Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Fyrsta Íslandsmeistaramótið í spuna verður haldið í Frystiklef- anum helgina 29. - 30. ágúst næst- komandi. Spuni nýtur mikilla vin- sælda meðal sviðslistamanna af yngri kynslóðinni og má segja að þetta sé listgrein sem líkja má við íþrótt. „Þetta er keppni í leikhúss- porti. Þetta virkar þannig að lið keppa í að spinna stuttar senur út frá uppástungum frá áhorfendum. Svo eru gefin stig eftir ákveðnum leið- um, svo sem eftir skemmtanagildi, tækni og fleiru,“ segir Kári Viðars- son eigandi Frystiklefans í samtali við Skessuhorn. Mótið er ekki ein- ungis hugsað fyrir leikara heldur er einnig leitað að myndlista- „spinn- urum“, hagyrðingum og röppur- um. Allir þurfa þó að geta spunnið eftir áskorun úr salnum. „Það hafa verið haldin svona mót í Reykjavík en þetta er í fyrsta sinn sem opin- bert Íslandsmót er haldið í spuna. Allir geta tekið þátt, þetta er gaman fyrir alla - bæði áhorfendur og þátt- takendur,“ segir Kári. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta haft sam- band við Gunnar Smára Jóhann- esson í síma 663-1992 eða Stefán Ingvar Vigfússon í síma 898-9369. Eða með tölvupósti á gunnarsm- ari460@gmail.com eða stefán.vig- fusson@gmail.com. grþ Á þriðjudagskvöldið í liðinni viku kom Baldvin NC 100 með ferk- an fisk til Grundarfjarðar, um 120 tonn af þorski. Aflanum var komið í ellefu flutningabíla sem óku með hann í gámum til Dalvíkur og Ak- ureyrar. Mikið var umleikis á hafn- arvoginni þegar bílarnir voru vegn- ir fyrir og eftir að gámarnir voru settir á þá. sk Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er nú þessa dagana að hefja sitt áttunda starfsár í Stykkis- hólmi. Megin tilgangur rannsókna- setursins er að stunda rannsókn- ir á náttúru Vesturlands og eru þar að jafnaði þrír til fimm starfsmenn. Æðarfugl hefur verið aðalviðfangs- efni rannsóknasetursins til þessa, enda æðarvarp hvergi meira en við Breiðafjörð. Blaðamaður Skessu- horns hitti Jón Einar Jónsson for- stöðumann og ræddi við hann um nýjustu rannsóknir og komandi verkefni. „Við vorum að koma úr sumarfríum og það fer vonandi allt að komast á fullt hjá okkur enda nýtt starfsár hafið. Hér sinnum við mest rannsóknum á fugli og höfum ver- ið að einbeita okkur að æðarfugl- inum og öðrum sjófuglategundum við Breiðafjörð. Það eru alltaf árviss verkefni sem þarf að sinna, skrán- ingu dílaskarfs, kríu, rituhreiðra og merkingu æðarfugls svo dæmi séu tekin. Rannsóknir á vegum setursins snúast einkum um stofn- og varp- vistfræði,“ segir Jón Einar. Inni á veturna en úti á sumrin Jón Einar segir að vinnan á rann- sóknasetrinu sé ólík eftir árstíðum. „Á vorin erum við mikið til úti að stunda rannsóknir og nær sú vinna fram á mitt sumar. Haustin og stór hluti af vetrinum fara svo í úrvinnslu gagna sem þessar rannsóknir skila af sér, eða vinnu við styrktarumsókn- ir til frekari rannsókna. Það er ein- mitt sú vinna sem við erum að fást við núna. Það voru mörg spennandi verkefni í vor og sumar. Umfangs- mesta rannsóknin var við merking- ar á æðarfugli sem verpir í Landey í Breiðafirði. Þar erum við að rann- saka æðarfugl sem verpir samhliða mávum en mávurinn er í raun nátt- úrulegi óvinur æðarfuglsins. Þar náðum við merkja 37 æðarfugla með ljósritum sem gefa staðsetningar fuglanna yfir veturinn þ.e. þegar og ef fuglarnir nást aftur næsta vor. Síð- asta vor notuðum við einnig í fyrsta skipti myndavélar með hreyfiskynj- urum. Við komum þeim fyrir í varp- landi til að meta hversu algengt var að hreiður séu rænd. Gögn frá þess- um rannsóknum og fleirum tökum við saman og reynum að komast að niðurstöðum sem hægt er að nota til að skrifa greinar fyrir vísindasamfé- lagið.“ Sterk tengsl við háskóla- samfélagið Jón Einar hóf störf við rannsókna- setrið árið 2007 og tók við sem for- stöðumaður þess 2009. Hann seg- ir að setrið sé hluti af Háskóla Ís- lands og eru starfsmenn þess starfs- menn HÍ. „Við kennum ekki í rann- sóknasetrinu en ég fer reglulega suður og held þar fyrirlestra, bæði fyrir nemendur Háskóla Íslands og LbhÍ á Hvanneyri. Þannig að sterk tengsl eru á milli rannsóknaseturs- ins og háskólanna.“ Setrið fær til sín á hverju ári nokkra meistara og doktorsnema sem stunda rannsókn- ir á sviðum sem tengjast náttúrunni á Vesturlandi. „Í haust verðum við með einn doktorsnema með okkur og tvo meistaranema. Það er svip- aður fjöldi og hefur verið síðustu ár. Það hefur reynst okkur mjög vel að hafa frekar færri nema, sem við get- um sinnt vel, en að hafa of marga sem við getum síður sinnt almenni- lega og aðstoðað við rannsóknir.“ Þeir hjá rannsóknasetrinu fá einn- ig til sín erlenda vísindamenn sem vilja rannsaka náttúruna á Vestur- landi og er einn slíkur að hefja störf núna. „Norðmaðurinn Thomas Holm Karlsen er að fara að rann- saka æðardún og hvernig hann er mismunandi eftir svæðum. Við fáum dún sendan frá íslenskum aðilum en einnig frá hlýrri stöðum en á Ís- landi, svo sem í Danmörku og kald- ari stöðum líkt og á Svalbarða. Við munum sem dæmi aðstoða Thomas í þeirri rannsókn og mun hann njóta góðs af sérfræðiþekkingu okkar.“ Rannsóknir kynntar á sjóandaráðstefnu Rannsóknasetrið hyggst halda al- þjóðlega ráðstefnu í Reykjavík dag- ana 8. til 12. september. Þar munu líffræðingar um allan heim leiða saman hesta sína og kynna mismun- andi rannsóknir á sviði andfugla á sjó. Ráðstefna heitir á ensku: Int- ernational Seaduck Conference og er þetta í fimmta skiptið sem hún er haldin. „Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti og er þetta í fyrsta skipti sem hún er haldin utan Norð- ur-Ameríku. Meðal þátttakenda eru vísindamenn, nemar, fólk úr stjórn- sýslu, fulltrúar samtaka og fugla- áhugamenn frá öllum heimshorn- um. Af 21 tegund sjóanda á heims- vísu eru sex á válista IUCN, auk þess sem vissir stofnar eiga stað- bundið undir högg að sækja. Fjór- ar megin orsakir eru fyrir þessari slæmu stöðu. Það er skortur á þekk- ingu á vistfræði, ósjálfbærar veiðar, skerðing búsvæða og iðnaðarums- vif. Að þessu sinni verður einkum hugað að áhrifum loftslagsbreytinga og umhverfisáhrifum sem rekja má til umsvifa manna. Ráðstefnan mun vekja athygli á afdrifum fuglastofna við Ísland, þ.e. sjóandategundanna sjö; æðarfugls, toppandar, hávellu, straumandar, húsandar, hrafnsandar og gulandar. Af þeim eru þær fjórar síðasttöldu á válista á Íslandi,“ seg- ir Jón Einar að lokum um mikilvægi rannsókna Rannsóknasetursins á Snæfellsnesi. Þær verða eins og áður segir kynntar á alþjóðalegu sjóanda- ráðstefnunni í september. jsb Landaði í Grundarfirði og aflanum ekið norður Íslandsmeistaramót í spuna í Frystiklefanum Æðarfugl við Breiðafjörð. Rannsóknasetrið í Stykkishólmi hefur störf á ný eftir sumarfrí Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarsetursins á Snæfellsnesi. Merki alþjóðlegu sjóandaráðstefnunnar sem haldin verður í Reykjavík í septem- ber.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.