Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Side 2

Skessuhorn - 27.08.2014, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Mánaðarleg innheimta SKESSUHORN: Frá og með 1. september nk. verður inn- heimtu áskriftar á Skessuhorni breytt. Framvegis verður áskrift innheimt mánaðarlega hjá þeim sem greitt hafa með greiðsluseðli, í stað tveggja mánaðar fresti áður. Hætt verður að senda út greiðslu- seðla til þeirra sem eru yngri en 70 ára (fæddir 1945 og síðar). Innheimtukrafa mun eftir sem áður birtast í heimabanka áskrif- enda þar sem hægt er að fram- kvæma greiðslu. Fyrirtæki og þeir sem eru 70 ára og eldri fá áfram senda greiðsluseðla. Þeir sem þess óska sérstaklega geta áfram fengið greiðsluseðla í pósti, en þurfa þá að senda beiðni um slíkt í tölvu- pósti til skrifstofustjóra Skessu- horns á netfangið bokhald@ skessuhorn.is fyrir 1. september nk. Hvetjum við áskrifendur til að færa áskrift yfir á greiðslukort. Breyting þessi er gerð til að draga úr póst- og dreifingarkostnaði og felur hún engan viðbótarkostn- að í sér fyrir áskrifendur. Áskrift- arverð verður áfram óbreytt út 2014. –fréttatilk. Fjögur óhöpp í umferðinni SNÆFELLSNES: Fjögur um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Snæfellsnesi í liðinni viku. Lítilsháttar meiðsli á fólki urðu í einu þeirra.Um miðja síðustu viku var ökumað- ur í Grundarfirði handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Sömuleiðis var ökumaður stöðv- aður við Rif grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Beðið er eftir rannsóknarniðurstöðum í báðum þessum málum. –þá Brotist inn í bílskúr AKRANES: Í vikunni var brot- ist inn í bílskúr á Akranesi og þaðan stolið talsverðu af verk- færum til bílaviðgerða ásamt tölvu til bilanagreininga. Þarna hafði læst hurð verið spennt upp til að komast inn. Málið er í rannsókn. Lögreglan á Akra- nesi stöðvaði í vikunni átta öku- menn fyrir of hraðan akstur og einn ökumaður var færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvun við akstur. –þá Fjarskiptamál óviðunandi BORGARBYGGÐ: „Fjar- skiptasamband er ein mikil- vægasta forsenda búsetu og at- vinnu. Í Borgarbyggð er ástand fjarskipta víða óviðunandi. Það á við bæði um net- og farsíma- samband. Verst er staðan á Mýr- um, í Kolbeinsstaðarhreppi og í uppsveitum Borgarfjarðar. Íbú- ar sveitarfélagsins eru orðnir langþreyttir á þessu ástandi. Það sama á við um atvinnulífið, þar sem þetta hefur víða hamlandi áhrif. Þá skiptir miklu máli fyrir hina fjölmörgu ferðamenn sem sækja sveitarfélagið heim, að geta treyst á gott fjarskiptasamband,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar fyrr í mánuðinum. Þá segir að sveitarstjórn beini þeim eindregnu tilmælum til innanrík- isráðuneytisins að það hlutist til um að þegar verði lokið við upp- byggingu dreifkerfis fyrir fjar- skiptasamband á þeim svæðum í sveitarfélaginu sem nú eru án viðunandi þjónustu. –mm Eitt og annað verður að gerast á Vesturlandi um næsti helgi og ærið tilefni til að bregða sér af bæ. Árlegt töðugjaldaball með Geirmundi verð- ur í Þverárrétt á föstudaginn. Hval- fjarðardagar verða um næstu helgi og Sumarhátíð Kaupfélags Borg- firðinga verður í Borgarnesi á laug- ardaginn sem og skottsala í Sveita- markaðinum Ljómalind handan við þjóðveginn. Spáð er mildu veðri næstu dagana. Á fimmtudag og föstudag verði hæg austlæg átt og skýjað með köflum, en súld við suðurströndina. Hiti víða 10 til 15 stig, en allt að 20 stigum í innsveitum norðan- og vestantil á laugardag. Þann dag er útlit fyrir dá- litla vætu víða en þurrt að kalla fyr- ir norðan. Á sunnudag er spáð vax- andi austanátt með rigningu, eink- um austantil. Hiti 8 til 16 stig og hlýj- ast hér á Vesturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns í tilefni þess að skólar voru að byrja: „Ef þú gætir, myndir þú mennta þig meira?“ Flestir eru þeirrar skoð- unar. Já svöruðu 60%, nei var svar 22 prósenta. Þá voru 18% sem svöruðu því til að þeir vissu það ekki eða eru nú þegar í námi. Í þessari viku er spurt Hvernig finnst þér net- og síma- samband á landsbyggðinni? Vestlendingar vikunnar eru nem- endur í tíunda bekk Grundaskóla á Akranesi sem hafa tekið að sér gang- brautavörslu við aðalbrautir við skól- ann í þessari viku og síðan aftur þeg- ar skammdegið hellist yfir í haust. Kostir þessa verkefnis eru fjölmargir og er það til fyrirmyndar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Síðasltliðinn sunnudag var hátíðar- messa í Kolbeinsstaðakirkju á Snæ- fellsnesi. Þar var þess minnst að hinn 10. júní 1934 var kirkjan vígð í þeirri mynd sem hún er nú og er því 80 ára vígsluafmæli kirkjunn- ar á þessu ári. Sr. Þorbjörn Hlyn- ur Árnason, prófastur í Vestur- landsprófastsdæmi predikaði og Sr. Páll Ágúst Ólafsson sóknarprest- ur á Staðarstað þjónaði fyrir altari. Zsuzsanna Budai annaðist orgel- leik og stjórnaði almennum safnað- arsöng sem leiddur var að samein- uðum kór Fáskrúðarbakkasóknar og Kolbeinsstaðasóknar. Að athöfn lokinni var öllum boðið til kaffi- samsætis í félagsheimilinu Lindar- tungu. Kirkjan sjálf var byggð úr stein- steypu árið 1933 og vígð árið eft- ir. Þórarinn Ólafsson var yfirsmið- ur. Meðal góðra gripa kirkjunnar er altaristafla eftir Brynjólf Þórð- arson listmálara, patína og brauð- öskjur frá 1725, gotneskt Kristslík- neski úr kopar og fornir koparstjak- ar. Skírnarskálin er frá 1732 og út- skorinn umbúnaður hennar er eftir Friðrik Friðleifsson. Síðast en ekki síst ber að nefna kaleik kirkjunn- ar sem Skessuhorn gerði skil fyrr í sumar. Sá kaleikur er sexhundruð ára gamall og er enn í fullri notkun. Var hann einmitt notaður í hátíðar- messunni á sunnudaginn grþ/ Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir. Um þessar mundir er Vegagerð ríkisins að láta breikka og bæta Kvíabryggjuveg. Auk þess verður lagt bundið stlitlag á veginn. sk Ferðaþjónusta Vestfjarða ehf. á Patreksfirði hefur gert samning við Fjórðungssamband Vestfirðinga um rútuakstur á sérleyfinu Patreks- fjörður – Brjánslækur – Ísafjörður. Fyrstu áætlunarferðirnar voru farn- ar síðastliðinn mánudag. Leiðin verður tvískipt. Annars vegar milli Bæta veginn að Kvíabryggju Ferjurútan hefur endastöð á Brjánslæk en þangað siglir einmitt Breiðafjarðar- ferjan Baldur. Ferjurúta milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar allt árið Patreksfjarðar og Brjánslækjar, hins vegar milli Ísafjarðar og Brjáns- lækjar. Fyrirtækið mun sinna þessu verkefni í samstarfi við Vestfjarða- leið ehf. og Sæferðir hf. í Stykkis- hólmi enda er um að ræða tengingu allt árið við ferðir flóabátsins Bald- urs. „Hér er um nýjung að ræða og bætt úr brýnni þörf. Með þessu gefst íbúum og ferðamönnum á sunnanverðum Vestfjörðum færi á að tengjast ferðum Baldurs og þar með almenningssamgöngukerfi Strætó í Stykkishólmi til Reykja- víkur og um land allt,“ segir í til- kynningu. Ferðir milli Ísafjarðar og Brjáns- lækjar verða þrisvar í viku til 15. september nk., þ.e. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Gert er ráð fyrir að þær muni hefj- ast að nýju 15. maí 2015 og verði daglegar ferðir í tengslum við sum- aráætlun Baldurs frá 6. júní – 25. ágúst 2015. Með þessu gefst íbúum og ferðamönnum á norðanverðum Vestfjörðum einnig færi á að tengj- ast ferðum Baldurs og þar með al- menningssamgöngukerfi Strætó í Stykkishólmi til Reykjavíkur og um land allt. Þetta er veruleg þjón- ustuaukning frá því sem verið hef- ur undanfarin ár. Með þessu fyrir- komulagi er einnig bætt úr brýnni þörf, en engar almenningssam- göngur hafa verið í sumar milli Ísa- fjarðar og Brjánslækjar-Patreks- fjarðar. Frá Patreksfirði verður ekið frá Ferðamannamiðstöðinni og N1. Frá Ísafirði verður ekið frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna og biðstöðinni við Pollgötu, með við- komu hjá N1 á Þingeyri. mm Séra Páll Ágúst Ólafsson sóknarprestur þjónaði fyrir altari í afmælisguðsþjónustunni og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur á Borg predikaði. Með þeim á myndinni eru félagar í kirkjukórnum. Í honum eru m.a. tvær konur sem eru eldri en kirkjan sjálf. Það eru þær Hanna Jónasdóttir á Jörfa, sem var 6 ára þegar kirkjan var vígð, og Ingveldur Gestsdóttir á Kaldárbakka sem var 9 ára. Hún man glöggt eftir því þegar kirkjan var vígð. Áttatíu ára vígsluafmæli Kolbeinsstaðakirkju Kolbeinsstaðakirkja á Snæfellsnesi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.