Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Framkvæmdir hófust fyrr í sumar við byggingu nýs 6.000 rúmmetra miðlunartanks fyrir hitaveitu OR á Akranesi. Ákveðið var að byggja tankinn til að draga úr hættu á vatnsskorti þegar bilun verður í aðveituæðinni. Eins og greint var frá hér í Skessuhorni var byrjað að grafa fyrir grunni mannvirkisins í byrjun júlímánaðar. Starfsmenn Ístaks vinna nú hörðum höndum að smíði tanksins og að sögn Árna Sveinssonar, staðarstjóra við verkið, hafa framkvæmdir gengið vel. „Nú er búið að vinna alla steypuvinnu. Undirstöðurnar eru klárar sem og rýmið þar sem tæknistöðin verð- ur undir sjálfum tankinum. Næsta skref verður svo að hefja stálvinn- una. Við byrjum á því að leggja stálplötur á malbik í botni tanksins. Þegar botninn er klár byrjum við á þakinu. Það hljómar kannski ein- kennilega að byrja á að gera botn og síðan þak. Það er hins vegar gert til að járniðnaðarmennirnir okkar geti unnið allt verkið í sömu vinnu- hæð. Því verður byrjað á að sjóða járnið við þakið í tveggja og hálfs metra hæð og svo sjá 18 tjakkar um að hækka þakið. Nýr hluti er fest- ur við þangað til að tankurinn nær fullri hæð,“ segir Árni aðspurður um framgang verksins. Nýi tankur- inn verður á endanum þrefalt stærri en sá gamli á holtinu við hliðina og stefnt er á að hann verði klár í nóvember. jsb Nýverið var fyrstu dráttarvél í eigu Landbúnaðarsafns Íslands ekið á nýjan framtíðar dvalarstað í kjallara Halldórsfjóss. Jóhannes Ellertsson vélameistari safnsins ræsti þá Far- mall Cub, ættaðan frá Ytri-Skelja- brekku og uppgerðan af Hauki Júlíussyni og hans mönnum á sinni tíð. Fyrir eigin afli var kubbnum ekið á sinn nýja stað; „og var ekki annað að sjá og heyra en að honum félli dável við fyrstu kynnin,“ eins og segir á vef safnsins. Á mynd- inni, þar sem Farmallinn þokast inn fyrir dyrnar undir stjórn Jó- hannesar, var áður haughús sjötíu kúa eða svo, hvar mykjan gat náð í 2-3 m hæð. „Nú er hún öll á brott, búið að háþrýstiþvo rýmið allt og viðra í mörg ár,“ segir í fréttinni. Þarna í haughúsinu er hátt til lofts og vítt til veggja og verða þar forn- dráttarvélarnar vistaðar. Bjarni Guðmundsson safnstjóri bætir við: „Og þannig nuddum við Jóhann- es áfram með góðra manna hjálp. Það eru tugir og raunar hundr- uðir gripa sem flytja þarf. Allt frá léttum meisum og handverkfær- um yfir í brautryðjendadráttarvél- ar sem vega hartnær 3 tonn. Engar saumavélar það.“ mm/ Ljósm. Landbúnaðarsafn Íslands. Matvælaframleiðendur í Borgar- nesi eru óhressir með grugg sem af og til kemur með neysluvatn- inu frá veitunni úr Grábrókar- hrauni í Norðurárdal, en veita frá þremur borholum þar var tekin í notkun í ársbyrjun 2007. Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri matvælafyrirtækisins Eðal- fisks í Borgarnesi, segir að vegna gruggskota í vatninu þurfi að sía vatnið sem notað er við fram- leiðsluna. Kristján segir að aldrei hafi verið jafn mikið um grugg í vatninu og á þessu ári frá því veit- an var tekin í notkun 2007. Alls hafi á fyrstu sex mánuðum árs- ins þurft að skipta 27 sinnum um síur sem hafi verið orðnar stífl- aðar vegna gruggs. Kristján seg- ist mjög óhress með að hreinleiki vatnsins sé ekki tryggari. Hann segir að til vinnslunnar í Eðal- fiski hafi alltaf verið síað neyslu- vant og þess gætt að það sé hreint og gott. Hann hafi þó orðið fyrir tjóni vegna þessa og m.a. tvívegis misst af því að koma sendingu á laxi í flug til Bandaríkjanna, þegar tvö af þessum „skítaskotum,“ sem Kristján kallar það þegar gruggið berst með neysluvatninu, en Eð- alfiskur framleiðir nær eingöngu inn á Bandaríkjamarkað. Kristján segir að vatnið hafi ítrekað far- ið yfir gildi sem reglugerð ger- ir ráð fyrir um hreinleika og það mjög mikið yfir í einstaka tilfell- um. „Við matvælaframleiðend- ur í Borgarnesi getum ekki búið við þetta. Það eru fleiri en ég sem hafa orðið fyrir tjóni af þessum sökum,“ segir Kristján í Eðalfiski. Hann segir að úrbóta hafi verið lofað árið 2008 en ekki hafi ennþá verið staðið við það. Vatnsgæðin fyrir almenna notendur Eiríkur Hjálmarsson upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sem á og rekur veituna, segir að unnið sé að gagnaöflun varðandi neyslu- vatnsmálin. Jafnframt að ráðgerður sé fundur með fulltrúum sveitarfé- lagins og hagsmunaaðilum í næsta mánuði. Eiríkur segir að vatn- inu sem notað er í Borgarnesi og komi frá borholum í Grábrókar- hrauni fylgi grugg úr borholunum. Það sé þó innan viðmiðunarmarka sbr. reglugerð um neysluvatn um að hámarksgildi sé ekki hærra en 1,0 NTU. Er þar miðað við þarfir hins almenna neytanda. „Það hef- ur komið fyrir að gruggið mælist hærra en þá höfum við lokað fyrir þessar borholur og notum þá ein- göngu vatnsbólin sem eru sunnan við Borgarfjarðarbrú á Seleyri en þar er ekki hátt NTU. Dælustöðin í Grábrókarhrauni er síðan sett aft- ur inn á kerfið þegar gruggið hef- ur minnkað. Áður en það er gert fer fram skolun á lögninni niður að lokahúsi við bæjarmörkin. Þetta er gert til að fyrirbyggja að þetta vatn komist til notenda.“ Ástæður aukins gruggs í borholunum Eiríkur segir að ástæður þess að gruggið eykst í borholunum virðist vera breytingar á grunnvatnsborði vegna rigninga eða þurrka, jarð- skjálfta eða rafmagnsleysis. Hann segir að þó að gruggið sé innan viðmiðunarmarka reglugerðar sé það þó þannig að það vilji safnast fyrir í kerfinu. Stofnæðin er því skoluð og er þá farið eftir ákveðnu verklagi. Ennfremur er dælingu úr holunum haldið á föstum hraða til þess að draga úr gruggmyndun. Þar sem NTU gildi er innan viðmið- unarmarka neysluvatnsreglugerðar álíta forsvarsmenn OR – Veitna, að vatnið sé innan þeirra marka sem sett eru en eigi að síður er verið að vinna að lausn sem getur bætt gæði vatnsins enn frekar. Er þá helst litið til þriggja lausna. Þær eru eftirfar- andi: 1. Sandsía þar sem vatninu er veitt í sandfilter í einskonar sund- laug og vatnið tekið undan botnin- um og á þá að vera hreint. 2. Vél- rænn filter þar sem vatnið fer inn í silinder sem er með fínum filter og síast þar. Unnið er að prófunum og beðið niðurstöðu framleiðanda fil- tersins. 3. Bora nýjar neysluvatns- holur með annarri aðferð en notuð var í upphafi. Nauðsyn tvöfalds síukerfis Eiríkur segir að engin af fyrr- greindum lausnum sé þó trygg til árangurs þar sem gruggið er mjög fínt og kostnaður gæti orðið mjög mikill. Því hefur verið horft til þess að þeir aðilar sem þurfa sér- stakt gæðavatn, umfram þær kröf- ur sem reglugerðin setur, komi upp tvöföldum síunarbúnaði hjá sér þannig að ekki þurfi að stoppa vatnsnotkun þegar skipt er um síu. Þetta geri aðilar annars staðar á veitusvæði OR - Veitna t.d. mat- væla- og drykkjarvöruframleiðend- ur í Reykjavík. Eiríkur segir að því miður hafi Eðalfiskur orðið fyr- ir tjóni vegna gruggs í vatni. OR - Veitur hafa bent forsvarsmönnum Eðalfisks á mikilvægi þess að fyrir- tækið sem sérstakur neytandi, þ.e. matvælaframleiðandi, tryggi sér- staka og aukna síun vatns, komi sér t.d. upp tvöföldum filterbúnaði og að hagsmunir þess séu m.a. fólgn- ir í því að tryggja að gæði vatns í framleiðslunni séu stöðug. Kristján í Eðalfiski segir að með þessu sé OR að velta ábyrgðinni yfir á viðskiptavininn. Honum finnst neysluvatnsmálunum ekki hafa verið nægur gaumur gefinn og furðar sig t.d. á því að þau virðist ekki hafa komið til kasta heilbrigð- isnefndar. Þá vill hann meina að tíðni mælinga á gæði vatnsins upp- fylli ekki ákvæði um þær í reglu- gerðum. þá Búið er að steypa undirstöður fyrir nýja hitaveitutankinn á Akranesi. Starfsmenn Ístaks sjást hér vinna að því að leggja stál- plötur í botn tanksins. Búið að steypa grunn fyrir nýjan hitaveitutank á Akranesi Byrjað að flytja safn- gripi Landbúnaðarsafns í Halldórsfjós Matvælaframleiðendur í Borgarnesi telja neysluvatnið ófullnægjandi Dælustöðin frá vatnsveitunni í Grábrókarhrauni sem tekin var í notkun í ársbyrjun 2007. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.