Skessuhorn - 27.08.2014, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014
Afgreiðslutími
þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00
Veiðivörur í miklu úrvali SKES
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon
Flugustangir
Fluguhjól
Línur
Taumefni
Flugur
Veiðivörur í úrvali
Styttist í lok tímabilsins í þeim ám sem fyrst var byrjað
Nú styttist í lok laxveiðitímabilsins
í þeim ám þar sem fyrst var byrjað
snemma sumars. Samkvæmt sam-
antekt Þorsteins Þorsteinssonar á
Skálpastöðum, á vef LV www.ang-
ling.is, höfðu fimm ár á landinu
rofið þúsund laxa múrinn um miðja
síðustu viku. Einungis Þverá var í
þeim hópi af ánum hér á Vestur-
landi og með góðri veiði undir lok-
in í Norðurá er enn veik von að áin
komist í þúsund laxana. Rangárnar
eru í fyrsta og þriðja sæti en Blanda
er að koma vel út, var búin að gefa
tæplega 1800 laxa um miðja síðustu
viku og hélt þá sínu öðru sæti á list-
anum. Blanda var ekki enn kom-
in á yfirfall og meðan svo er mok-
veiðist í henni. Árnar hér á Vestur-
landi eru nánast allar undir vænt-
ingum í sumar. Samanburðurinn
við heildarveiðina í fyrrasumar er
auk þess sérlega erfiður, enda afar
gott veiðisumar sem enn er mönn-
um í fersku minni. Í sumar hef-
ur smálaxinn vantað og göngurn-
ar hafa verið máttlitlar. Um ástæð-
ur þessa fiskleysis standa menn ráð-
þrota gagnvart, en fjöldi kenninga
er uppi. Trúverðugar eru t.d. þær
að kalt vor í fyrra hafi gert seiðum
erfitt fyrir í uppvexti sínum. Skil-
yrði í hafi eru að mestu órannsök-
uð en vel má vera að þau fari versn-
andi. Smálax sem hefur verið að
skila sér að undanförnu er frem-
ur rýr að sjá, ef marka má myndir
sem birst hafa í veiðiþætti okkar í
sumar. En svona er bara laxveiðin.
Það er ekki á vísan að róa og verð-
ur seint. Það mætti kannski segja að
ef allt væri fyrirséð, myndi laxveið-
in ekki vera eins spennandi. Héðan
í frá batnar þetta bara!
„Þetta var ferlega
gaman“
En veiðimenn láta sem betur fer
ekki slá sig út af laginu þótt engin
sé mokveiðin. Einn og einn fiskur
dugar þeim flestum. „Við vorum að
koma úr Langá á Mýrum, kvenna-
deildin hjá Stangveiðifélagi Reykja-
víkur og þetta var ferlega gam-
an,“ sagði Kristín Ósk Reynisdótt-
ir meðlimur í kvennadeild SVFR.
Deildin var stofnuð fyrir tveimur
árum. Í henni er eins og gefur að
skilja einungis konur. „Við fengum
þrjá laxa en ferðin var góð og við
fengum gott að borða. En Langá er
bara búin að vera róleg þetta árið,
svona er veiðin,“ sagði Kristín. Á
eftir kvennadeildinni komu finnsk-
ir veiðimenn sem veiða á maðk.
Fengu þeir þokkalega veiði.
21 lax úr Hörðudalsá
Vestur í Dölum hefur víða geng-
ið rólega en menn eru að fá í soðið
og það er nú fyrir öllu. Búðardalsá
hefur gefið 200 laxa. Holl sem var
að hætta þar náði kvótanum, sem
verður að teljast gott á þessu sumri.
Miðá, Laxá í Dölum og Hauka-
dalsá eru með svipaða veiði. Miðá
hefur gefið 133 laxa, Haukadalsá
130 laxa og Laxá í Dölum 120 laxa.
Við slógum á þráðinn til Níels. S.
Olgeirssonar á Seljandi í Hörðu-
dal og fengum stöðuna í Hörðu-
dalsánni. „Það er kominn 21 lax og
um 100 bleikjur,“ sagði Níels, en
hann hafði ekki frétt af síðasta holli
veiðimanna. ,,Þetta er allt í lagi,“
bætti hann við. Fyrir nokkrum dög-
um voru systurnar Nanna og Linda
að veiðum. Þær voru ánægðar með
veiðina.
Lítið hefur frést af veiði í Dunká
í sumar en Dopler Svisslendingur-
inn sem leigði Haukadalsá í Döl-
um tók hana á leigu og maðkveiðir
hann fram og til baka. Enda finnst
honum fátt skemmtilegra en að
veiða á maðkinn.
Færri leyfa maðkinn
Þeim fækkar jafnt og þétt laxveiði-
ánum þar sem leyft er að veiða með
maðki, meðal annars hér á Vestur-
landi. Ennþá er þó maðkur leyfður
í Álftá, Dunká. Miðá, Hörðudalsá,
Búðardalsá, Fáskrúð, Hvolsá- og
Staðarhólsá, Langá, Gljúfurá,
Gufuá, Reykjadalsá og Flókadalsá.
„Við ákváðum að leyfa bara flugu
hérna hjá okkur í sumar, engan
maðk,“ sagði Guðjón Jónsson er
við spurðum um Krossá í Bitrufirði,
en þar er nú einungis leyft að veiða
á flugu. Áður var leyfður maðkur
og fluga. Í sama streng tóku fleiri.
Við rennum aðeins yfir svæðið, þar
sem flugan er einungis leyfð. Það
eru Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit,
Þverá, Norðurá, Hítará, Haffjarð-
ará, Straumfjarðará, Haukadalsá,
Laxá í Dölum, Krossá á Skarðs-
strönd og Flekkudalsá. Maðkurinn
var leyfður í Laxá í Dölum en núna
er einungis fluga leyfð. „Við ákváð-
um að leyfa bara fluguna, ekkert
annað,“ sagði Haraldur Eiríksson
hjá Hreggnasa.
Nýtt Sportveiðiblað
komið út
Annað tölublað ársins af Sport-
veiðiblaðinu er komið út. Í blaðinu
er viðtal við Bubba Morthens,
kónginn sjálfan, en Eggert Skúla-
son blaðamaður fer yfir málin
með honum. Skúli Björn Gunn-
arsson fer yfir ævintýralegan veiði-
ferill föðurs síns, Gunnars Gutt,
sem er orðinn 85 ára og er senni-
lega fyrsti eða með fyrstu veiðileið-
sögumönnum með hreindýraveið-
um, auk þess að vera ein afkasta-
hæsta refaskytta landsins í gegnum
tíðina. Árni Friðleifsson er lögg-
an sem stýrir Stangó, en hann tók
að sér formennsku í SVFR á síð-
asta aðalfundi. Eggert spjallar við
hann um félagið og veiðiskap. Rík-
arður Hjálmarsson er öflugur veiði-
maður og byrjaði snemma að veiða.
Hann er afkomandi fyrstu flugu-
veiðimanna landsins. Trausti Haf-
liðason tók viðtal við kappan þar
sem skyggnst er inn í hans veiði-
líf. Kíkt er til Þórs Nielsen, flugu-
hnýtara og veiðimanns. Hann sýn-
ir ofan í kistuna sína, meðal ann-
ars eftirlætis silungsveiðiflugurnar.
Skagaheiðin er paradís veiðimanns-
ins. Í blaðinu er kort af svæðinu og
smá umfjöllun. Erling Ingvason
tannlæknir segir frá uppáhaldsánni
sinni, Hafralónsá. Ragn-
ar Hólm Ragnarsson seg-
ir frá degi í Mýrarkvísl og
Elías Pétur Þórarinsson frá
ósasvæðinu í Laxá í Ásum.
Loks er fluguhnýtingar-
hornið á sínum stað. Blað-
ið kostar kr. 1.250 í smásölu.
Nánar á: www.sportveidibla-
did.is
Vikulegri umfjöllun um
veiði á Vesturlandi lýkur með
þessum veiðiþætti, en und-
anfarin ár hefur Skessuhorn
verið með hana frá júní og út
ágústmánuð. Blaðið birtir þó
áfram fréttir um veiði á Vest-
urlandi eftir því sem þær ber-
ast. Við þökkum veiðimönnum
og öðrum sem sent hafa okkur
fréttir og myndir í sumar.
Það var fjör við Langá á Mýrum þótt veiðin væri róleg. Á myndinni eru Kristín Ósk
Reynisdóttir, Elín Ingólfsdóttir og Agnes Ísleifsdóttir.
Nanna Lilja og Linda Sif með sitthvorn laxinn úr Hörðudalsá í Dölum. Áin hefur
gefið 21 lax í sumar.
Að veiðum.
Forsíða Sportveiðiblaðsins sem
nýverið kom út.