Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Hún var bæði hölt og skökk - heyrnarlaus og slóði Vísnahorn Mér hefur verið bent á að í næstsíðasta þætti hafi ég farið rangt með eitt orð í vísu Andr- ésar í Síðumúla, þannig að merkingin raskað- ist. Reyndar finnst mér mistökin svo augljós að fólk ætti almennt að átta sig á meiningunni en hér er á ferðinni innsláttar- og klaufavilla sem engum er að kenna nema sjálfum mér, en vísuna hef ég kannast við síðan hún var nýlega ort en rétt er hún svona: Öll eru tæki eldtryggð þar íbúum í haginn, en eru komnar yrkingar upp í nýja bæinn? Aðra vitleysu gerði ég í sama þætti lítt eða ekki skárri þar sem ég sagði Andrés hafa ver- ið umboðsmann Samvinnutrygginga en hann var umboðsmaður Brunabótafélags Íslands og biðst ég mikillega afsökunar á þessum mistök- um sem eru bara flumbruháttur í mér og ekk- ert annað. Þetta voru þarfar ábendingar og ég er þakklátur fyrir þær en að auki hefur verið fundið að því við mig að ég birti vísur í leyf- isleysi og verð ég að svara því til að annað er ekki hægt. Ef á að biðja alla höfunda leyfis, því tæplega er hægt að ætlast til sumir séu beðn- ir leyfis en aðrir ekki, verður það hreinlega óframkvæmanlegt og þar með mundu vísna- þáttaskrif bæði mín og önnur leggjast af. Svo verður reyndar hver og einn að gera upp við sig hvort það væri æskileg þróun. Séra Sigurður Norland í Hindisvík var um margt stórmerkur maður. Afburða tungu- málamaður og þori ég ekki að nefna fjölda þeirra tungumála sem hann var fullfær á. Ein íþrótt hans var að yrkja hringhendur á ensku og mun þessi vísa hans líklega þekktust: She is fine as morn in May, mild, divine and clever, lika a shining summer day. She is mine for ever. Önnur vísa í svipuðum dúr er að líkindum eftir séra Sigurð þó ekki þori ég að fullyrða það en gaman væri ef einhver gæti frætt mig þar um: In her kiss was always bliss. I shall miss our parting. How I wish to hear the hiss hers of piss and farting. Sem ungur maður ferðaðist séra Sigurður til Skotlands og lýsir þeim dögum svo: I have seen with game and glee, Glasgow University, Kelvin river falling free from above the grass-green lea. At Dunbarton on the Clide Anchorage is deep and wide and delight on either side. In that town. I would abide. As the vessel is to leave, ocean waves we have to cleave, other shores will us recieve in the West. Why should we grieve? Fleiri báru við að yrkja á erlendum þjóð- tungum og það ég best veit orti Benedikt Gröndal eftirfarandi vísu til að útskýra fyrir matmóður sinni hvernig hin íslenska hring- henda hljómaði: Holder Gæs og giver sold, gár til Messe i Herrens Vold. Födt i Hessen brav og bold Baronesse Lövenskjöld. Nú er mér algjörlega ókunnugt um ástamál barónessu Lövenskjold enda koma þau mér ekkert við en samt sem áður vekja nú ástamál fólks alltaf nokkurn áhuga. Stúlka sem var í vinfengi við pilt trúlofaðist síðan öðrum en hélt þó alltaf nokkru sambandi við hinn fyrri. Um þetta var kveðið: Andlega kaus hún annan mann og eiðnum varð að granda, en loforðið um líkamann lét hún óbreytt standa. Á hinum svokölluðu ástandsárum giftist stúlka ein í vesturvíking en kom síðan aft- ur eftir að sælan reyndist ekki slík sem ætl- að var. Gerðist hún þá ráðskona hjá virðuleg- um embættismanni úti á landi og varð tilefni eftirfarandi: Ein sú reyndist ferð til fjár, sem fór hún Maja vestur. Henni líður heldur skár. -Nú heldur við ‘ana prestur. Anna Eggertsdóttir frá Steðja leit til baka yfir æviveginn og leist ekki meira en svo á blikuna: Er ég skoða útganginn ofbýður mér stórum. Ég er orðin ástfangin af 84. Margir hafa þurft að leita á náðir Trygg- ingastofnunar ríkisins í gegnum árin og um eina gæðakonu sem var í nokkru sambandi við þá stofnun var kveðið: Þó að Anna grett og grá gamni sér að vonum eiginmann hún ætti að fá útúr tryggingonum. Sigurgeir Þorvaldsson orti um enn eina sómakonu sem vafalaust hefur verið mun sak- lausari en hinar báðar samanlagt: Ólst hún upp við stríð og strit, strax það dofa færði. Aldrei steig hún í sitt vit, enda fátt hún lærði. Hún var bæði hölt og skökk, heyrnarlaus og slóði, kjaftagleið og frek og frökk og frámunalegur sóði. Jón Rafnsson verkalýðsforingi orti bæði margt og merkilegt og þar á meðal rímur af Rósinkrans Ívarssyni sem einnig var vinstri maður. Þar í eru þessar vísur: Púðurdósa seljan svinn, sólarljós míns hjarta. Sigri hrósar hugur minn hér við rósakoddann þinn. Meyjarblóminn mildi þinn mig í dróma lykur. Stefja hljómar strengur minn, stjörnum ljómar himininn. Nýtum okkur næturgrið, nælonsokka gerður, sjafnarþokka, saminn frið sængurstokkinn innan við. Þessi bragarháttur nefnist stikluvik. Ég freistast til þess að birta eina vísu úr þessari rímu til viðbótar: Vindur hvass í reiða og rá rymur bassa köldum. Fokku-assan furðu kná fer með rassaköstum þá. Ætli það sé ekki rétt að enda þetta með vísu eftir Daníel Ben sem ég veit svosem ekki önn- ur deili á en þið ættuð að prófa að lesa vísuna afturábak líka: Maður góður, aldrei er illur sínum grönnum. Glaður jafnan, lítið lér lofið verstu mönnum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Geisladiskur með lagatexta heimilismanns á Höfða Kjartan Guðmundsson heimilis- maður á hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi fékk heim- sókn sl. fimmtudagskvöld. Til hans kom Elín dóttir hans ásamt Ír- isi Eddu Jónsdóttur vinkonu sinni og söngkonu sem var að senda frá sér geisladisk með eigin efni. Þar á meðal er eitt laganna við texta Kjartans sem er hagmæltur maður. Það lag heitir Kvöld og fjallar um náttúruna og fallegt kvöld á Horn- ströndum þar sem Kjartan ólst upp í Hlöðuvík. Þetta lag varð reynd- ar til hjá Írisi fyrir 90 ára afmæli Kjartans fyrir ári. Íris segir að þessi texti Kjartans eins og margir ljóða- textar hans séu ákaflega fallegur. „Þetta fallega kvöld sem hann lýs- ir úr bernskunni frá Hornströnd- um finnst mér eins og að hann sé að lýsa gangi lífsins,“ segir Íris. Elín dóttir Kjartans hefur um ára- bili starfað í Reykjavík og fer til og frá vinnu með Strætó. „Það er mik- ið til sama fólkið sem fer á milli og við Íris kynntumst einmitt í Strætó fyrir nokkrum árum þar sem hún kom upp í vagninn á Kjalarnesinu. Þegar ég fór að leiða hugann að af- mæli pabba fyrir ári og hvað væri hægt að færa honum í afmælisgjöf, vandaðist málið þar sem mér fannst hann eiga allt sem komið gæti hon- um til góða. Ég vissi að Íris var að semja lög og er góð söngkona og fékk þá hugmynd að gaman væri að fá hana til að semja lag við texta pabba og syngja það fyrir hann þegar fjölskyldan kom saman á af- mælisdaginn,“ segir Elín. „Ég vissi ekkert hvaða kona þetta var þegar Íris birtist til að syngja fyrir mig. Hélt fyrst að þetta væri kona ein- hvers frænda míns sem ég sé sjald- an. Þetta var yndisleg heimsókn og lagið var bæði góð og skemmtileg afmælisgjöf,“ sagði Kjartan í þann mund sem hann veitti geisladiskum viðtöku úr hendi Írisar. Íris starfar á LHS við Hringbraut og er starfsheiti hennar heilbrigð- isritari á meltingarfæra- og nýrna- deild. „Ég hef alltaf verið syngjandi og dansandi og sungið með nokkr- um hljómsveitum. Það er m.a. blús- inn sem hefur heillað mig og ég söng á blúshátíð á Hvolsvelli fyrir nokkrum árum. Það var svo haustið 2008 sem ég byrjaði á því að semja lög og ætli ég sé ekki hreinlega elsti lagahöfundurinn í landinu sem gefur út sitt eigið efni og Kjartan kannski elsti núlifandi textahöfund- urinn,“ segir Íris í gamansömum tón, en hún er 51 árs. Geisladiskur- inn nýi heitir Daglegt líf. Á honum eru 14 lög, öll eftir Írisi utan eitt sem er eftir Jóhann Vífil. Íris syng- ur öll lögin nema eitt sem Björgvin Ploder í Sniglabandinu syngur. Vil- hjálmur Guðjónsson leikur á flest hljóðfærin í undirleiknum, en Jó- hann Hjörleifsson annast trommu- leik í flestum laganna. Hægt er að nálgast geisladiskinn Daglegt líf m.a. í Pennanum Eymundsson á Akranesi. þá Kjartan Guðmundsson ásamt Írisi Eddu Jónsdóttur lagahöfundi og söngkonu. Lagt við strætóstöðvunarskilti í meira en mánuð Íbúi á Akranesi vakti í síðustu viku athygli á bíl sem lagt hefur verið við strætóstöðvunarskilti á Merki- gerði, til móts við sjúkrahúsið á Akranesi. Að sögn íbúans er bíll- inn búinn að standa á sama stað óhreyfður í meira en mánuð. Íbú- inn hafði samband við lögregluna á Akranesi fyrir nokkrum vikum en ekkert hefur verið gert. Einu breytingarnar eru þær að fyrir stuttu var bifreiðin orðin númers- laus. Kallar íbúinn eftir því að bíll- inn verði fjarlægður, annað hvort af eiganda sínum eða yfirvöldum. Honum sé lagt við strætóstöðvun- arskilti, gatan sé þröng og þar sem hún sé við sjúkrahús gæti það tafið áríðandi umferð. jsb Fyrsta íslenska tebókin Á eftir vatni er te vin- sælasti drykkur jarð- arbúa. Slær út kaffi, kakódrykkjum og gosdrykkjum út sam- anlagt. Margt te er bæði bragðgott og hollt. Laufblöð te- plöntunnar fara langa og flókna leið áður en þau ilma úr bolla á Íslandi. Í nýútkominni bók er ferli teræktunarinnar rakið, gerð grein fyrir sögu tesins, fjallað um fjölbreyttar tegundir og fram- andi bragð og listina að laga ljúffengt te. Tebókin er skrifuð af tveimur eigend- um Tefélagsins, þeim Árna Zophoniassyni og Ingibjörgu J. Frið- bertsdóttur. Tefélag- ið er fjölskyldufyrir- tæki sem sendir áskrif- endum sínum nýtt te í hverjum mánuði og hef- ur að markmiði að fræða Íslendinga um dásemdir tes. -fréttatilkynning Bíll þessi hefur staðið óhreyfður í meira en mánuð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.