Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Hausta tekur og við förum að huga að því að geyma mat til vetrarins Skyrmysa er tilvalin til að sýra slátrið og ýmsan annan mat. Fáanleg í 2,5, 5 og 10 ltr brúsum Hægt að panta í Ljómalind í síma 437 1400 eða á Erpsstöðum í síma 868 0357 Einnig er hægt að panta á netfanginu erpur@simnet.is www.erpsstadir.is Rjómabúið á facebook. SK ES SU H O R N 2 01 4 Spáir því að mikið verði af gæs á sunnanverðu landinu í haust Sumarliði Ásgeirsson matreiðslu- maður og ljósmyndari í Stykk- ishólmi er auk þess ein ötulasta gæsaskyttan á Snæfellsnesi. Í ljósi þess að gæsaveiðitímibilið hóft 20. ágúst síðastliðinn hitti blaðamaður Sumarliða í liðinni viku og kann- aði stöðuna á norðanverðu Snæ- fellsnesi. „Þetta er í fyrsta skipti í yfir 30 ár sem ég fer ekki á veiðar á fyrsta degi gæsaveiðitímabilsins. Ég stefndi í og með að því að fara fyrsta daginn en eftir að hafa tek- ið rúnt um helstu veiðisvæðin hér í kring daginn fyrir opnun ákvað ég, ásamt Kára Hilmarssyni veiði- félaga mínum til margra ára, að sleppa því. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Fyrir það fyrsta þarf mað- ur að vera mættur tilbúinn með allt dót á veiðistað fyrir klukkan fjög- ur um morguninn á fyrsta degi. Það er að segja ef vilji er fyrir því að ná fyrstu og stærstu gæsahópunum. Það fer afar illa saman við vinnu og það er annað sem ég þarf að sinna núna. Einnig tók ég eftir að mikið af gæs er enn í sárum og ungarn- ir því enn ófleygir. Við Kári tók- um því þá ákvörðun að láta veiðina eiga sig þar til eftir fyrstu helgina á veiðitímabilinu,“ segir Sumarliði. Gæsin fer fyrr en áður suður á bóginn Sumarliði segir að aðstæður séu að breytast og gæsaveiðin á norðan- verðu Snæfellsnesi sé allt önnur en hún var hér áður fyrr. „Ég hef fylgst með þessu í mörg ár og sé að mikl- ar breytingar hafa átt sér stað á síð- ustu árum. Í fyrra tók ég eftir því að nánast allar gæsirnar voru farn- ar suður á bóginn um miðjan sept- ember. Hér áður fyrr þótti ekkert óeðlilegt að það væri mjög góð veiði á þessum slóðum út allan mánuðinn. Ég veit ekki nákvæmlega hvað veld- ur því að gæsin er að fara fyrr, en mig grunar að það sé vegna aukinn- ar kornræktar á Suðurlandi. Gæsin safnast saman á Suðurlandi áður en hún flýgur úr landi og vill væntan- lega fá besta fæðið fyrir ferðalagið, en henni finnast nýræktir bestar og ekki síst kornið. Sömu aðferðir en aukið öryggi Sumarliði segir að menn hafi allt- af beitt mismunandi aðferðum við gæsaveiðar. Eina breytingin sem hægt er að tala um síðan hann hóf að skjóta gæs, fyrir um það bil þremur áratugum, er að ör- yggi skotveiðimanna hefur stór- aukist. „Sumir skríða eftir skurð- um og reyna að læðast að gæsinni. Ég geri það hins vegar ekki. Mín aðferð er einfaldlega að koma mér vel fyrir í skurði og sitja þar róleg- ur með kaffi í brúsa og bíða með um 40 gervigæsir og flautu. Gæsa- veiði er þó orðin mun meira sport en hún var hér áður. Þá voru veiði- mennirnir að veiða til að selja og bændur til að vernda túnin sín. Bændur leyfa vissulega mönnum enn að skjóta til að vernda tún- in, en það getur ekki hver sem er farið og skotið eins og áður. Nú verða menn að fara á námskeið og flestir eru í skotveiðifélögum sem hafa siðareglur varðandi veiðiskap. Þetta er mjög jákvæð þróun og veldur því að öryggi veiðimanna hefur aukist.“ Betra að liggja fyrir gæs þegar birtir seinna Sumarliði er lærður matreiðslu- maður og er gæsin að hans mati með betri villibráð sem hægt er að nálgast hér á landi. „Gæsin er virkilega góður matur. Sennilega næstbesta villibráðin á eftir stokk- öndinni. Þótt ástandið sé ekki gott hér á norðanverðu Snæfells- nesi þá er það alls ekki lýsandi fyr- ir ástandið á gæsastofninum. Sum- arið var mjög gott og margir ungar sem komust á legg. Það verður því mikið af gæs, þar sem hún verður. Mér finnst líklegt að vilji menn fá góða veiði í ár þurfa þeir að vera á Suðurlandi. Ég mun samt fara í næstu viku og reyna að ná mér í nokkrar gæsir. Í næstu viku gætu fleiri fuglar verið komnir úr sárum auk þess sem ekki þarf að byrja eins snemma þar sem það munar alveg heilum klukkutíma á birtuskilyrð- um,“ segir gæsaskyttan Sumarliði Ásgeirsson um upphaf gæsaveiði- tímabilsins. Rætt var við hann í síðustu viku. jsb Sumarliði í felulitunum og með tvíhleypuna sem hann notar á veiðum. Landssöfnun 6. september Öll njótum við þess að láta go� af okkur leiða. Þann 6. september gefst kjörið tækifæri. Við gerumst sjál�oðaliðar Rauða krossins part úr degi, göngum í hús og söfnum fé til hjálparstarfs innanlands. GAKKTU MEÐ OKKUR Skaðaminnkun + Konukot + Athvörf + Neyðaraðstoð + Skyndihjálp Fjölskyldumiðstöð + Fatasöfnun + Hjálparsíminn + Hælisleitendur Sjúkrabílar + Heimsóknarvinir + Þjónusta við innflytjendur Skráning og nánari upplýsingar á raudikrossinn.is. Af mannúð í ár(1.500 kr. framlag) 904 1500 (2.500 kr. framlag) 904 2500 5.500 kr. framlag) 904 5500 Söfnunarsími Rauða krossins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.