Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Side 3

Skessuhorn - 30.12.2014, Side 3
3ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 BJÖRGUNARSVEITIN Flugeldasalan 2014-2015 Flugeldasala björgunarsveitanna Brákar og Heiðars Erum til húsa að Sólbakka 2, Borgarnesi (Ljómalind) Opið verður eins og hér segir: Þriðjudaginn, 30. desember frá kl. 10:00 til 22:00 Gamlársdag, 31. desember frá kl. 10:00 til 16:00 Á þrettándanum, 6. janúar frá kl. 13:00 til 16:00 Verslum við björgunarsveitirnar og styrkjum gott málefni. Þetta er þeirra aðal fjáröflun. Nú styttist óðum í áramótin og er flugeldasala björgunarsveitanna komin af stað. Um er að ræða mik- ilvægustu fjáröflun sveitanna og hafa sjálfboðaliðar Landsbjarg- ar unnið af kappi við undirbúning og uppsetningu flugeldasölunnar. Landsmenn voru í aðdraganda jóla rækilega minntir á mikilvægi sveit- anna eftir hrinu óveðursútkalla og sökum ófærðar í desember þegar björgunarsveitir voru til aðstoðar víða um land og er því ekki úr vegi að landsmenn hafi í huga að þessi fjáröflun er mikilvægasta tekju- lind björgunarsveitanna, með um 90% hlutdeild tekna. Flugeldasal- an hjá björgunarsveitunum hófst 28. desember og verður opin þar til á gamlársdag og svo aftur á þrett- ándanum. Mikil vinna Að sögn Þórs Bínó Friðriksson- ar hjá Björgunarfélagi Akraness er mikil vinna í kringum flugelda- söluna á ári hverju. „Við reyn- um að afla tekna með því að selja jólatré og svo flugeldana. Það eru margir klukkutímar sem fara í að skipuleggja söluna, yfirfara flug- eldana, sækja þá og svo framveg- is. Það er svolítið maus í kringum þetta en við eigum flotta aðila sem taka þetta að sér,“ segir hann í sam- tali við Skessuhorn. Þór segir að á bilinu tíu til fimmtán manns vinni í flugeldasölunni, fyrir utan þá sem setja hana upp. „Svo er flugelda- sýningin eftir. Ég reikna með að hún verði á þrettándanum í ár líkt og undanfarin ár.“ Að sögn Þórs er flugeldasalan stærsta einstaka fjár- öflunin sem björgunarfélagið er með. „Hún leggur grunninn að því hvernig reksturinn verður á næsta ári, þetta er grunnurinn að rekstr- artekjunum.“ Hættulegt að breyta flugeldum Þór segir að Landsbjörg selji í ár sömu góðu flugeldana og undanfar- in ár og að þeir verði á sama verði. Hann leggur áherslu á að fólk fari varlega með flugeldana. „Alls ekki fikta í þeim eða breyta flugeldum, taka þá í sundur eða svoleiðis. Að breyta flugeldum getur verið stór- hættulegt. Það getur haft áhrif á stefnuna og fleira, því borgar sig að fikta sem minnst og gæta var- úðar og nota öryggisgleraugu. Þá borgar sig einnig að vera í fatnaði sem fuðrar ekki upp, svo sem úr nælonefni. Betra er að vera í ull, til dæmis, einhverju sem brennur ekki vel.,“ segir Þór Bínó Friðriksson að endingu. Ná traffíkinni í Ljómalind Ásgeir Sæmundsson hjá Björgun- arsveitinni Brák í Borgarnesi segir allt komið á fullt í flugeldasölunni. „Við verðum í Ljómalind þriðja árið í röð. Þau eru svo yndisleg við okk- ur að þau buðu okkur þetta af fyrra bragði. Fyrir jólin vorum við með jólatréssölu í samstarfi við Ljómal- ind, sem passaði vel saman við jóla- markaðinn þar,“ segir hann. Ás- geir segir að björgunarsveitin hafi svo haft einn dag til að rýma húsið og koma sér fyrir með flugeldana. Allt dót sé tekið út og lausar inn- réttingar geymdar í björgunarhús- inu fram yfir áramót. „Þetta fyrir- komulag hentar okkur einstaklega vel því þetta húsnæði er í alfaraleið og þarna náum við frekar traffík- inni.“ Ásgeir segir vinnuna við flug- eldasöluna skemmtilega. „En hún er krefjandi. Það er mikið til sami mannsskapurinn í þessu hjá okkur. Menn byrja á sinni vertíð 27. des- ember klukkan níu. Við sem erum mest í þessu tökum frí í vinnunni en aðstoðarmenn taka frí einn dag til að komast í sölu. Fasti kjarninn er í fríi frá jólum og fram yfir ára- mót. Þegar við flytjum dótið hafa verið í kringum tíu duglegir sem sjá um það. Við erum orðnir nokk- uð sjóaðir í þessu, eigum myndir af því hvernig þessu er raðað og erum því snöggir að setja þetta upp,“ út- skýrir Ásgeir. Gefa fjölskyldupakka til að dreifa sölunni Að sögn Ásgeirs er mest að gera í flugeldasölunni tvo síðustu daga ársins. „Á landsvísu er 90% af allri flugeldasölu þá daga. Yfir 60% af heildarsölunni er á gamlársdag. Við höfum reynt að ná fólki á sölustað- inn fyrr með því að senda bréf með mynd sem börnum er boðið að lita og skila á sölustaði. Við drögum svo úr innsendum myndum einn fjölskyldupakka á dag. Með þessu náum við að dreifa sölunni svolítið, sem léttir þá aðeins á hinum dög- unum. Við drögum fjórum sinn- um og fólk kaupir yfirleitt flugelda í leiðinni þegar það skilar mynd- inni, fjölskyldupakkinn er þá bara bónus.“ Ásgeir segir að það hafi tekist ágætlega að dreifa álaginu með þessum hætti. Í fyrsta sinn sem þetta var gert hafi verið þó nokk- ur aukning fyrsta daginn. „Okkur leist varla á það. En við náðum 10 - 15% af sölunni fyrsta daginn í stað- inn fyrir 3 - 4%. Þannig að þetta hefur gefið góða raun. Svo er lít- il sala á þrettándanum en það eru alltaf einhverjir sem koma þá,“ seg- ir Ásgeir Sæmundsson hjá björgun- arsveitinni Brák. Mikilvægasta fjáröflun ársins Þorbjörg Guðmundsdóttir hjá Björgunarsveitinni Klakki í Grund- arfirði segir nóg hafa verið að gera við undirbúning flugeldasölunn- Flugeldasala björgunarsveitanna í fullum gangi Framhald á bls. 5

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.