Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Stuðningsfulltrúi Starf fyrir stuðningsfulltrúa, karl eða konu, er laust til umsóknar í Laugargerðisskóla Eyja- og Miklaholtshreppi, 311 Borgarnesi Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar vegna nemenda sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar að því að auka færni og sjálfstæði nemenda. Laun samkvæmt kjarasamningum Stéttarfélags Vesturlands. Starfshlutfall 50% mánudaga – fimmtudaga. Nánari tímasetningu og upplýsingar er hægt að nálgast hjá skólastjóra í síma 435 6600 eða 894 4600. Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldisfræðilega menntun og hafi reynslu af vinnu með börnum. Umsækjandi þarf að skila inn sakavottorði. Skrifleg umsókn sendist á laugarg@ismennt.is eða í pósti. SK ES SU H O R N 2 01 4 Umsóknarfrestur á haustönn 2014 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd S K E S S U H O R N 2 01 4 Jöfnunarstyrkur til náms Undanfarin ár hafa nemendur í tí- unda bekk í Grundaskóla á Akra- nesi tekið að sér gangbrautavörslu í mesta skammdeginu. Í ár hefur hins vegar verið ákveðið að hefja skóla- árið á þessu skemmtilega verkefni og tryggja þannig að yngstu nem- endurnir komist heilu og höldnu í skólann sinn. Nemendur tíunda bekkjar sjá því um gangbrauta- vörslu nú fyrstu vikuna á skólaárinu og mæta svo aftur þegar það fer að skyggja meira síðar í haust. Fyrir gangbrautavörsluna fá tí- undu bekkingar greitt í ferðasjóð sinn. Markmiðið með verkefninu er að tryggja öryggi nemenda og ann- arra gangandi vegfarenda í umferð- inni, vekja upp samkennd og brúa bilið á milli elstu og yngstu nem- enda skólans. Styrktaraðili verk- efnisins er sem fyrr Landsbankinn á Akranesi. mm Góð veiði var hjá makrílbát- unum sem voru á sjó á Breiða- firði á mánudaginn. Brynja SH og Tryggvi Eðvars SH komu með yfir 13 tonn að landi. Hefur Brynja SH því komið með tæplega 156 tonn að landi og er aflahæsti makrílbát- urinn á handfærum enn sem kom- ið er. Afli annarra báta á mánudag- inn var frá fjórum tonnum upp í rúm átta tonn. Næsti bátur á eft- ir Brynjunni í aflamagni er Dögg SU 118 með 154,4 tonn og hefur fært sig úr fimmta sætinu í annað. Þar á eftir er Siggi Bessa SF 97 með 133 tonn og heldur því þriðja sæt- inu. Í fjórða sæti er Pálína Ágústs- dóttir GK 1 einnig með 133 tonn en hún var í öðru sæti á listanum fyrir helgi. Tryggvi Eðvarðs SH var í áttunda sæti eftir mánudaginn, en er kominn í fimmta sæti með rétt tæp 130 tonn. þa Ásgeir Ragnarsson, framkvæmda- stjóri flutningafyrirtækisins Ragnar og Ásgeir ehf. í Grundarfirði, fagn- aði fimmtugsafmæli sínu á dögun- um. Af því tilefni var haldið golf- mót á Bárarvelli og svo heilmik- il veisla um kvöldið í húsakynnum fyrirtækisins. Margt var um mann- inn og glatt á hjalla. tfk Björn Lúðvíksson, eða Bjössi Lú eins og hann er jafnan kallaður, stóð í sumar fyrir tónlistarmarkaði líkt og sagt var frá í Skessuhorni í síðasta mánuði. Þar bauð hann upp á plötur og diska með tónlist sem Skagamenn hafa gefið út eða kom- ið að. Tónlistarmarkaðurinn, sem haldinn var 26. júlí síðastliðinn í tengslum við Matar- og antikmark- aðinn við Akratorg, gekk vel og var vel sóttur. „Þetta gekk alveg ágæt- lega, markaðurinn var vel sótt- ur og það var þokkaleg sala. Það voru margir ánægðir með að þetta skyldi hafa verið sett upp og ein- hverjir fengu þarna plötur sem þeir höfðu lengi leitað að,“ segir Bjössi um markaðinn. Fjöldi tónlistarmanna tók þátt í markaðinum og voru í kringum 35 titlar til sölu. Tvær af þeim hljóm- sveitum sem seldu plötur sínar á markaðinum ákváðu að gefa all- an ágóða af sölunni til góðgerð- armála. „Þetta eru hljómsveitirn- ar Panil og Hark sem ætla að gefa ágóðann af sölunni. Hark var starf- andi fyrir um fimm árum og gaf út plötu sína árið 2009. Hljómsveitin Panil gaf út plötuna „Trailer Park“ árið 2003 og var starfandi í nokkur ár í kringum þann tíma. Allar plöt- ur hljómsveitarinnar voru uppseld- ar fyrir markaðinn og ákváðu þeir því að endurútgefa plötuna af þessu tilefni. Það seldist allt upp og líka þessi eintök sem Hark átti eftir af sínu upplagi. Þetta eru hljómsveit- ir sem voru vinsælar hér í bænum og spiluðu mikið á litlum tónleik- um hér og þar á Skaganum,“ seg- ir Bjössi. Hljómsveitirnar hafa nú ákveð- ið að gefa söluna í Styrktarsjóð Ragnars Egilssonar. Ragnar slas- aðist illa í mótorhjólaslysi rétt fyr- ir utan Akranes í júnímánuði og er lamaður fyrir neðan háls eftir slys- ið. „Strákarnir í þessum hljóm- sveitum vildu að ég kæmi pening- unum á framfæri fyrir þeirra hönd og vildu hvetja aðra til að hugsa til fjölskyldu Ragnars,“ útskýr- ir Bjössi Lú. Reikningur Styrktar- sjóðs Ragnars Egilssonar er 0186 - 26 - 10224. Kt. 480814-0370. grþ Ragnar Haraldsson, faðir Ásgeirs og stofnandi fyrir- tækisins, uppskar mikið lófaklapp frá gestum í veislunni þegar búið var að fara lauslega yfir sögu fyrirtækisins. Hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt Ásgeir fékk fjölskyldu og nánustu ættingja til sín í ræðuhöld- unum er hann stiklaði á stóru um feril sinn hjá fyrirtækinu. Góð veiði á makrílnum Elstu nemendurnir aðstoða þá yngstu á leið í skólann Tónlistarmarkaðurinn var haldinn á Akratorgi, í tengslum við Matar- og antikmarkaðinn sem var haldinn þar í sumar. Ljósm. Hlédís Sveinsdóttir. Hljómsveitir á Akranesi styrkja Ragnar Egilsson Uppl.:896�1013, sala@fuglavarnir.is� FUGLAVARNIR� Öflugar og skilvirkar fuglafælur sem byggja á nýjustu hljóðtækni. Búnaðurinn er sjálfvirkur og heldur gæsum og ál�um frá nýrækt,korni og túnum. Virkar líka á máva, starra, hrafna, og fleiri fuglategundir.Tæknin byggir á yfir 20 ára reynslu frá Bretlandi og er leiðandi á heimsvísu.� www.bifrost.is Starf í boði við Háskólann á Bifröst Viðhald fasteigna • Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða starfsmann á húsnæðissvið skólans. Í starnu felast ölbreytt störf við viðhald og umhirðu fasteigna háskólans og íbúðarhúsnæðis á Bifröst. • Æskilegt er að viðkomandi ha iðnaðarmenntun og/eða reynslu af viðhaldi fasteigna. • Umsóknarfrestur er til 5. september. Nánari upplýsingar gefa: Guðjón Jónsson umsjónarmaður fasteigna, sími 695 9908, netfang: gaui@bifrost.is Þorvaldur T. Jónsson ármálastjóri, sími 853 6464, netfang: armalastjori@bifrost.is Umsóknir skal senda til Háskólans á Bifröst, ármálastjóra, Bifröst, 311 Borgarnes eða í netfangið armalastjori@bifrost.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.