Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 52. tbl. 17. árg. 30. desember 2014 - kr. 600 í lausasölu VELKOMIN Í SPARILAND Bíbí, Blaki og Ari búa í Sparilandi, sem er nýja krakkaþjónustan okkar. Kíktu á arionbanki.is/Spariland og athugaðu hvernig þú getur fengið sparibauk. Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Landnámssetrið sér um sína Föstudagur 16. janúar 2015 Frumsýning Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir Örlagasaga Steinunn Sigurðardóttir flytur Miðasala í síma 437 – 1600 og landnam@landnam.is Óskum viðskiptavinum okkar og öðrum landsmönnum gleðilegs og farsæls nýs árs. SK ES SU H O R N 2 01 4 Að sögn Gísla Björnssonar yfir- manns sjúkraflutninga hjá Heil- brigðisstofnun Vesturlands fóru sjúkraflutningamenn hjá HVE alls í 34 útköll yfir jólahátíðina. Voru verkefnin afar ólík, bæði sjúkdóm- ar og slys. Sjúkraflutningamenn í Borg- arnesi fóru í útkall vegna bílveltu undir Hafnarfjalli á Jóladag þar sem tvennt slasaðist og var flutt á bráðadeild Landsspítalans. Sjúkraflutningamenn í Stykkis- hólmi voru kallaðir út vegna bíl- veltu á jóladag við Skjöld, rétt við gatnamót á Stykkishólmsvegi og Snæfellsnesvegi. Þar var tvennt flutt til skoðunar á Heilbrigðis- stofnunina í Stykkishólmi. Bílvelta varð í Biskupsbeygju á Holtavörðuheiði á jóladag. Því verkefni sinntu sjúkraflutninga- menn á Hvammstanga, tveir voru fluttir úr slysinu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Annað umferðarslys varð á Holtavörðuheiði á sunnu- dag en þar valt jeppabifreið. Um minniháttar meiðsl var að ræða og þessu sinntu sjúkraflutningamenn á Hvammstanga. Sjúkraflutningamenn úr Búð- ardal fluttu með forgangi úr Döl- um eins árs gamalt barn sem feng- ið hafði krampa. Barnið var flutt á bráðamóttöku Barnaspítalans. Um 20 útköll voru hjá sjúkra- flutningunum á Akranesi yfir hátíð- irnar. Þar var um að ræða beinbrot, brjóstverki, öndunarerfiðleika og fleira. Í nokkrum tilfellum var um lífsógn að ræða og í sumum tilfell- um voru sjúklingar fluttir á Sjúkra- hús í Reykjavík. mm Líkt og undanfarin sextán ár gekkst Skessuhorn fyrir vali á Vestlendingi ársins, en verðlaunin falla í hlut þess íbúa á Vesturlandi sem þyk- ir hafa skarað framúr á einhvern hátt á árinu. Lesendur Skessu- horns sendu inn fjölmargar til- lögur og voru samtals 14 einstak- lingar tilnefndir að þessu sinni. Af þeim hlaut Helgi Ólafur Jakobsson bjargvættur og grunnskólakennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi lang- flestar tilnefningar og er hann rétt- kjörinn Vestlendingur ársins 2014. Hlýtur hann verðlaunin fyrir hetju- dáð sem hann sýndi þegar hann viðhafði hröð og fumlaus hand- tök þegar kviknaði í fatnaði níu ára gamals nemanda hans í septem- ber, eftir að barnið handlék neyð- arblys. Helgi Ólafur slökkti eld- inn fljótt og hljóp síðan með barn- ið yfir á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, þar sem það var flutt undir læknishendur á sjúkrahús í Reykja- vík. Björgunin var einstakt afrek og lífgjöf því mun verr hefði getað far- ið. Lesendum Skessuhorns þótti af- rek Helga bera af á árinu, að öðrum ólöstuðum. Sjá viðtal við Helga Ólaf Vestlend- ing ársins á blaðsíðu 16. grþ Helgi Ólafur er Vestlendingur ársins Norðurljósin yfir Vesturlandi hafa verið óvenjulega falleg og fyrirferðarmikil undanfarna daga. Á annan jóladag var litadýrðin t.d. einstök og mikið sem gekk á hjá rafsegulbylgjunum í himinhvolfinu. Þannig var um tíma mikilfenglegt upp að líta t.d. í Kollafirði, á Snæfellsnesi og í Dölum þar sem þessi mynd er tekin við Eiríksstaði í Haukadal. Ljósm. Steina Matt. Gleðilegt nýtt ár! Erill í sjúkra­ flutningum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.