Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Hagsmunasamtök um framfærsluréttindi Fyrr í sumar voru stofnuð hér á landi Samtök um framfærslu- réttindi. Þau hafa það að mark- miði að standa vörð um hagsmuni þeirra sem þurfa á framfærslu hins opinbera að halda. Eru markmið félagsins reist á framfærslurétti 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar auk ákvæða alþjóðlegra mannréttinda- sáttmála sem Ísland er aðili að og eiga við um efnið. Markmið sam- takanna er annars vegar að standa vörð um lögvarða hagsmuni þeirra borgara sem rétt eiga á opinberri framfærslu og hins vegar að beita sér fyrir því að lögum verði breytt með þeim hætti að framfærsla borgaranna verði tryggð. Samtökin munu einkum huga að þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu og eiga sér engan mál- svara. Þiggjendur félagsþjónustu búa við ójafnræði og þurfa sæta skilyrðum og skerðingum sem enga stoð eiga í lögum. Réttur þeirra þarf að vera tryggður og ætla sam- tökin að beita sér fyrir breyting- um á lögum og stjórnsýslu þann- ig að borgurunum verði ekki mis- munað eftir kyni, lögheimili eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Að auki telja samtökin að sum- ar skilyrðingar fyrir atvinnuleysis- bótum eigi sér ekki stoð í lögum. Samtökin hafa skjöl undir höndum sem sýna að stjórnvöld hafa vit- að um langt árabil að skilyrðing- ar fyrir félagsþjónustu eiga sér ekki lagastoð. Einnig höfum við gögn undir höndum sem sýna Samband íslenskra sveitafélaga veita sveita- félögum ráðgjöf um bestu leiðirn- ar til að hundsa álit umboðsmanns Alþingis vegna ólögmætra skerð- inga á framfærsluréttinum. Telja samtökin mikilvægt að efla emb- ætti umboðsmanns Alþingis með þeim hætti að hann geti veitt bind- andi úrskurði í stað ráðgefandi álita í stjórnsýslumálum er varða stjórnarskrárvarin mannréttindi. Samtökin ætla einnig að standa vörð um framfærsluréttindi í rýmri merkingu, þannig að jafnræði verði tryggt á meðal borgaranna þegar kemur að aðkomu þeirra að hvers kyns velferðarbótum, og að velferðarkerfið taki mið af raun- verulegri framfærsluþörf einstak- linga og fjölskyldna. Álítum við að ákjósanlegast sé að lögfesta opin- ber neysluviðmið, þannig að öll stjórnvöld taki fullt tillit til þeirra í skiptum sínum við borgara lands- ins. Að baki slíkri tilhögun telja samtökin ákjósanlegast að endur- reisa Þjóðhagsstofnun til að tryggt verði að neysluviðmið endurspegli raunverulega framfærsluþörf al- mennings á hverjum tíma. Heimasíðu samtakanna má nálg- ast hér: www.framfaerslurettur.is -fréttatilkynning Hlutabréf í Century meira en tvöfaldast í verði á árinu Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað nær samfellt allt þetta ár. Það var í kringum 1.800 bandaríkja- dalir í byrjun árs en er nú 2.050 dal- ir fyrir tonnið. IFS greining og ráð- gjöf segir að þrátt fyrir aukna fram- leiðslu í Mið-Austurlöndum og Kína líti út fyrir að meira jafnvægi verði á markaðinum en áður. Gert er ráð fyrir að áfram verði aukin eft- irspurn eftir áli í bílaiðnaði og um- búðaframleiðslu. Það vekur athygli að verð hlutabréfa í CenturyAlum- inum, eiganda Norðuráls á Grund- artanga, hefur hækkað á markaði um 107,5% frá síðustu áramótum til dagsins í dag, samkvæmt Nas- daq. Hið sama á hins vegar ekki við um Rio Tinto en verð hlutabréf þar hefur einungis stigið um ríflega tvö prósent á sama tíma. mm Nýir skólastjórnendur boðnir velkomnir Grunnskóli Grundarfjarðar var settur föstudagsmorguninn 22. ágúst líkt og flestir aðrir skólar landsins. Þar sem skólinn er jafn gamall lýðveldinu var þetta sjötug- asta skólasetningin frá upphafi. Nú háttar þannig til að báðir stjórn- endur skólans eru nýir í störfum sínum. Gerður Ólína Steinþórs- dóttir er skólastjóri og Ásdís Snót Guðmundsdóttir tekur við stöðu aðstoðarskólastjóra. Það var Þor- steinn Steinsson nýráðinn bæjar- stjóri Grundarfjarðarbæjar sem færði þeim stöllum blóm í tilefni dagsins. tfkF.v. Þorsteinn, Gerður Ólína og Ásdís Snót.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.