Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þá rigndi Hinir gömlu höfuðatvinnuvegir okkar; sjávarútvegur og landbúnaður, eiga það sammerkt að þeir sem þá stunda verða að treysta á mislynd náttúru- öflin. Þegar veður geysa grimm róa menn ekki til fiskjar og þegar langvar- andi óþurrkar eru geta menn ekki aflað heyja. Bæði er hábölvað. Sú stað- reynd að við byggjum þessa eyju langt norður í Atlantshafi gerir það að verkum að við höfum verið og verðum háð veðrinu, ýmist beint eða óbeint, hvernig sem okkur nú líkar það. Við innisetufólkið getum að vísu síst kvart- að, en engu að síður er það svo að afkoma hinna útivinnandi sem yrkja land og sækja sjó skiptir afkomu þjóðarinnar í heild gríðarmiklu máli. Vegna ná- lægðarinnar við landið og áhrifa veðurs eigum við fleiri orð og orðatiltæki yfir veður en flestar aðrar þjóðir. Þokusúld er þannig allt annað en úrhell- isrigning og við eigum til dæmis nöfn á hvert einasta vindstig; allt frá logni og andvara og upp í ofsaveður og fárviðri. Vonandi verður þessum nöfnum öllum haldið til haga þrátt fyrir að í seinni tíð hafi menn farið að tala um metra á sekúndu þegar rætt er um ferðahraða Kára. Menn voru með því að nálgast nákvæmari mælieiningu en frá einum og upp í tólf. Sumarið sem nú skríður hratt inn á síðari hlutann ætlar að verða sérstakt að ýmsu leyti. Það er hlýtt en óvenjulega úrkomusamt einkum um sunn- an- og vestanvert landið. Um liðna helgi kíkti ég á berjasprettuna á mínum heimaslóðum þar sem ég hef farið um öll sumur frá því ég man eftir mér. Nú hagaði því þannig til um holt og hæðir að jarðvegur var svo blautur að sumsstaðar sökk maður upp að ökklum þar sem í flestum sumrum hef- ur ekki markað fyrir fótspori. Enda sýndist mér bláberjalyngið vera hálf- drukknað og muni bera lítinn ávöxt þetta árið. En þótt berjaspretta verði takmörkuð hef ég þó miklu meiri áhyggjur af bændum og heyskap þeirra ef fram heldur sem horfir. Eftir að gróður tók óvenjulega snemma við sér í vor varð ljóst að spretta yrði mikil og útlit fyr- ir að fóðuröflun yrði auðveld. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin. Þurrk- inn hefur skort til að hægt sé að verka grösin til góðs fóðurs. Útlit er því fyrir mikið magn af misjöfnum gæðum. Jafnvel þótt rúllubaggatæknin sé góð, krefst hún þess að túnin séu þurrari en þau eru nú. Raunar þarf því, ef vel á að vera, að ríkja þurrkur í nokkra daga til að hægt verði að aka um tún- in. Mér sýnist því að þeir fáu bændur sem hófu slátt í júní muni verða þeir einu sem ná úrvalsheyjum þetta árið úr fyrri slætti. Þá er votheysverkun í stæður eða jafnvel í rúllur með íblöndun sýruefna líkleg til að reynast vel við þessar aðstæður. Allavega meðan ekki er göngufæri á gúmmítúttum um túnin er ekki að vænta góðra heyja með venjulegum heyskaparaðferðum. Af þessu leiðir að nú stefnir í að sumarið verði eitt af þeim sem flokk- ast munu með óþurrkasumrum í líkingu við 1955, 1969, 1979 og 1983, svo einhver dæmi séu tekin. Sem betur fer hafa síðan þá orðið miklar tækni- framfarir sem gera það að verkum að styttri þurrka þarf til að hægt sé að verka fóður með góðum árangri. Þó hygg ég að einhverjir hugsi með þakk- læti til gömlu, góðu súgþurrkunarinnar, þegar hægt var að hirða af túnum minna þurrt hey og ljúka þurrkun þess innandyra. Ég tala nú ekki um þar sem hitaveita var nýtt til að velgja loftið. Því miður er það svo að nú sést gulnað hey í görðum eða flatt á túnum og víða hafa bændur ekki einu sinni náð að hirða rúllur af túnum sökum bleytu og ófærðar. Sumar heyrúllur eru auk þess orðnar í laginu eins og sprungið dekk, því of mikið vatn hefur ver- ið í þeim þegar pakkað var. Slíkt hey mun tæpast verkast vel, því miður. Ég hef fulla samúð með bændum sem glíma við þessar aðstæður og vona að sú gula fari að láta sjá sig. Magnús Magnússon Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Sveitarfélagið Borgarbyggð hef- ur á undanförum árum sótt um til Vegagerðarinnar að fá peninga til viðhalds svokallaðra styrkvega en það eru vegir sem Vegagerð- in hefur tekið af vegaskrá. Má þar nefna vegi að fjallskilaréttum, leit- armannaskálum, eyðibýlum, flug- völlum sem ekki eru áætlunarflug- vellir og vegir að ferðamannastöð- um. Vegagerðin lækkaði framlagið til Borgarbyggðar þetta árið tölu- vert, eða niður í tvær milljónir en sótt var um sex milljónir króna. Að sögn Jökuls Helgasonar, forstöðu- manns umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, er niðurskurðurinn afar bagalegur þar sem mikið er af styrkvegum í sveitarfélaginu sem þarf að bera ofan í og hefla. Allt eru þetta malarvegir sem sveitarfélagið hefur í raun engar skyldur gagnvart heldur, en reynir að sinna. Í Borg- arbyggð væri dæmi um slíka vegi t.d. Stangarholtsvegur milli Jarð- langsstaða og Stangarholts, Vegur í Jafnaskarðsskóg, Leiðin að Fljót- stungurétt, Einifellsvegur og Hall- armúli. Svo virðist sem Vegagerðin geti einhliða tekið af vegaskrá ýmsa vegspotta sem þá verða í reiðileysi ef sveitarfélög eða aðrir taka þá ekki í fóstur. Og bréf þess erindis ber- ast sveitarfélögum alla jafna árlega. Flestir þessara vega eru inn á vega- kortum svo fólk er að aka þá með allavega afleiðingum. Sveitar félög eða aðrir aðilar geta þá sótt um styrkt til viðhalds vegunum, en fjár- magn er misjafnlega mikið. Jökull segir þetta dæmi um vitlaust kerfi. „Vegagerðin ákveður að hætta að sinna einhverjum vegum en borg- ar síðan öðrum til að sjá um þá fyr- ir sig. Það er nokkuð sérstakt.“ bgk Ekki eru lengur í gildi samningur um nýtingu 90 sekúndulítra af vatni úr lindum fyrir ofan Rif á Snæfells- nesi eftir að samningur við félagið IV Iceland rann út á vormánuðum. Það félag var annar aðilinn sem Snæfellsbær samdi við um vatns- réttindin. Hinn var Iceland Glacier Products. Í báðum tilfellum runnu samningar út sökum þess að aðilar stóðu ekki við framkvæmdaákvæði í þeim. Þegar húsin voru frágeng- in og komið að vélbúnaðarþætt- inum varð allt stopp. IV Iceland hafði ítrekað fengið frest til að upp- fylla samningsákvæðin en stjórn- endum Snæfellsbæjar þótti sýnt að fullreynt væri í aprílmánuði í vor. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að marg- ir aðilar hafi sýnt vatnsréttind- unum og vatnsútflutningi áhuga. Hann segir að ákveðið hefði verið að bíða átekta fram á haustið með framhaldið. Kristinn segir allt eins koma til greina að semja næst við tvo aðila varðandi vatnsútflutning- inn. Tvö hús standa nú ofan hafn- arinnar í Rifi sem byggð hafa verið fyrir vatnsútflutning en óvissa um hvort vatni verði þar pakkað til út- flutnings. Kristinn segir að vissulega standi ennþá vonir til að af vatnsútflutn- ingi verði. Það séu vonbrigði hvern- ig mál hafi þróast og væntingar um 10-20 störf við vatnsútflutning hafi ekki gengið eftir. Á móti komi að þessi viðskiptahugmynd hafi skap- að heilmikla atvinnu og Snæfells- bær sé búinn að hagnast hundruð milljóna á henni, svo sem í gegn- um gjöld sem ekki hafi verið veittar ívilnanir af. Kristinn segir að bæj- aryfirvöld í Snæfellsbæ hafi í þeim samningum sem gerðir hafa ver- ið lagt áherslu á að halda vatnsrétt- indum og ekki lagt peninga í fram- kvæmdirnar. Meðal annars var um samið á sínum tíma að lagnir til vatnsöflunar yrðu í eigu sveitar- félagsins þótt Iceland Glacier Pro- ducts kostaði lagningu þeirra. Húsin sem byggð voru í Rifi fyr- ir vatnsútflutning eru misstór. Það sem IGP byggði og komst undir þak snemma árs 2008 er 8.100 fer- metrar að grunnfleti. Það er nú í eigu þrotabús og hefur verið til sölu og stendur væntanlegum kaupanda til boða að flytja það af staðnum. Hús IV Iceland er mun minna, eða 1.200 fermetrar. Það félag er í eigu erlends fjárfestingafélags með að- setri í London. þá Vatnsverksmiðjuhús IV Iceland í Rifi. Samningur við IV Iceland útrunninn og óvíst með vatnsútflutning frá Rifi Stóra vatnsverksmiðjuhúsið í Rifi sem nú er í eigu þrotabús. Vegurinn yfir Grjótháls er einn þeirra styrkvega sem Vegagerðin hefur sagt skilið við. Hægt er þó að ganga hann með góðu móti. Fjármagn í styrkvegi skorið niður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.