Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 21
21 Blásið var til stórveislu og fagn- aðar í Dölunum laugardagskvöld- ið 16. ágúst sl., nánar tiltekið í hlöðunni á Erpsstöðum. Þor- grímur bóndi varð 45 ára 7. júlí og í samtali við Skessuhorn sagð- ist hann ekki aðeins hafa verið að fagna þeim tímamótum með því að efna til hlöðuveislunnar held- ur hafi tilefnin verið fleiri. „Ég hélt upp á 30 ára afmælið á sín- um tíma með hlöðuballi og síðan stóð til að fagna öðrum tímamót- um m.a. þegar við tókum fjósið og Rjómabúið í notkun fyrir nokkr- um árum. Ekkert varð úr því og ég sagði gestunum núna að tilefn- ið væri að 15 ár væru liðin frá 30 ára afmælinu. Ég frábað mér gjaf- ir en mæltist til að ef fólk vildi myndu þær renna til barnahjálpar SÁÁ,“ segir Þorgrímur. 130 gest- ir komu í hlöðufagnaðinn á Erps- stöðum. Þar voru veisluföng ríf- lega veitt, bæði í mat og drykk, og þeir Guðbjartur Björgvins- son faðir Þorgríms og Ríkharð- ur Jóhannsson í Gröf sáu um lif- andi tónlist í harmonikkuspili og trommuleik. Álitið að traktorinn væri afmælisgjöf Þegar gestir komu til fagnaðarins á Erpsstöðum var það fyrsta sem við þeim blasti glæsileg ný drátt- arvél af Massey Ferguson gerð sem stóð á hlaðinu. Í skóflu hans voru kæld ölföng fyrir gestina sem gátu sér til um að dráttarvélin nýja væri afmælisgjöfin frá Helgu Elín- borgu Guðmundsdóttur húsfreyju á Erpsstöðum til bónda síns. „Það var ekki fyrr en núna í vor sem við ákváðum að panta dráttarvélina. Hún kom hingað á föstudeginum fyrir fagnaðinn þannig að það var um að gera að koma henni fyrir á hlaðinu. Það var svo sem allt í besta að þetta liti út eins og af- mælisgjöfin frá Helgu, því einu sinni gaf ég henni sláttuvél í jóla- gjöf,“ sagði Þorgrímur og hló. Hann sagðist mjög ánægður með hlöðufagnaðinn sem hafi tekist mjög vel. „Það var starfsfólkið okkar sem sá að mestu um veislu- föngin, austuríska parið Katarína og Gerald sáu um ostaveisluna og Iris Wilson kökuskreytingameist- ari um terturnar,“ sagði Þorgrím- ur. þá Nú í ágústmánuði setjast þúsund- ir nemenda á öllum skólastigum á skólabekk um land allt. Leikskól- ar komu fyrstir úr fríi eftir versl- unarmannahelgina og hafa nú flest- ir skólar á efri skólastigum einnig verið settir. Samkvæmt samantekt Skessuhorns verða nú 974 nem- endur í leikskólum á Vesturlandi í haust sem er nánast sami fjöldi og var í fyrrahaust. Um 2.290 nem- endur eru skráðir í nám í grunn- skólum á Vesturlandi og er það fækkun um 90 nemendur frá síð- asta hausti. Einnig hefur nemend- um sem skráðir eru til náms í fram- haldsskólunum þremur á Vestur- landi fækkað lítilsháttar á milli ára. 922 nemendur eru skráðir í ár en haustið 2013 voru 990 nemendur innritaðir. Þá eru á sjötta hundrað nemendur skráðir til náms í haust í háskólunum tveimur á Vesturlandi, á Bifröst og Hvanneyri. Af framan- greindu sést að um 4700 nemendur í fullu námi munu setjast á skóla- bekk á Vesturlandi í haust, á skóla- stigum frá leikskóla til háskóla. Auk þess mun fjöldi fólks stunda nám við endurmenntun hjá ýmsum menntastofnunum á Vesturlandi, svo sem Símenntunarmiðstöðinni og endurmenntunardeildum há- skólanna, auk þeirra sem stunda fjarnám annarsstaðar. Samkvæmt þessu er um þriðjungur íbúa Vest- urlands í skóla. grþ Dag ur í lífi... Nafn: Hannes Marinó Ellertsson. Starfsheiti/fyrirtæki: Útibússtjóri Landsbankans á Akranesi. Fjölskylduhagir/búseta: Gift- ur Láru Dóru Valdimarsdóttur og eigum við þrjú börn á aldrinum 3-12 ára. Áhugamál: Hef spilað golf frá því ég var 9 ára gutti í Stykkishólmi og jafnast ekkert á við það að spila golf í góðu veðri á Víkurvelli og Garðavelli. Byrjaði að halda með ÍA sem barn og finnst alltaf jafn gaman að fara á leiki með Skag- anum. Man eftir nokkrum ferðum með pabba og afa milli 1984 og 1990 á Skagann. Þá var ekki búið að setja bundið slitlag nema frá Borgarnesi og upp á Skaga. Áhuga á körfubolta fékk ég með móður- mjólkinni og hefur Snæfell verið að gera góða hluti á þeim vettvangi síðastliðin ár. Ég byrjaði að halda með Manchester United þegar Mark Hughes, Gordon Strachan ásamt Bryan Robson sem var fyrir- liði á þessum árum voru aðalhetjur liðsins. Útilegur eru nýja áhugamál fjöl- skyldunnar og fórum við m.a. hringinn í kringum Ísland í sumar. Vinnudagurinn: fimmtudagurinn 21. ágúst. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Var mættur til vinnu upp úr átta. Byrja yfirleitt að fá mér kaffisopa eða jafnvel te sem er nokkuð nýtt hjá mér þessa dagana. Ræsti tölv- una og las fréttir af Moggasíð- unni, átti mitt daglega spjall við samstarfsmann minn, Sigþór Boga Eiríksson þar sem næsta umferð í enska boltanum er m.a. rædd. Klukkan 10? Morgnarnir eru yfirleitt nokkuð annasamir í þessu starfi. Fundir með viðskiptavinum og símtöl voru nokkuð fyrirferða- mikil þennan morguninn. Hádegið? Við skiptum við tvo veitingastaði hér á Akranesi sem senda starfsmönnum útibúsins bakkamat sitthvora vikuna í senn. Salat dagsins varð fyrir valinu og smakkaðist vel. Klukkan 14. Tók á móti viðskipta- vinum og vann í verkefnum ásamt hinu góða fólki sem ég starfa með. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Þess- um vinnudegi lauk um klukkan 17:45 með því að ég afgreiddi síð- ustu beiðnina sem send var til mín fyrr um daginn og náði að undir- búa mig fyrir námskeið sem haldið verður á morgun í Reykjavík. Fastir liðir alla daga? Að bjóða starfsfólki góðan daginn og ganga úr skugga að allt sé eðlilegt innan útibúsins þannig að viðskiptavinir okkar geti fengið þá þjónustu sem þeir leita eftir. Hvað stendur upp úr eftir vinnu- daginn? Erfitt að taka eitthvað eitt fram fyrir annað. Var dagurinn hefðbundinn? Já, dagurinn var nokkuð hefðbundinn að mínu mati. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? 14. maí 2009. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Því ekki, ég get vel hugsað mér að starfa í Landsbankanum um aldur og ævi. Ég er svo heppinn að hafa starfsmenn í útibúinu sem hafa unnið í bankanum lengur en 35 ár og það segir meira en mörg orð um vinnustaðinn vil ég meina. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, ég er búinn að vinna í Landsbankanum í rúm 9 ár og mér hefur aldrei leiðst í vinnunni. Verkefnin eru krefjandi og engu að síður gefandi þegar málin æxl- ast þannig. Bankakerfið hefur ver- ið að taka miklum breytingum á þessum árum og það hefur verið mjög lærdómsríkt að vera þátttak- andi í þeirri uppbyggingu. Útibúið er skipað skemmtilegum og hæfi- leikaríkum einstaklingum og er ég þess fullviss að það býr til þá til- hlökkun sem er til staðar í mínu tilfelli á hverjum morgni. Eitthvað að lokum? Ég vil bara þakka fyrir mig og þá sérstak- lega samstarfsmönnunum mín- um og viðskiptavinum útibúsins sem munu fagna hálfrar aldar af- mæli útibúsins á Akranesi í októ- ber næstkomandi. Útibússtjóra Þriðjungur íbúa er í skóla Katharína og Gerald frá Austurríki til vinstri og Íris frá Þýskalandi til hægri. Þau sáu um hluta af veitingunum, Katharína og Gerald um ostahlaðborð og Íris um að baka og skreyta terturnar. Ljósm. Guðbjartur. Fagnaði tímamótum með veislu í hlöðunni Gárungarnir segja að eiginkonan hafi gefið bónda sínum þessa vél í afmælisgjöf. Ljósm. Guðbjartur. Afmælisbarnið við ostabakkana í veislunni á Erpsstöðum. Ljósm. Áslaug Þorvaldsd. Það var von að gestir álitu að nýi Fergusoninn væri afmælisgjöf frá húsfreyjunni. Ljósm. Guðbjartur. Guðbjartur og Rikki sáu um lifandi tónlist í hlöðufagnaðinum. Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.