Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Kári mætir KH í úrslitakeppni 4. deildar Knattspyrnufélagið Kári á Akra- nesi stóð sig vel í sínum riðli í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar, hafnaði þar í 2. sæti og fékk 29 stig, einu stigi minna en Álfta- nes sem sigraði í riðlinum. Úr- slitakeppni 4. deildar, 8-liða úrslit, hefst nk. laugardag. Káramenn fá þá KH í heimsókn og hefst leikur- inn í Akraneshöllinni kl. 18. Seinni leikur liðanna fer síðan fram á gervigravellinum á Hlíðarenda í Reykjavík nk. þriðjudagskvöld kl. 17:30. Það liðanna sem samanlagt nær betri útkomu úr leikjunum fer í fjögurra liða úrslit og mætir þar sigurvegurunum úr viðureign- um Léttis úr Breiðholtinu og KFS úr Eyjum. Sigurvegarar úr viður- eignum 4-liða úrslita keppa í 3. deild næsta sumar. Þangað stefna Káramenn og vilja endurheimta 3. deildarsætið sem þeir misstu síð- asta haust. Káramenn vonast eftir að Akurnesingar fjölmenni í Akra- neshöllina nk. laugardag og hvetji Skagaliðið til sigurs. þá Eins stigs vika Grundfirðinga Knattspyrnulið Grundarfjarðar hefur að undanförnu verið að gefa aðeins eftir í baráttunni í efri hluta þriðju deildar Íslandsmótsins. Í síð- ustu viku mættu Grundfirðing- ar botnliði Hamars í Hveragerði og steinlágu 3-0. Sáu aldrei til sól- ar í þeim leik. Síðastliðinn sunnu- dag tóku Grundfirðingar svo á móti toppliði Leiknis frá Fáskrúðs- firði og átti leikurinn að fara fram á Grundarfjarðarvelli, en veðurguð- irnir voru ekki á sama máli. Til að mynda fauk annað markið í tvígang á meðan vallarstarfsmenn voru að gera völlinn kláran. Dómarinn kvað þá upp sinn úrskurð um að ekki væri hægt að leika á vellinum. Þar sem gestirnir voru komnir langt að og áttu pantað flug um kvöldið var brugðið á það ráð að spila leikinn á Hellissandsvelli og hófst hann þar klukkustund síðar. Leikurinn sjálf- ur einkenndist svo af mikilli bar- áttu en þónokkuð vindasamt var á vellinum. Grundfirðingar náðu forystunni á þriðju mínútu og þar var að verki Dalibor Lazic. Þannig var staðan í hálfleik en í síðari hálf- leik fengu gestirnir vítaspyrnu á 75. mínútu og jöfnuðu metin úr henni. Leiknum lauk svo með 1-1 jafnt- efli og sitja gestirnir sem fastast á toppnum á meðan Grundarfjörður eru enn í 5. sæti með tveimur stig- um meira en Víðir í Garði sem á þó tvo leiki til góða og gætu því komist upp fyrir Grundarfjörð. Næsti leikur Grundarfjarðar verður svo á SS vellinum á Hvols- velli þegar þeir mæta KFR næsta laugardag. tfk Nýr erlendur körfuknattleiksleikmaður til ÍA Ekkert verður af því að hinn knái Jamarco, sem átti magnað tímabil með körfuknattleiksdeild ÍA á síð- ustu leiktíð, komi aftur til félagsins. Hann er að leita sér að stærra verk- efni fyrir komandi tímabil. ÍA hef- ur því samið við annan bandarísk- an leikmann fyrir komandi tímabil í 1. deildinni. Sá er Íslendingum þó ekki að öllu ókunnugur en hann ber nafnið Robert Jarvis og lék með ÍR í efstu deild undir lok tímabils 2010 og svo tímabilið 2011/2012. Þar var hann með 23,8 stig, tók 4 fráköst og átti 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og rúmlega 40% þriggja stiga nýtingu. Jarvis er fæddur í Hou- ston árið 1987 er 180cm á hæð. Hann spilar stöðu leikstjórnanda. Háskólaárunum eyddi Jarvis með Oral Roberts í NCAA I deildinni þar sem hann var með 17,2 stig að meðtali í leik á lokaári sínu og með 34% þriggja stiga nýtingu. Á at- vinnumanna ferli sínum hefur Jar- vis m.a. leikið í Ungverjalandi, Pól- landi, Mexíkó auk Íslands en einnig hefur hann spilað í NBA D-League. „Hann er vanur að vera í hlutverki skorara og leiðtoga í sínum liðum og mun að öllum líkindum fá það hlutverk hjá ÍA á Akranesi í vetur,“ segir í frétt körfuknattleiksdeildar. Fyrsti leikur tímabilsins hjá ÍA verður útileikur gegn Breiðablik 10. október en fyrsti heimaleikur- inn er á móti Þór frá Akureyri 17. október. mm Robert Jarvis. Góð vika hjá Vesturlandsliðunum Bæði Vesturlandsliðin í 1. deild Ís- landsmóts karla í knattspyrnu; ÍA og Víkingur Ólafsvík, áttu góðan dag sl. laugardag þegar 18. umferðinni lauk. ÍA sótti Leikni heim í Breið- holtið og sigraði topplið deildarinn- ar með einu marki gegn engu eftir jafnan leik. Víkingur Ólafsvík mætti Tindastóli norðan heiða og sigraði örugglega 3:0. Að lokinni umferð- inni þykir nær sýnt að aðeins Ólafs- víkingar geta komið í veg fyrir að Skagamenn eigi lið meðal þeirra bestu næsta sumar. Staðan í deild- inni er nú sú að Leiknir hefur 40 stig, ÍA 36, Víkingur Ó 31, HK 29 og Þróttur er með 28 stig í fimmta sætinu. Toppslagur Leiknis og ÍA var tví- mælalaust leikur dagsins í 1. deild- inni sl. laugardag. Það var kom- ið fram í uppbótartíma þegar Hirti Hjartarsyni var brugðið í vígateig Leiknis og dómarinn dæmdi um- svifalaust vítaspyrnu. Garðar Berg- mann Gunnlaugsson skoraði af ör- yggi úr vítinu við mikinn fögn- uð stuðningsmanna Skagaliðsins. Í leik Víkings og Tindastóls voru það Brynjar Kristmundsson og Spi- vack sem skoruðu sitthvort markið snemma leiks og það var síðan varn- armaður Tindastóls sem varð fyr- ir því óláni að setja boltann í eigið mark þegar langt var liðið á leikinn. Síðasta vika var góð hjá Vestur- landsliðunum. Auk sigra um helgina unnu þau einnig sína leiki í 17. um- ferðinni sem fram fóru þriðjudaginn 19. ágúst. Víkingur vann þá HK 1:0 á Ólafsvíkurvelli og ÍA Tindastól 5:2 á Akranesvell. Í 19. umferðinni sem hefst nk. föstudagskvöld fær Víkingur topplið Leiknis í heimsókn á Ólafsvíkurvöll og þarf sigur til að halda í vonina um úrvalsdeildarsæti. Skagamenn taka síðan á móti BÍ/Bolungarvík á Akra- nesvelli á laugardaginn. Með sigri í þeim leik geta Skagamenn tryggt enn frekar stöðu sína í 2. sæti deild- arinnar sem gefur rétt á úrvalsdeild- arsæti næsta vor. þá Skagamenn á fullri ferð í sigurleik gegn Tindastóli á Akranesvelli í síðustu viku. Ljósm. jbs. Frá leik Víkings og HK í síðustu viku. Ljósm. þa. Skagfirskir kylfingar í Borgarnesi í sjöunda sinn Árlegt golfmót burtfluttra Skag- firðinga fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Mótið var haldið í 17. sinn, en þetta var sjöunda mótið í Borgarnesi. Um 80 kylfingar mættu til leiks í stakri veðurblíðu. Hólm- ar Ástvaldsson sigraði í karlaflokki með 37 punkta og Ásgerður Þór- ey Gísladóttir í kvennaflokki með 34 punkta en að vanda mættu einn- ig fjölmargir kylfingar af Krókn- um suður. Í 2. sæti í kvennaflokki varð félagi í Golfklúbbi Borgar- ness Guðrún Sverrisdóttir með 33 punkta en maður hennar Hreinn Vagnsson á rætur að rekja til Skaga- fjarðar. Minnstu munaði að þau urðu punktahæsta parið, sem veitt eru verðlaun fyrir, en einum punkti meira náðu Ásgerður Gísladótt- ir og Eyþór Einarsson, barnabarn Eyþórs Stefánssonar tónskálds. Meðal fjölmargra styrktaraðila í mótinu eru fyrirtæki í Borgarnesi, eins og Límtré-Vírnet, Hótel Ham- ar og Stöðin, auk þess sem Jóhann- es Ármannsson vallarstjóri og Golf- klúbbur Borgarness gera vel við skagfirsku gestina. Gefendur verð- launa voru yfir 40 fyrirtæki og ein- staklingar og þakka aðstandendur mótsins þeim kærlega fyrir stuðn- inginn. Stærstu styrktaraðilar voru Icelandair, Hótel Hamar, Flugfélag Íslands, Bláa lónið, Límtré-Vírnet, FISK Seafood, Kaupfélag Skagfirð- inga, Dale Carnegie, Sjöfn Sigfús- dóttir, Ölgerðin Egill Skallagríms- son og Nói-Síríus. Landsbankinn á Sauðárkróki gefur verðlaunabikar- ana. þá/bjb Þátttakendur á móti skagfirskra kylfinga í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.