Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 4 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 31. ágúst 11. sd. e. trin. kl. 14.00 Síðasta messa sumarsins FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Miðvikudaginn 3. september Fimmtudaginn 4. september Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Allar stærðir ökutækja skoðaðar Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 4 Norðurálsvöllur 1. deild karla ÍA – BÍ/Bolungarvík Laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er HB Grandi Norðurálsvöllur Pepsideild kvenna ÍA – Afturelding Miðvikudaginn 3. september kl. 18.00 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er Endurskoðunarstofan Álit „Þráinn og þrjóskan heldur okkur í búskapnum“ Spjallað við Kristbjörn Jónsson bónda á Bóndhóli Þrátt fyrir að grasspretta á þessu sumri hafi verið sú gróskumesta í manna minnum eru heygæði að sama skapi ekki góð. Þetta kemur væntanlega einkum til með að bitna á mjólkurframleiðendum næsta árið, enda kjarnmikið fóður ein að- alforsendan til að halda uppi góðri nyt í kúnum. Kúabóndi í Dölun- um, sem Skessuhorn hafði tal af á dögunum og var byrjaður að gefa hey frá sumrinu, sagði að kýrnar væru síður en svo gráðugar í það og reyndar væri strax orðið vandræði með að halda því að þeim. Blaða- maður Skessuhorns kíkti við hjá Kristbirni Jónssyni bónda á Bónd- hóli í Borgarhreppi fyrir helgina til að spjalla við hann um stöðu kúa- bóndans nú í lok sumars. Krist- björn sagði að fóðuröflunin væri í svipuðu horfi hjá sér eins og mörg- um öðrum bændum. Þegar loksins stytti upp eftir miklar rigningar í byrjun sumars var allt orðið úrsér sprottið. Háarsprettan hafi bjargað málum að hluta til, en ljóst að gefa þurfi mun meiri fóðurbætir næsta árið en öllu jafnan. „Heyin eru mun meiri núna en yfirleitt. Núna verða rúllurnar líklega um 1.300 eftir sumarið en hafa yfirleitt ver- ið rétt rúmlega þúsund. Ég á von á því að þetta þýði að mjólkurfram- leiðslan hjá okkur verði við neðri mörk næsta árið, um 130.000 lítrar eða um það bil það kvótamagn sem ég hef en mest höfum við framleitt 140.000 lítra yfir árið,“ segir Krist- björn. Hann segir alveg ljóst að mjólkurframleiðsla í landinu muni minnka næsta árið vegna minni fóðurgæða. Kúnum líður vel á básunum Kristbjörn á Bóndhóli segist vissu- lega hafa metnað fyrir því að fram- leiða mikla og góða mjólk. Hann hafi þó mun minni áhyggjur af því hvernig framleiðslumagninu reiði af næsta árið en leyfismálum til framleiðslu og velferð búpen- ings. Hann varð fyrir því í sum- ar að missa fyrsta kálfs kvígu, sök- um þess að ekki náðist í dýralækni fyrr en eftir hálfan sólarhring vegna þess að þeir voru allir í sumarfríi. Kristbjörn segir að dýralæknamálin á svæðinu séu í ólestri, bændur og búsmali búi þar við mikið óöryggi. Samráð og samstarf milli starfandi dýralækna á svæðinu sé greinilega takmarkað og núverandi kerfi sé gjörsamlega óviðunandi. „Það er ekki búandi við þetta óöryggi,“ seg- ir Kristbjörn. Hann hefur alla tíð átt heima á Bóndhóli og sinnt þar búskap. Þar er básafjós, en yfirdýra- læknir hefur boðað að slík fjós eigi að heyra sögunni til með tilliti til dýraverndar. Það hefti frelsi kúnna að vera bundnar á básum. „Kýrnar hjá okkur hafa alltaf mjólkað vel og skilað góðri mjólk. Það bendir ekki til annars en þeim líði vel. Vitaskuld þarf eftirlit að vera gott með fram- leiðslunni og framleiðendum, en ég held að þetta sé komið út í vitleysu ef á að skikka alla mjólkurframleið- endur til að vera með lausagöngu- fjós,“ segir Kristbjörn. Ætlaði alltaf að verða bóndi Kristbjörn hefur eins og áður segir alltaf átt heima og búið á Bóndhóli. Hann sótti sér konuefni til Reykja- víkur, Þórhildi Þorgrímsdóttur, og saman eiga þau fjögur uppkomin börn. Kristbjörn segir að aldrei hafi annað komið til greina en að ger- ast bóndi. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri og starfaði þar í nokkra vetur á fjárbúi skólans, var ríkisfé- hirðir eins og hann kallar það. Þór- hildur nam einnig búfræði við sama skóla. Kristbjörn tók alfarið við búinu á Bóndhóli þegar faðir hans lést 1989. Þá var bústærð þar svipuð því sem hún er í dag, 25-30 mjólk- andi kýr, eða um 100 gripir með geldneytum í fjósi. Kindurnar eru rúmlega hundrað og hrossin tæp- lega tuttugu. Kristbörn var einmitt að heyja handa hrossunum þegar blaðamaður Skessuhorn var á ferð- inni. Rúlla heyi af bökkum Hvítár, en sá engjaheyskapur hefur alla tíð verið tíðkaður á Bóndhóli. Kúabúunum fækkaði úr tólf í tvö Kristbjörn segir að breytingar á búskaparháttum á því svæði sem tilheyrir gamla Borgarhreppi hafa verið gríðarlegar síðustu áratug- ina. „Um það leyti sem ég tók við búskapnum voru hér á svæð- inu tólf mjólkurframleiðendur. Núna eru þeir bara tveir og hvor- ugir stórframleiðendur. Það er hér og á Rauðanesi I hjá Jónasi og Rósu. Það sem verður að breytast hjá okkur er að afurðaverðið þarf að hækka, þá mundum við brosa út í annað. Það er raunverulega bara þrái og þrjóska sem er ástæð- an fyrir því að við erum ennþá í búskapnum. Skilyrði til búskap- ar hafa versnað stórlega síðasta áratuginn, tilkostnaðurinn hækk- að mun meira en afurðaverðið. Ástæðan fyrir skorti á nautakjöti núna er mest vegna þess að bænd- ur hafa fengið allt of lítið borgað fyrir framleiðsluna, þótt það hafi lagast aðeins núna í seinni tíð. Það er líka tvískinnungur í gangi með að bændur haldi of lengi í kýrn- ar til að halda uppi mjólkurfram- leiðslunni, að það sé ástæðan fyrir minna nautakjöti. Kýrkjöt og naut- kjöt er vitaskuld ekki það sama. Mér finnst bændaforustan oft á tíðum frekar lin að svara fyrir okk- ur bændurna og leiðrétta vitleysur sem fram koma. Annars má maður passa sig á að vera ekki neikvæð- ur. Það er best að stoppa svo það verði ekki bara lokað hjá mér,“seg- ir Kristbjörn brosleitur á bökkum Hvítár þar sem hann var að rúlla heyið. Þarna í lokin var hann að vitna til básamálsins, en mörgum fannst Sigurborg Daðadóttir yfir- dýralæknir valta yfir kúabændur í landinu þegar hún sendi frá sér yfirlýsingu um básamálin tengd dýraverndarsjónarmiðum núna í sumar. þáHús á Bóndhóli séð frá bökkum Hvítár. Kristbjörn Jónsson bóndi á Bóndhóli að rúlla engjaheyi á bökkum Hvítár. Prjónar, garn og bækur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Lokað á laugardögum til 31. ágúst Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.