Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Fórstu í ferðalag í sumar? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Þorsteinn Ragnarsson Já, ég fór í Norðurfjörð á Ströndum. Inga Guðlaug Valdimarsdóttir Já, ég kom til Íslands frá Jap- an þar sem ég hef verið í skipt- inámi. Anna Lilja Valsdóttir Já, en aðallega í stutt ferðalög. Bjarki Þór Aðalsteinsson Já, fór bæði í Skorradal og á Flúðir í sumar. Kristófer Jónsson Já, ég fór á Vestfjarðamið á tog- veiðar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eru hinar hefðbundnu og gamaldags busavígslur að líða undir lok í fram- haldsskólum landsins. Í stað þeirra eru nýnemar boðnir velkomnir í skólana með ýmsum hætti og jákvæðari en tíðkast hefur. Fyrstu kynni þeirra af skólanum og samnemendum sínum eiga jú að vera jákvæð til að öllum líði vel í upphafi skólaárs. Í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi stendur nýnemavika nú yfir. Fyrsti dagskrár- liður hennar var á mánudagskvöldið þegar grillaðir voru hamborgarar fyrir nýnema í Skógræktinni. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri. Í gær, þriðjudag, var svo ódýrt í bíó á myndina The Expendables 3. Í dag, miðvikudag, er fyrirhuguð nýnema- ferð í Fannahlíð. Meðal dagskrárliða er Langasandssprellið fræga. Busaball með Ingó og veðurguðunum verður síðan á Gamla Kaupfélaginu í kvöld. Á fimmtudag verður klúbbastarsemi kynnt og vikan loks römmuð inn með volgri skúffuköku í skólanum fyrir há- degi á föstudaginn. mm/ Ljósm. Kolbrún Ingvarsdóttir. Rósa Njálsdóttir frá Suður - Bár í Grundarfirði málaði olíumynd af langömmu sinni, Vilborgu Jóns- dóttur frá Vatnabúðum í Eyrar- sveit, fyrr á árinu. Hún lét gera eft- irprentanir af myndinni og eru þær nú til sölu í Grundarfirði. Allt and- virði sölu myndanna mun renna í Brönusjóðinn sem stofnaður var til að standa straum af kostnaði við byggingu skýlis yfir bátinn Brönu, sem varðveittur er í Sögumiðstöð- inni í Grundarfirði. Í fyrra voru 100 ár liðin frá smíði Brönu en báturinn er í eigu afkomenda Elísar Gísla- sonar og Vilborgar Jónsdóttur frá Vatnabúðum í Eyrarsveit. Langaði að mála gömlu hvunndagshetjurnar Undanfarin ár hefur Rósa lagt stund á myndlist sér til skemmtun- ar. Hún stundaði nám í olíumálun í kvöldskóla í nokkra vetur og hefur málað með olíu á striga síðastliðin tíu ár. „Það má segja að ég sé frí- stundamálari. Ég starfa sem bókari en hef verið að mála mér til ánægju og yndisauka síðustu ár. Ég byrjaði á því að mála landslagsmyndir, svo sem myndir af Kirkjufellinu, Snæ- fellsjökli, Kaldbak og fleiri falleg- um fjöllum. Fyrir tveimur árum var ég með sýningu á Listasumri á Ak- ureyri. Þar sýndi ég portrett mynd- ir af gömlum Hollywood stjörnum, svo sem Paul Newman og Mari- lyn Monroe. Ég hafði mjög gam- an af því að mála þessar mynd- ir og fór í framhaldinu að ein- beita mér meira að portrettmynd- um,“ segir Rósa. Hún segir að erf- itt sé að velja fyrirmynd þegar mála á portrett. „Það er sérstaklega erf- itt að mála portrett af einhverjum nákomnum. Það getur verið mjög viðkvæmt, enda hafa allir skoð- un á myndinni ef þeir þekkja and- litið vel. Ég slapp hins vegar alveg við það þegar ég málaði stjörnurnar frá Hollywood.“ Rósa segir að and- lit Vilborgar hafi verið skemmtilegt viðfangsefni. „Mig langaði að mála fólk með lífsreynsluna markaði í andlitið; gömlu kempurnar, hvunn- dagshetjurnar. Vilborg var vel til þess fallin og svo bæði tengdist hún mér og ég hafði einnig gaman af því að hún er nokkurs konar andlit Grundarfjarðar, fjölmargir Grund- firðingar eru afkomendur hennar,“ segir Rósa og bætir því við að ljós- mynd af Vilborgu hafi verið og sé í kynningarefni Sögumiðstöðvarinn- ar. Hún málaði eftir þeirri mynd en leyfði sér að breyta henni að- Bjóða nýnema velkomna Rósa Njálsdóttir. Selur myndir af langömmu sinni til fjáröflunar Eftirprentanir af málverki Rósu af Vilborgu Jónsdóttur, langömmu hennar, eru til sölu í Sögu- miðstöðinni í Grundarfirði. eins, ýkja sumt og sleppa öðru. Vil- borg var fædd árið 1877 en lést árið 1968. Hún var gift Elísi Gíslasyni, f. 1873, d. 1943, og bjuggu þau eins og áður segir á Vatnabúðum í Eyr- arsveit. Hjónin eignuðust átta börn og réri Snorri sonur þeirra á Brön- unni. Rósa vissi af Brönusjóðnum þeg- ar hún var að mála myndina af lang- ömmu sinni og langaði að tengja myndina við þá söfnun ef hún yrði ánægð með hana. „Þegar mynd- in var fullkláruð bauð ég þeim sem standa fyrir söfnuninni að fá af henni eftirprentanir til að selja til fjáröflunar. Það var vel tekið í það og lét ég því ljósmynda myndina, prenta hana út á góðan pappír og skilaði henni tilbúinni til sölu til þeirra. Myndin var prentuð í fimm- tíu eintökum og verður upplag- ið ekki stærra. Það má því segja að þetta sé fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir Rósa. Þess má geta að hægt er að nálgast allar upplýsingar um sölustaði myndarinnar hjá Sögu- miðstöðinni í Grundarfirði. Upp- lýsingar um Rósu og fleiri myndir eftir hana má finna á Facebook síðu hennar, RósArt - málverk og einnig á www.rosart.blog.is. grþ Góður árangur SamVest í Bikarkeppninni Samstarfsverkefnið í frjálsum íþrótt- um á Vesturlandi, SamVest, heldur áfram að þróast. Í fyrra sendi Sam- Vest lið í fyrsta skipti í Bikarkeppni 15 ára og yngri en þá tókst ekki að manna þátttakendur í allar keppnis- greinar. Bikarkeppnin í þessum ald- urflokki fór fram á Varmá í Mos- fellsbæ sl. sunnudag. Að þessu sinni sendi SamVest fullmannað lið og stóð Vesturlandsliðið sig vel, varð í 6. sæti í heildina og komust strák- arnir á pall, lentu í 3. sæti með 54 stig. Deildu þeir sæti með HSK og fengu einu stigi meira en FH. Best- um árangri keppenda SamVest náði Jamison Ólafur Johnson sem varð annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í kringlukasti. Saga Ólafsdóttir varð önnur í hástökki, Vignir Smári Val- berg þriðji í spjótkasti og Arnar Smári Bjarnason þriðji í 100 metra hlaupi. Alls tóku níu lið þátt í Bikar- keppninni og keppendur voru alls 148. Gefið var frá níu stigum niður í eitt stig eftir sætaskipan fyrir hverja grein. Það var A-lið ÍR sem sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri, hlaut samtals 152 stig. Í öðru sæti var sveit FH með 128 stig og sam- eiginlegt lið Fjölnis og Afturelding- ar varð í þriðja sæti með 123,5 stig. FH sigraði í stúlknaflokki en ÍR í piltaflokki. Lið Fjölnis og Aftureld- ingar varð í öðru sæti i piltaflokki með 59,5 stig og SamVest og HSK þar skammt undan. A-lið ÍR varð í öðru sæti í stúlknaflokki með 73 stig en Fjölnir/Afturelding í því þriðja með 64 stig. þá Glaðbeittir keppendur SamVest í Bikarkeppni 15 ára og yngri. Ljósm. bá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.