Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is SK ES SU H O R N 2 01 3 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Alhliða rafverktaki Kirkjubraut 37 - Akranes Símar: 431 1902 - 892 8523 rafsigurdors@simnet.is Kirkjubraut 37 - Akranes Símar: 431 1902 - 892 8523 rafsigurdors@simnet.is Mikið hefur verið um að vera í Leir7 í Stykkishólmi í sumar. Líkt og sagt hefur verið frá í Skessu- horni hefur staðið yfir sýningarröð og nýlega hófst þriðja og jafnframt síðasta sýning sumarsins. „Þetta er annað árið í röð sem við erum með svona sýningaröð. Í fyrra vorum við með sýningaröð sem kallaðist Mat- ur er manns gaman og samanstóð af sjö sýningum þar sem fjölbreytt- ur hópur af myndlistarmönnum og handverksfólki sýndi verk sín. Nú voru þrjár sýningar og fjölluðu þær allar um keramik í ýmsum myndum og hafa metnaðarfullir sýnendur sýnt verk sín,“ segir Sigríður Erla Guðmundsdóttir hjá Leir7. Ólíkt viðfangsefni hverju sinni Sýningaröðin var vel sótt og - heppnuð í sumar að sögn Sigríð- ar Erlu. Á fyrstu sýningunni í sum- ar sýndi Anna Eyjólfsdóttir mynd- listarmaður verk úr safni sínu, þar sem hún setti fram nytjahluti og skoðaði þá í nýju samhengi. Anna stundar eigin myndlist en auk þess hefur hún áhuga á söfnun íslenskra leirmuna og var þessi sýning úr hluta safns sem hún á. Önnur sýn- ingin hófst um miðjan júlí og var þá „rakubrennsla“ framkvæmd fyr- ir utan Leir7. Er sú brennsla jap- önsk að uppruna og gefur keramik- inu sérstakan blæ með björtum og sindrandi glerungi. „Við vorum með sýningardag þar sem sex ker- amikerar voru með rakubrennslu hér fyrir utan Leir7. Verkin voru brennd í þar til gerðum ofnum og var þetta mikil uppákoma enda er þessi brennsla skemmtilegt sjónar- spil. Deginum var varið í brennsl- una og voru verkin svo sett inn í sýningarrými þar sem þau stóðu fram í miðjan ágúst,“ segir Sigríð- ur Erla. Sýningin opnuð hljóðlega Nú hefur þriðja og síðasta sýning- in verið opnuð og kallast hún „Þá - nú“ og mun standa fram í miðjan september. Á sýningunni eru sýnd- ir hlutir þar sem keramik er unnið með hefðbundnum aðferðum ald- anna, rennslu og brennslu. Því er svo teflt fram með keramiki nýrri aðferða, svo sem steypu og nýj- um glerungi. Listamennirnir sem nú sýna eru Ólöf Erla Bjarnadóttir og Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Ólöf Erla nam við keramikdeild Mynd- lista- og handíðaskólans og hefur áratuga reynslu af því að gera leir með keramiki. Hún starfar einn- ig sem kennari og deildarstjóri við Myndlistaskólann í Reykjavík og rekur Kirsuberjatréð við Vestur- götu í Reykjavík ásamt fleirum. Á sýningunni sýnir Ólöf Erla mjólk- urkönnur. Þær eru allar gerðar í rennibekk sem er ein elsta aðferð sem til er við að móta leir. Könn- urnar sem eru sýndar eru marg- ar brenndar í sérstökum viðarofni sem byggður var á Nýp á Skarðs- strönd. Er hann sá eini sinnar teg- undar hérlendis og er aðferðin æva- gömul líkt og með rennsluna. Ingi- björg mun aftur á móti sýna kaffi- könnur. Hún er grunnskólakenn- ari og lauk nýverið diplómanámi við Myndlistaskólann í Reykja- vík. Verkefni Ingibjargar þar var kaffikanna sem hún nefnir „Upp- áklædd“: Könnurnar voru steypt- ar í postulín, brenndar og glerjað- ar í þýsku postulínsverksmiðjunni Kahla. Með kaffikönnunni Upp- áklædd er bæði hægt að laga kaffi á gamla mátann og bera það fram. Þá hefur Ingibjörg fært könnuna í klæðnað utan um gripflötinn sem bæði er til skrauts og til að varna því að fólk brenni sig. Ingibjörg er aðili að hópi listamanna og hönn- uða sem deila vinnustofum við gömlu Flensborgarhöfnina í Hafn- arfirði. „Sýningin opnaði hljóð- lega á Dönskum dögum og ákváð- um við að auglýsa ekki opnunina formlega. Hins vegar var ákveðið að loka sýningaröðinni formlega og verður það gert þann 19. sept- ember frá kl. 17 - 19.“ Opnunartími Leir7 er mánudaga til föstudaga kl. 14 - 17 og laugar- daga kl. 14 - 16. Á öðrum tíma er velkomið að líta við og skoða svo framarlega sem hurðin er ólæst. Unnið með leir úr Fagradal Í Leir7 er unnið með leirinn úr Fagradal og er stefnt á að gera ker- amiki hátt undir höfði í sýningum framvegis. „Það er enginn ann- ar sem vinnur með leirinn héð- an úr Fagradalnum og við vonum að fleiri fari að vinna með þann leir. Keramik er lítið þekkt úr okk- ar umhverfi og fyrsti keramikar- inn kemur ekki fram á sjónarsvið- ið fyrr en 1930. Erlendis var ker- amik hins vegar ríkur þáttur í um- hverfi fólks, bæði í borðbúnaði, flísum og múrsteinum. Á Íslandi er enn þröng mynd af keramikinu og okkur langar til að auka víðsýni fólks gagnvart því. Við ætlum fram- vegis að hafa mikla áherslu á ker- amik hér í Leir7. Rakubrennslan hér í sumar var til dæmis skemmti- leg og sjónræn og verður eflaust endurtekin. Við stefnum á faglega þróun í keramikinu, því til góðs, og að hér verði vagga keramikgerðar á Íslandi,“ segir Sigríður Erla. Fram- undan í Leir7 er sýning á Norður- ljósahátíð í haust, ásamt því að full vinnsla verður í allan vetur. „Við stefnum svo á aðra sumarsýning- arröð næsta sumar þar sem aðal- áherslan verður á keramik,“ segir Sigríður Erla að lokum. grþ / Ljósm. Þórunn Sigþórsdóttir. Áhersla á keramik í Leir7 í Stykkishólmi Kaffikannan Uppáklædd. Með henni er bæði hægt að laga kaffi á gamla mátann og bera það fram. Klæðnaður hefur verið settur utan um gripflötinn sem bæði er til skrauts og til að varna því að fólk brenni sig. Í sumar var svokölluð rakubrennsla fyrir utan Leir7. Þar voru hlutir úr keramiki hitaðir upp í um það bil 1000°C áður en unnið var áfram með þá. Munirnir voru teknir glóandi úr miklum hita og svo settir í sag, þá myndaðist eldur sem var kæfður með því að útiloka súrefni. Þetta brennsluferli gefur keramikinu sérstaka áferð í efni og lit. Saginu hellt yfir. Rakubrenndir keramikmunirnir komnir inn á sýninguna. Sex listakonur tóku þátt í brennslunni og settu svo munina hver í sinn kassa sem sjá má á veggnum. Þórunn Sigþórsdóttir myndaði allt ferlið og á endaveggnum má sjá 70 myndir sem hún setti upp þar sem sjá má hvernig brennslan fór fram. Á fyrstu sýningunni í sumar sýndi Anna Eyjólfsdóttir myndlistarmaður verk úr safni sínu, þar sem hún setti fram nytjahluti og skoðaði þá í nýju samhengi. Hér má sjá hluta safnsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.