Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hið dyntótta fjall Liðin vika var æði tíðindasöm. Stöðugir jarðskjálftar undir norðanverðum Vatnajökli og hætta á eldgosi átti þar stærstan þátt. Sjaldan hefur Bárðar- bunga ratað jafn oft í fréttir síðan flugslysið mikla varð í hlíðum hennar árið 1950 þegar Geysir brotlenti þar. Viðbragðsáætlun ótalmargra stofnana var virkjuð og fræðimenn rýndu í tölur um skjálfta og staðsetningu þeirra. Aldrei áður hefur tæknin til að greina stærð og umfang verið greinilegri al- menningi, sem getur nánast á rauntíma séð á netinu hvar upptök skjálft- anna er að finna. Tæknin er ótrúleg hvað þetta snertir. En vikan var einnig fremur stór ekkifréttavika. Eftir að viðbúnaður var færður upp á hæsta stig var eins og fréttamenn ýmsir hefðu farið á líming- unum. Nánast má segja að þeir hafi ekki getað beðið eftir að atburðirnir ættu sér stað. Fræðimenn voru beittir talsverðum þrýstingi af hendi fjöl- miðlamanna og þeir bókstaflega knúnir um svör við spurningum sem þeir gátu ekki veitt. Á laugardaginn hófst svo atburðarásin fyrir alvöru. Þá full- yrtu reyndar vísindamenn í smástund að gos væri hafið, en síðar átti eft- ir að koma í ljós að sú var alls ekki raunin. Fréttamiðlar fóru á hliðina enda töldu þeir þjóðina bíða í ofvæni eftir tíðindunum. Staðreyndin var reynd- ar sú að hálf þjóðin sprangaði í mestu rólegheitum eftir götum Reykjavík- ur á menningarnótt og var alls ekkert að fylgjast með fréttum. Þegar þarna var komið sögu byrjuðu erlendar fréttastofur að varpa út sínum útgáfum af fréttum um meint gos, því enginn vildi jú verða síðastur með stórtíðind- in. Í framhaldinu var byrjað að aflýsa flugi hingað til lands, erlent lands- lið í körfubolta neitaði að koma til landsins og áfram mætti telja. Bloom- berg fréttastofan sýndi mynd af rauðglóandi hrauni á vef sínum og setti með fréttinni um gosið á Íslandi link inn á jarðskjálftasíðu Veðurstofunn- ar, sem umsvifalaust fór á hliðina við hina magnþrungnu umferð. Skjálf- tasíðan varð álíka dauf og útsending RUV í Kelduhverfi og Öxarfirði hef- ur verið frá því í vetur. Þá fór fréttamaður Stöðvar 2 offari þegar hann vildi ekki hleypa Magnúsi Tuma inn í flugstöðina eftir að sá síðarnefndi hafði verið í fimm tíma könnunarflugi yfir jöklinum. Í beinni útsendingu, klæddur eiturgulu vesti, fór Kristján Már svo á flug í beinni yfir því sem kannski, ef, mögulega, nær örugglega, myndi kannski gerast norðan Vatna- jökuls. Fréttavefir innlendir féllu einnig á prófinu, voru ítrekað alla vikuna að birta myndir af spúandi hrauni með fréttum sem ekkert sögðu annað en að nokkrir jarðskjálftar væru að mælast. Svona blaðamennska er ekki sæm- andi þessum fjölmiðlum. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri vá og þeim kröftum sem stórt alvöru eldgos getur leyst úr læðingi. Einkum ef gos hefst undir jökulís má búast við sprengingum og bansettum látum. Ég hins vegar vill vara félaga mína á ýmsum fjölmiðlum við að segja fréttir sem lítil eða engin stoð er fyrir og ekki er tímabært að flytja. Leyfum gosinu að hefjast! Ef það er ekki gert hefur fréttaflutningur, eins og hann var orðinn síðustu vikuna, sömu áhrif og þegar hrópað er úlfur – úlfur! Fólk hættir að trúa og tekur takmarkað mark á fréttum þegar raunveruleg vá steðjar að. Hafandi sagt þetta er staðan á eldvirka svæðinu við norðanverðan Vatna- jökul sú að vísindamenn telja þrennt í stöðunni hvað varðar kvikuinnskotin við Bárðarbungu og Dyngjujökul. Í fyrsta lagi gæti kvikuflæðið stöðvast og hraunið storknað neðan jarðar án þess að nokkurn tímann sjást á yfirborð- inu. Í öðru lagi gæti hraungos hafist en í þriðja lagi gæti byrjað sprengigos og væri það líklegast versti kosturinn. Málið er því flóknara en hjá Hamlet, þegar talað var um að vera eða ekki vera. Nú, þá er bara að bíða og sjá hver þessara þriggja möguleika verður raunin. Magnús Magnússon. Um miðjan þennan mánuð sendi Magnús A Sigurðsson minjavörð- ur Vesturlands, fyrir hönd Minja- stofnunar Íslands, erindi til eiganda Bílasölunnar Geisla í Borgarnesi. Afrit af bréfinu var jafnframt sent Borgarbyggð. Í bréfinu segir að at- hygli Minjastofnunar Íslands hafi verið vakin á því að skemmdir hafi verið unnar á friðuðum minjum á Seleyri og þær kenndar bílasölunni Geisla. Efni hafi verið tekið úr tóft á staðnum og hlaðið út frá henni til að hindra umferð. Seleyri varð lög- giltur verslunarstaður með lögum 15. febrúar 1895. Kaupfélag Borg- firðinga lét byggja vörugeymslu- hús þar á árunum 1904 til 1907. Árið 1907 var verslun og fiskverk- un Thomsen verslunar með útibúi á Seleyri. Í bréfinu segir að minj- arnar séu 100 ára og falli því und- ir lög um menningarminjar frá árinu 2012. Eiganda Geisla er gef- inn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnunina. Aðspurður segist Arilíus Sigurðs- son eigandi Geisla vera búinn að setja sig í samband við starfsmann Minjastofnunar og yrði leyst úr því í sameiningu. Í umræddri lagagrein, sem Minjastofnun vísar til, segir m.a. að fornleifum og þjóðminjum sem njóta friðunar í krafti aldurs megi enginn, hvorki landeigandi, ábú- andi, framkvæmdaaðili né nokk- ur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Ís- lands. Þann 14. ágúst sl. fór Magn- ús A Sigurðsson minjavörður Vest- urlands á vettvang til að leggja mat á þær skemmdir sem orðið hafa. Er mat minjavarðarins að umrót það sem orðið hefur á minjastaðnum varði við lög. Í framhaldi af framangreindu er- indi frá minjaverði Vesturlands fóru forsvarsmenn Borgarbyggðar að kanna stöðu sveitarfélagsins gagn- vart Bílasölunni Geisla sem hætti starfsemi við vegamót Snæfellsnes- vegar við Borgarnes fyrr á þessu ári. Síðan hafa bílar og tæki frá bílasöl- unni m.a. verið staðsett á lóð fyrr- um Vinakaffis sem er rétt hjá Þjóð- vegi eitt í gegnum Borgarnes og á Seleyri gegnt Borgarnesi, en sú lóð er í eigu Arilíusar Sigurðsson- ar eiganda Geisla. Bílasalan hefur ekki starfsleyfi á þessum stöðum, en er með heimasíðu þar sem bílar og tæki eru boðin til sölu. Jökull Helgason skipulagsfulltrúi Borgar- byggðar segir að málið sé í skoðun með tilliti til skipulagslaga, en tals- verðrar óánægju hefur gætt í sam- félaginu í Borgarnesi m.a. vegna staðsetningar bíla og tækja á áber- andi stað í bænum. Unnið í samstarfi við Minjavernd Arilíus Sigurðsson eigandi Geisla sagði, þegar Skessuhorn hafði sam- band við hann fyrr í vikunni, að þetta mál um minjavernd á Seleyri væri til skoðunar. Hann hefði sett sig í samband við Minjastofnun og í samvinnu við starfsmenn hennar yrði þetta mál leyst. Hvað varðar Bílasöluna Geisla sagði Arilíus að verið væri að vinna í því að leggja hana niður. „Það tekur einhvern tíma að vinna úr ýmsu í tengslum við það. Ég verð eftir sem áður áfram að garfa í bílamálum,“ segir Arilíus Sigurðsson. þá Framkvæmda- stjórn Svæðis- garðsins Snæ- fellsness hef- ur ákveðið að ráða Ragnhildi Sigurðardóttur umhverfisfræð- ing í starf fram- kvæmdastjóra hins nýstofnaða Svæði sgarðs . Alls bárust 23 umsóknir um starfið. Ragnhildur býr á Álftavatni í Staðarsveit ásamt eiginmanni og þremur börnum, þar sem þau starfrækja sauðfjárbú. Hún er umhverfisfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Noregs og hefur sl. 14 ár gegnt starfi lektors við umhverfisdeild LbhÍ. Ragn- hildur hefur stýrt margvíslegum þróunar- og nýsköpunarverkefn- um í erlendu sem innlendu sam- starfi, tengdum fræðslu og um- hverfismálum, atvinnuuppbygg- ingu í dreifbýli, menningarlands- lagi og fleiru. Ragnhildur verður í hálfu starfi í september, en frá og með 1. október nk. kemur hún til starfa að fullu. Gerð verður nán- ari grein fyrir starfsemi og fyrstu verkefnum Svæðisgarðs innan tíð- ar, segir í tilkynningu frá stjórn. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður í apríl á þessu ári af sveitarfélögum og félagasamtök- um í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Hlutverk hans er að vera vett- vangur fjölþætts samstarfs með áherslu á að nýta sérstöðu svæð- isins við uppbyggingu fjölbreytt- ara atvinnulífs og þjónustu. Fram- kvæmdastjóri mun hafa umsjón með uppbyggingu Svæðisgarðs, leiða mótun og daglegt starf. Hlutverk hans er að vera tengilið- ur milli byggða, stofnana, félaga og fyrirtækja á Snæfellsnesi, ein- staklinga og hugmynda. mm Skeljungur hf. hefur samið við Rekstr- arfélag Tíu ellefu ehf. um að ann- ast rekstur verslana við bensínstöðvar Shell og Orkunnar. Samstarfið mun ná til reksturs ellefu verslana á höf- uðborgarsvæðinu auk einnar á Akra- nesi, Stöðvarinnar sem staðsett er við Skagabraut. Skeljungur mun áfram annast eldsneytissölu, veita viðskipta- vinum þjónustu á sjálfsafgreiðsluverði á plani verslana og óbreytt vörufram- boð verður af olíu- og bílavörum. Með samstarfinu verður aukin áhersla lögð á skyndirétti, gott kaffi, úrval hollustu- rétta auk helstu nauðsynjavara fyrir heimilið og sumarbústaðinn. Samn- ingurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Með þessari ráðstöfun erum við að styrkja enn frekar þjónustustöðv- ar okkar og teljum að 10-11 sé sterk- ur samstarfsaðili til þess. Við bind- um miklar vonir við þau tækifæri sem samstarfið skapar og það er stór liður í okkar áformum varðandi uppbygg- ingu og þróun á fyrritækinu,“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs í fréttatilkynningu um málið. Starfs- menn þessara tólf verslana eru um eitt hundrað talsins og munu þeir starfa þar áfram en nú undir merkjum 10-11. Fyrir rekur 10-11 verslanir við bens- ínstöð Orkunnar á Dalvegi og Shell á Miklubraut í Reykjavík. Samstarf ol- íufélaga við þægindaverslanir er þekkt víða erlendis, en til að mynda hefur Shell starfað með 7-eleven á sambæri- legan hátt í þónokkurn tíma á Norð- urlöndunum með góðum árangri. Skeljungur starfrækir 65 bensínstöðv- ar undir merkjum Shell og Orkunnar og hjá fyrirtækinu eru um þrjú hundr- uð starfsmenn, að framangreindum verslunum meðtöldum. 10-11 er elsta 24 stunda verslun landsins og rekur fyrir 22 verslanir. Hjá félaginu starfa um 200 starfsmenn. Ekki liggja fyrir upplýsingar um breyttan opnunartíma eða breytingar á vöruúrvali í versluninni á Akranesi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaða- manns náðist ekki í forsvarsmann hjá 10 - 11 vegna málsins. grþ Tækjum í eigu bílasölunnar Geisla, sem nú eru til sölu, hefur verið stillt upp á Seleyri. Minjavörður telur að unnar hafi verið skemmdir á menningarminjum Stöðinni á Akranesi verður breytt í 10 - 11 verslun. Stöðin á Akranesi verður 10 - 11 verslun Ragnhildur ráðin framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness Ragnhildur Sigurðardóttir um- hverfisfræðingur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.