Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Borgarbyggð - föstudagur 29. ágúst Töðugjaldaball verður haldið í Samkomuhúsinu við Þverárrétt föstudaginn kl. 23 til 03. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Dalabyggð - laugardagur 30. ágúst Opið hús verður í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19. Samkomuhúsið Röðull á 70 ára vígsluafmæli í ár. Síðustu ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu. Dalla úr Tungu syngur nokkur lög. Handverk, krydd, sultur og fleira heimagert á Skarðsströndinni verður til sölu í Röðli. Sýningar hafa verið í Röðli undanfarin ár og nú er ætlunin að kynna hugmyndir að nýjum sýningum. Kaffi og kökur verða og til sölu gegn frjálsum framlögum, sem renna til uppbyggingar á staðnum. Athugið að enginn posi er á staðnum. Lítið er um formlega dagskrá, en mikilvægasti hlutinn er að hafa gaman hvert af öðru. Stofubandið verður síðan með sína árlega Rökkurtónleika í Skarðskirkju kl. 20. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Borgarbyggð - laugardagur 30. ágúst Skottsala í Ljómalind. Eruð þið að rækta grænmeti, framleiða eitthvað skemmtilegt? Eigið þið stútfulla geymslu af fótanuddtækjum? Ljómalind hefur lausnina: Seljið þetta allt saman á skottsölunni okkar laugard.30. ágúst. Þá leggjum við bílnum við Ljómalind, Sólbakka 2, opnum skottið og seljum varninginn. Stæðin verða ókeypis en sendið okkur línu islandur@yahoo.com eða hringið í síma 695-2583 og tilkynnið komu ykkar. Akranes - mánudagur 1. september Skólasetning í Tónbergi. Starfsárið hefst með skólasetningu í Tónbergi kl.16. Eftir setningu hitta nemendur kennarana sína. Sjáumst hress eftir sumarfríið. Akranes - þriðjudagur 2. september Klifurnámskeið fyrir 8-12 ára og 13-16 ára. Klifurnámskeiðin hefjast aftur í íþróttahúsinu á Vesturgötu. 8-12 ára (fædd 2006- 2002): Þriðjudagar kl. 16 - 17 og laugardagar kl. 10 -11. 13 -16 ára (fædd 2001-1998): Fimmtudagar kl. 16 - 17 og laugardagar kl. 11 - 12. Á námskeiðinu verður meðal annars klifrað inni og úti, klifraðar þrautir á grjótglímuvegg, klifrað í línu í björgunarsveitarhúsinu, Klifurhúsið í Reykjavík heimsótt, gerðar klifuræfingar og farið í skemmtilega leiki. Krakkarnir læra að umgangast klifurvegginn og kynnast þeim útbúnaði sem þarf til klifurs, ásamt því að læra að ganga á línu (slackline). Áhugasamir iðkendur fá einnig að taka þátt í Íslandsmeistaramótaröðinni í klifri. Verð: 10.000 kr. Greitt er fyrir sex vikur í senn. Nánari upplýsingar og skráning hjá Klifurfélagi Akraness á Facebook eða S: 898-7619. Kennari er Þórður Sævarsson, íþróttakennari og klifrari. Beitning Duglegri stelpu vantar aukavinnu eða fullt starf í beitningu. Uppl. í síma 773-4235. Óska eftir páfagauk, gára Óska eftir gára fyrir vinkonu mína. Vinsamlega hafið samband í síma 867-9313. Kisubörnin kátu Kisubörn óska eftir framtíðarheimili. Garpur og Palli eru 12 vikna, svartir og hvítir og sérlega mannelskir og ljúfir. Hedda frænka þeirra er 9 vikna, gul og hvít, dugleg og mikill grallari. Öll eru þau vön að fara út og inn að vild, kassa- vön og góð í umgengni. Hanna K.St. s. 435-1360, sveitin@vesturland.is Tilboð á Kirby Tilboð óskast í Kirby ryksugu með fullt af aukahlutum. Áhugasamir sendið póst á mfrida@internet.is Gamall húsbúnaður/húsmunir Viltu losna við gamalt „dót“ úr geymsl- unni? Við leitum að gömlum eigu- legum hlutum gefins eða gegn vægu gjaldi, ástand hlutanna skiptir ekki öllu máli. Við mætum á staðinn, skoðum, losum til í geymslunni og gefum gömlum munum nýtt líf. Við bólstrum, bætum og gerum við. Hafið samband í síma 771-7877, Linda BB. Óska eftir 3-4 herb. íbúð eða húsi í Borgarnesi Rúmlega sextug kona óskar eftir íbúð eða húsi, 3-4 herbergja. Er mjög róleg og reglusöm og nota tímann við hið ýmsa handverk sem tengist íslenska þjóðbúningnum. Skilvísum greiðslum heitið. Væri mjög notalegt að dýrahald væri leyft. Netfang: osk.o@internet.is Sárvantar húsnæði Einstæð móðir með 3 börn á grunn- skólaaldri óskar eftir húsnæði með 4-5 svefnherbergjum á Akranesi eða í Borgarnesi frá og með september. Greiðslugeta 100-120 þús. kr. Allar nánari upplýsingar í síma 571-1978 og 864-4511. Kv.Sigrún. Óska eftir stúdíóíbúð í Borgarnesi Iðnaðarmanni, sem er að hefja störf í Borgarnesi, vantar íbúð. Stúdíóíbúð og 2 herbergja íbúð kemur til greina. Uppl. í síma 698-1698. Brynjar. Óska eftir húsnæði til leigu Sárvantar 3 - 4 herbergja húsnæði á Akranesi til leigu sem fyrst. Erum mjög reglusöm og ekki með gæludýr. Netfang: eikarskogar@gmail.com Íbúð til leigu í Grundarhverfi á Kjalarnesi Góð 60 fm. íbúð á jarðhæð til leigu (tvö svefnherbergi) í Grundarhverfi á Kjalar- nesi. Nánari upplýsingar hjá Guðlaugu í síma 867-9940 eftir kl. 17. 4 herbergi til leigu á Akranesi Herbergi með aðgang að baði/sturtu til leigu. Leigutími frá 1. september til 1. maí. Alls er hægt að leigja 4 herbergi. Netfang: hildurbjo71@gmail.com Óska eftir íbúð til leigu Ég er að leita af 3 - 4 herb. íbúð til leigu á Akranesi, helst á Brekku- bæjarskólasvæði en skoða allt. Er með bankaábyrgð ef óskað er eftir. Netfang: joborg@internet.is Skrifstofuhúsnæði á Akranesi Skrifstofuhúsnæði til leigu frá 5. sept- ember. Nánari upplýsingar fást með tölvupósti. Netfang: hildurbjo71@ gmail.com Riffill Rem 700 cal 270. Hlaup er af gerðinni Shilen og er super match. Valdimar Long rímaði það og snittaði, glerblés það síðan, svo var það beddað í skeftið. Aukahlutir eins og hleðslupatrónur, taska og þó nokkuð mikið af skotum fylgja með. Einnig er tvífótur (veltifótur) á rifflinum. Ásett verð 350 þús. Opinn fyrir tilboðum. Sími 663-0145. Netfang: hjaltitth@simnet.is Reiðhjól TREK800 sport Til sölu TREK 800 sport reiðhjól. 18” stell, 26” dekk. 21 gírar, um 12 ára gamalt og í ágætu standi. verð kr. 25 þús. Upp- lýsingar í síma 617-5320. Jón. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. Bý í Reykjavík, sendi um allt land. 845-5715. Næringarráðgjöf Býð upp næringarráðgjöf á Akranesi og í Reykjavík. Hægt er að panta eitt viðtal eða 4 vikna prógram þar sem er góður stuðningur. Algjörum trúnaði heiti . Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 867-2074 eða naering@naering. com Á döfinni DÝRAHALD HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU ATVINNA Í BOÐI Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 18. ágúst. Stúlka. Þyngd 3.498 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Lára Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Kristján Viðar Ingimarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 18. ágúst. Drengur. Þyngd 3.710 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Lea Margrét Arnardóttir og Arnar Evuson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 19. ágúst. Stúlka. Þyngd 3.825 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Heiður Dögg Reynisdóttir og Þorbjörn Heiðar Heiðarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Elín Sigurbjörnsdóttir. 21. ágúst. Stúlka. Þyngd 3.515 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Sigríður Elefsen og Arnar Geir Magnússon, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 25. ágúst. Stúlka. Þyngd 4.230 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Kristjana Eysteinsdóttir og Borgar Þórarinsson, Hólmavík. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. Markaðstorg Vesturlands www.skessuhorn.is Grímshúsfélagið boðar til félagsfundar í Alþýðuhúsinu Borgarnesi mánudaginn 1. september 2014 kl. 20.00 Fundarefni: Tillögur að skipulagi og hönnun Grímshússkynntar og lagðar fram til afgreiðslu. Kynningarefni liggur frammi frá og með fimmtudeginum 28. ágúst n.k. á FB-síðu Grímshúsfé- lagsins, FB-síðu Sigursteins: www.facebook.com/gjafi og heimasíðu Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar veita Sigursteinn Sigurðsson arkitekt FÍA og stjórn Grímshúsfélagsins. Áhugafólk um endurbyggingu Grímshúss í Brákarey er hvatt til að mæta. SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.