Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Háskólalestin á Snæfellsnesi Háskólalest Háskóla Íslands mun verða á Snæfellsnesi dagana 29. og 30. ágúst næstkomandi. Þar mun hún bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa í Ólafsvík og Grundarfirði. Þetta er fjórða árið sem lestin fer um og á að baki tutt- ugu ferðir um landið. „Við reyn- um að fara ekki hringinn í kring- um landið heldur fram og til baka og reynum að passa að fara alltaf í hvern landshluta á ferðum okkar. Við stoppum í minni bæjarfélög- um sem eru ekki í alfaraleið,“ segir Guðrún Bachman lestarstjóri Há- skólalestarinnar í samtali við blaða- mann. Hún segir að í ferðum lest- arinnar sé lögð áhersla á lifandi og litríka dagskrá fyrir alla fjölskyld- una og segir ekkert annað sambæri- legt til á landinu. „Annars vegar erum við með vísindaveislu og hins vegar námskeið í Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur. Á föstudeginum munum við bjóða nemendum í efstu bekkjum grunn- skóla Snæfellsbæjar og Grunnskóla Grundarfjarðar að sækja námskeið í Háskóla unga fólksins meðal annars í eðlisfræði, japönsku, stjörnufræði, blaða- og fréttamennsku, Legó for- ritun, svo eitthvað sé nefnt. Kennt verður í Ólafsvík. Á laugardeginum verður svo slegið upp vísindaveislu í Grundarfirði, sem er stór skemmt- un fyrir almenning. Þar verður meðal annars stjörnutjald og fullt af tækjum og tólum sem hægt er að prófa. Sprengjugengið landsfræga verður með í för og sýnir kl. 12.30 og 14.30 og sýningar verða í hinu sívinsæla stjörnutjaldi á 30 mínútna fresti. Það hefur alltaf verið troðið út úr dyrum á vísindaveislu, mikið fjör og mikið gaman,“ segir hún. Háskóli unga fólksins hefur starf- að í tíu ár og tekur 350 nemendur á hverju ári. Guðrún segir að það taki ekki nema sólarhring að full- bóka í þau pláss. „En það er gam- an að geta líka boðið börnum úti á landi að taka þátt og kynna starfið fyrir þeim,“ bætir hún við. Góðir gestir með í för Ísland er í formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2014. Af því til- efni hafa valin byggðarlög á Norð- urlöndum tekið þátt í þróun ný- sköpunar- og menntunarverkefn- isins Biophilia, sem Háskóli Ís- lands hefur unnið að undanfarin ár, ásamt tónlistarkonunni Björk Guð- mundsdóttur og Reykjavíkurborg. „Háskólalestin er því orðin að sam- norrænu verkefni. Önnur Norður- lönd munu taka þátt í að móta í sínu landi svokallaða þekkingarlest, að fyrirmynd Háskólalestarinnar. Þess vegna munu góðir gestir, fulltrúar norrænna mennta- og vísindastofn- ana, slást í för lestarinnar á Snæ- fellsnesið. Þeir ætla að fylgjast með starfinu og innleiða svo eitthvað svipað í sínum löndum. Það verð- ur því nóg um að vera, kvikmyndað verður á staðnum og unnið að gerð heimildarmyndar.“ Guðrún seg- ir það mikinn heiður að önnur Norðurlönd séu að taka upp svip- að fyrirkomulag og Háskólalestin er. „Einnig verður með í för gestur frá Austurríki, vöggu barnaháskóla, sem ætlar að kynna sér starfið. Það er því greinilegt að það er að vekja mikla athygli hvernig við erum að gera hlutina með Vísindalestinni,“ segir Guðrún að lokum. Vísinda- veisla Háskólalestarinnar verður haldin í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga í Grundarfirði kl. 12 til 16. Dagskrá Háskólalestarinnar er öll- um opin, aðgangur ókeypis og allir velkomnir. grþ Vísindavaka Háskólalestarinnar verður haldin í Grundarfirði 30. ágúst næst- komandi. Sprengjugengið víðfræga mun sýna á vísindavökunni. Sumarhátíð KB verður um næstu helgi í Borgarnesi Frá Sumarhátíð 2013 þar sem kerlingadráttur fór fram. Kaupfélag Borgfirðinga heldur sína árlegu sumarhátíð næstkom- andi laugardag frá klukkan 12 til 16. Þetta er í sjöunda skipti sem hátíðin er haldin og verður hún með svipuðu sniði í ár og undan- farin ár. „Þetta er hátíð sem við viljum halda fyrir okkar viðskipta- vini og alla sem koma. Boðið verð- ur upp á ís, pylsur og gos fyrir gesti og gangandi. Bændur munu etja kappi í bændaþríþraut undir stjórn Guðmundar Hallgrímssonar, líkt og verið hefur síðastliðin þrjú ár, og við munum krýna Íslandsmeist- ara í reiptogi,“ segir Margrét Katr- ín Guðnadóttir verslunarstjóri KB. Þá verða ýmis fyrirtæki með kynningu á vörum sínum og þjón- ustu þar sem gestir geta smakkað og keypt ýmsan varning á góðu verði. „Þarna verða mörg fyrirtæki svo sem MS, Saltverksmiðjan og Eðalfiskur, meðal annarra. Hús- dýr verða til sýnis og teymt verð- ur undir börnum á hestum. Í fyrsta sinn verðum við með prúttmark- að og svo verður bændabrúnku- keppnin „Skörpustu skilin“ haldin ef næg þátttaka fæst.“ grþ Varða reist á Búrfelli í Hálsasveit Talið er að í það minnsta 47 Búr- fell séu á Íslandi. Eitt þeirra er í uppsveitum Borgarfjarðar, í Hálsa- sveit, norðvestan við Okið. Þetta einstaka Búrfell rís rétt tæpa 400 metra yfir sjávarmál og skipar sér- stakan sess í hugum afkomenda Jakobínu Jakobsdóttur og Sigur- steins Þorsteinssonar en þau Jakob- ína og Sigursteinn bjuggu í 40 ár á jörðinni Búrfelli sem ber nafn sitt af fellinu og átti land allt að Oki. Alls 22 afkomendur þeirra hjóna og tengdir aðilar komu nýverið saman á Búrfelli til að hlaða þar myndar- lega vörðu og koma fyrir gestabók í vönduðu hylki. Verkefnið var styrkt af Ferðafélagi Íslands sem lagði til hylkið og tréverkið. Í lýsingu Reynis Traustasonar ritstjóra, eins af afkomendum Búr- fellshjóna segir: „Gaman og auð- velt er að ganga upp á Búrfell- ið. Til dæmis er hægt er að ganga skemmtilega hringleið og enda eða byrja á vinsælli gönguleið sem ligg- ur upp með Rauðsgili, vestan Búr- fellsins. Fjöldi fallegra fossa er í gilinu og sá efsti fer í fossaköstum og heitir því fallega nafni Einiberja- foss. Litlu ofar og ofan við Búrfell- ið liggur svo Fella flóinn sem kem- ur fyrir í ljóði Jóns Helgasonar: Á Rauðsgili en skáldið var búsett um tíma á bænum sem dregur nafn sitt af gilinu.“ Á Rauðsgili - eftir Jón Helgason Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót. Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin ljós drúpir hin vota engjarós. Löngum í æsku ég undi við angandi hvamminn og gilsins nið, ómur af fossum og flugastraum fléttaðist síðan við hvern minn draum. mm Hægt verður að skoða húsdýr líkt og undanfarin ár. Vörðugerð í Búrfelli. Ljósm. Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir Hvalfjarðardagar verða um næstu helgi Um næstu helgi verður heilmargt um að vera í Hvalfjarðarsveit þeg- ar Hvalfjarðardagar verða haldnir hátíðlegir. Á dagskrá eru fjölmarg- ir viðburðir og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Upp- haflega var Hvalfjarðardagurinn haldinn að frumkvæði ferðaþjón- ustuaðila í sveitinni en síðustu ár hefur menningar- og atvinnuþró- unarnefnd Hvalfjarðarsveitar einn- ig komið að skipulagningunni. Að sögn Jónellu Sigurjónsdóttur for- manns nefndarinnar hefur viðburð- urinn stækkað og dafnað á undan- förnum árum. „Nú er svo komið að í ár er Hval- fjarðardagurinn orðinn að þriggja daga hátíð, sem haldinn verður dagana 29. - 31. ágúst.“ Hún segir fjölbreytta viðburði verða á víð og dreif um sveitarfélagið þessa helgi. „Má þar nefna tónleika, göngu með leiðsögn á Glym, ljósmynda- sýningu, bútasaumssýningu og aðr- ar listsýningar. Sjóbaðsfélag Akra- ness stendur fyrir Helgusundi, þar sem synt verður úr Geirshólma yfir í land við Helguvík. Boðið verður upp á pylsur og ís og ætla sveitung- ar og gestir að hittast og grilla sam- an í Fannahlíð á föstudeginum.“ Þá verður einnig ýmislegt um að vera á Bjarteyjarsandi, í Ferstiklu og á Þórisstöðum, svo sem sveitamark- aður, dráttavélasýning, morgun- stund með dýrunum, pubquiz og fleira. „Tilvalið er að taka ísrúnt þessa helgi um Hvalfjörðinn fagra og kíkja á skemmtilega viðburði. Góð þátttaka hefur verið í hátíðar- höldunum undanfarin ár, viðburð- ir hafa verið vel sóttir og við von- umst eftir enn fleirum núna,“ segir Jónella að endingu. Nánari dagskrá Hvalfjarðardaganna má sjá í aug- lýsingu hér í Skessuhorni. grþ Hvalfjarðardagar verða haldnir í Hvalfjarðarsveit um næstu helgi og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda fjölmargir skemmtilegir viðburðir á dagskrá. Hér er svipmynd frá því í fyrra, þar sem heimamenn stóðu í stórræðum við grillið. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.