Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 5
5MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 www.haskolalestin.hi.is Sprengjugengið landsfræga sýnir kl. 12.30 og 14.30 Ævintýralegt Stjörnutjald. Sýning á 30 mínútna fresti frá kl. 12. PIPA R \TBW A SÍA 142634 Laugardaginn 30. ágúst kl. 12–16 Dagskrá Háskólalestar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Vísindaveisla í Fjölbrautarskóla Snæfellinga HÁSKÓLALESTIN Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna! NORRÆNA ÞEKKINGARLESTIN Vegna ónógrar þátttöku höfum við ákveðið að hætta með heimilismat í hádeginu. Tökum á móti stærri hópum í hádeginu ef pantað er fyrirfram. Viljum við þakka þeim sem komið hafa til okkar í hádeginu síðasta eina og hálfa árið. Vonumst til að sjá ykkur hér eftir sem hingað til, en á breyttum opnunartíma. Frá og með 1. september til 30. september 2014: Mánudaga til fimmtudaga kl. 16.00-22.00 Föstudaga kl. 16.00-01.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 12.00-22.00 Frá og með 1. október 2014 til 1. apríl 2015: Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 16.00-22.00 Föstudaga kl. 16.00-01.00 Laugardaga kl. 12.00-22.00 LOKAÐ verður sunnudaga og mánudaga Dagskrá vetrarins fram að áramótum er í vinnslu, svo sem rússakeppni, trúbadorakvöld, Pub Quiz og svo okkar vinsælu jólahlaðborð. Svo verður náttúrlega skötuveislan á Þorlák fastur liður áfram. Og auðvitað er veisluþjónustan alltaf opin. Með kærri kveðju, Erla og Gunna Edduveröld, Borgarnesi S K E S S U H O R N 2 01 4 Í gær hófst vinna við endurnýjun dreifikerfis Rarik í Miðdölum og er það lokapunkturinn á viðamiklum framkvæmdum í endurnýjun dreifi- kerfisins á Vesturlandi í sumar. Til þeirra hefur verið varið vel á annað hundrað milljónum króna. Lagð- ur er jarðstrengur í stað loftlína á þessum svæðum og um leið kemur þriggja fasa rafmagn í stað eins fasa og fagna bændur því að fá þrjá fas- ana til reksturs tækja og búnaðar á búum sínum. Það verða bændur á fimm bæjum sem fá þriggja fasa raf- magnið í Miðdölunum í haust auk félagsheimilisins Árbliks. Þetta eru bæirnir Erpsstaðir, Sauðafell, Bær, Skörð og Hamraendar. Samhliða verður komið upp spennistöðvum við þessa staði. Alls verður plægður eða grafinn um 8,5 km langur jarð- strengur. Gert er ráð fyrir að verk- lokum fyrir október. Í gær var byrjað á lagningu strengsins við Hamraenda og það- an er síðan ætlunin að fara yfir í Skörð og þaðan í Bæ, endað á bæj- unum við þjóðveginn niður í sveit- inni. Björn Sverrisson deildarstjóri rekstrarsviðs Rarik segir að stöð- ugt sé verið að bæta og efla dreifi- kerið með því að leggja jarðstrengi sem leysa gamlar loftlínur af hólmi. Verkefnið í Dalasýslu sé loka- hnykkurinn á Vesturlandi í sum- ar, en einnig sé fyrirhugað í haust að leggja jarðstreng frá Breiðabóls- stað í vöktunarhús Neyðarlínunn- ar uppi á Bröttubrekku. Leyfis- mál sé ekki í höfn ennþá, en þessi framkvæmd hinum megin við horn- ið, segir Björn. „Unnið er að leyfis- öflun vegna þessa verkefnis, en öfl- un leyfa er mikilvægur þáttur í und- irbúningi framkvæmdar og er Ra- rik í góðu samstarfi við landeig- endur og opinberar stofnanir vegna þessa,“ segir Björn. Búnaður í vökt- unarhúsinu hefur til þessa verið knúinn með dísilrafstöð. Áætlað- ur kostnaður við endurnýjun drei- fiskerfis í Miðdölum er um 28 millj- ónir króna og kostnaður við lagn- ingu strengs frá Breiðabólsstað upp á Bröttubrekku er áætlaður um 30 milljónir króna. Endurnýjun dreifikerfis í Borgarfirði Í sumar vann Rarik að endurnýj- un dreifikerfis á nokkrum stöðum í Borgarfirði. Lagðir voru um 7 km af háspennustreng í júní vegna end- urnýjunar á dreifilínum við Lamb- haga að Skipanesi í Hvalfjarðarsveit og fimm spennistöðvar endurnýjað- ar. Þá verður ný rofa- og spennistöð sett upp við Melahverfi sem bætir rekstaröryggi notenda og auðveld- ar bilanaleit komi til þeirra. Há- spennustrengur var að hluta lagður samhliða lagningu ljósleiðaralögn í Hvalfjarðarsveit. Áætlaður kostnað- ur vegna þessa framkvæmda Rarik í Hvalfjarðarsveit er um 40 milljónir. Lagðir voru um 5,3 km af há- spennustreng í Lundarreykjadal í júlí vegna endurnýjunar á dreifil- ínum frá Fossatúni að Skálpastöð- um og þrjá spennistöðvar endur- nýjaðar. Fyrirhuguðum breyting- um við Fossatún er þó ekki lokið, að sögn Björns. Áætlaður kostnað- ur við verkefnið er um 30 milljónir króna. Lagðir voru um 3 km af há- spennustreng í júlí vegna endurnýj- unar á dreifilínum í Flókadal, þ.e. frá Litla Kroppi að Geirshlíð, sett upp ein spennistöð og millispennir færður. Áætlaður kostnaður er um 14 milljónir króna. Langt er komið að leggja 4,5 km háspennustrengslögn við Bjarna- staði í Hvítársíðu og endurnýja fimm spennistöðvar sem styrkja dreifkerfið í sumarhúsbyggð á svæð- inu. Einnig verður rofa- og spenni- stöðvarhús við Stóra-Ás endurnýj- að í sambandi við þessa framkvæmd á næstu dögum, sem bætir rekstar- öryggi notenda og auðveldar bil- analeit. Áætlaður kostnaður er um 33 milljónir króna. Lagður var há- spennustrengur yfir Hvítá á móts við bæina Haukagil og Hvamm í sum- ar og er verið að ljúka við það verk, þ.e. klára háspennustrengslögnina og setja upp nýja spennistöðvar við þessa bæi. Áætlaður kostnaður er um 11 milljónir króna. Að sögn Björn Sverrissonar hafa þrír jarðvinnuverktakar komið að þessum strenglagningar verkefnum í sumar, en RARIK hefur leitað til- boða í einingaverð í jarðvinnu und- anfarin misseri til þess að lágmarka kostnað við þennan verkþátt. Al- mennt á það við að þar sem dreif- kerfið er endurnýjað með háspennu- streng er það gert með þriggja fasa streng, þannig að notendum gef- ist tækifæri á þriggja fasa rafmagni í kjölfar endurnýjunarinnar. þá Matarmarkaður Búrsins, sem hald- in er reglulega í Hörpunni í Reykja- vík, er sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Sumarmarkaður Búrs- ins verður helgina 30. og 31. ágúst í Hörpunni. Opið verður báða dag- ana frá kl. 11 til 17. Þar koma sam- an um fimm tugir framleiðenda; frumkvöðlar og bændur, til að selja og kynna sínar vörur. Matarmark- aðurinn er samstarf tveggja kvenna. Önnur er Eirný Sigurðardóttir sem á og rekur ljúfmetisverslunina Búr- ið að Grandagarði 35 og hin er Hlédís Sveinsdóttir fyrrum for- maður Beint frá býli og sérfræðing- ur í mannamótum og mörkuðum. Báðar hafa þær óþrjótandi áhuga á matarmarkaðsmenningu á Íslandi. „Neytendur eru að verða æ með- vitaðri um miklvægi þess að vita hvað við erum að láta ofaní okk- ur. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval af allskyns góðgæti og gefst kjörið tækifæri til að ræða við þá um hluti eins og uppruna, innhald og meðferð matar, sem eins og all- ir vita skiptir okkur öll máli. Hvað er ostrusveppur? Hvað er forn- aldarbrauð? Hefur rigning áhrif á hunang? Er hægt að búa til kon- fekt úr kartöflum? Smakkast kjúk- lingur betur ef hann hefur pláss til að hreyfa sig? Er hægt að gera pyls- ur úr grænmeti? Má salta karamell- ur? Er þari ætur? Þessum spurn- ingum og ýmsum fleiri verður hægt að svara á matarmarkaði Búrsins,“ segja þær Eirný og Hlédís. mm Sumarmarkaður Búrsins í Hörpunni um næstu helgi Dreifikerfi Rarik á Vesturlandi endur- nýjað fyrir vel á annað hundrað milljónir Kýrnar á Erpsstöðum voru forvitnar þegar verktakar frá Þjótanda ehf frá Hellu komu í vikunni með tæki til lagningar jarðstrengsins . Ljósm. þeg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.