
ganga og ýmsar veitingar.
Gamla skólahúsið er 118 ára
gamalt á þremur hæðum. Þar hef-
ur verið sýning um sögu skólans og
Torfa Bjarnason, einnig sýning um
Guðlaugu konu hans og störf og
nám kvenna á staðnum og að lok-
um hluti af myndlistarsýningunni,
Dalir og Hólar-Litir. Töluvert hef-
ur verið um heimsóknir í sumar að
sögn Sólveigar Ólafsdóttur staðar-
haldara, bæði einstaklingar og hóp-
ar. Eldri borgarar koma töluvert í
Ólafsdal en yngri kynslóðin mætti
sannarlega kynna sér hina merku
sögu staðarins.
Félagar í Ólafsdalsfélaginu eru
ríflega 300 og fer fjölgandi. Að
sögn Rögnvaldar Guðmundssonar
formanns félagsins var það stofn-
að 2007 og hefur staðið fyrir end-
urbótum á húsakynnum í Ólafsdal,
m.a. staðið fyrir því að fá vatn, raf-
magn og hitaveitu á staðinn. Sígandi
lukka hefur verið í framkvæmd-
um en erfiðlega hefur þó gengið að
fá styrki síðustu misserin. Félagið
heldur þó úti starfsmanni í sumar,
eins og fram hefur komið. Standa
vonir til að hægt verði að gera frek-
ar upp gamla skólahúsnæðið að
innan og bjóða þar upp á gistingu
í tengslum við heilsuferðaþjón-
ustu er tímar líða fram. Þess má að
lokum geta að heimasíða félagsins
www.olafsdalur.is er loksins orðin
virk eftir langvarandi tæknivanda-
mál. Einnig má finna ýmislegt um
staðinn á Facebook. bgk
Grænmetisgarðarnir í Ólafsdal eru lífrænt vottaðir og hafa borið góðan ávöxt.
Uppskeran verður m.a. seld á Ólafsdalshátíðinni 10. ágúst nk.
Staðarhaldari býr nú í Ólafsdal
Stefnt að Ólafsdalshátíð 10. ágúst þar sem m.a. má kaupa
grænmeti úr ræktun sumarsins
Sólveig Ólafsdóttir staðarhaldari í
Ólafsdal.
Hótel Edda
Laugum í Sælingsdal
Borðapantanir í síma 444- 4930
Viðburðir á Hótel Eddu
á Laugum í Dölum
Matur
framreiddur
frá kl. 18-21
Sunnudaginn 27. júlí kl. 21.00
Sögustund í Gyllta salnum, Einar Kárason
fer yfir söguna í tilefni Sturluhátíðar og
tengir hana staðnum. Allir hjartanlega
velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Sunnudaginn 10. ágúst kl. 21.00
Óskar Guðjónsson saxafónleikari og Skúli
Sverrisson bassaleikari leika eigin tónlist af
fingrum fram í Gyllta salnum.
Laugardagurinn 16. ágúst
Dalagala, Eyþór Gunnarsson og Ellen
Kristjándsóttir syngja og leika mörg af
þekktustu lögum Ellenar ásamt öðrum
dægurlagaperlum. Nánar auglýst síðar. SKE
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4