Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæj-
ar fyrir árið 2015 og þriggja ára
áætlun fyrir árin 2016-2018 voru
samþykktar samhljóða á fundi
bæjarstjórnar mánudaginn 15.
desember sl. Til að standa undir
kostnaði við rekstur sveitarfélags-
ins hefur m.a. þurft að styrkja
tekjustofna með hækkun á gjald-
skrá. Gjaldskrár hækka að jafn-
aði um 3,4%. Fasteignaskattur á
íbúðahúsnæði hækkar úr 0,43% í
0,50%, álagningarprósenta lóða-
leigu íbúðarhúsnæðis úr 1,37% í
1,40% og álagningarprósenta hol-
ræsagjalds á íbúðahúsnæði hækkar
úr 0,19% í 0,20%. Til að koma til
móts við eigendur fasteigna sem
greiða útsvar hefur verið ákveðið
að útsvarshlutfall árið 2015 lækki
úr 14,52% í 14,37%.
Samkvæmt fjárhagsáætluninni
eru helstu framkvæmdir og fjár-
festingar þessar: Undirbúningur
fyrir byggingu nýs húss við Borg-
arbraut fyrir Grunnskóla, Tónlist-
arskóla og Amtsbóksafn, bygging
útiklefa við sundlaug, hönnun frá-
veitu og framkvæmdir við Maðka-
vík. Þá er einnig áætluð gatnagerð
við Hjallatanga og Víkurgötu,
stígagerð meðfram þjóðvegi að
Hamraendum og að ljúka fram-
kvæmum fyrsta áfanga stígagerðar
í Súgandisey. Aðgengi verður bætt
við grunnskóla, íþróttahús, sund-
laug og dvalarheimili. Þá mun
bæjarsjóður leggja fram hlutafé
vegna byggingar leiguíbúða og
keyptur bíll til fundaferða starfs-
manna að upphæð fimm milljónir
króna. Samtals fjárfest fyrir 78,35
milljónir króna.
Samkvæmt nýrri frétt á vefnum
langlifi.is eru nú á lífi fjórtán hjón
hér á landi sem hafa verið gift í sjö-
tíu ár eða lengur og hafa þau senni-
lega aldrei verið fleiri. Vitað er um
62 íslensk hjón sem hafa náð þess-
um áfanga, þau fyrstu árið 1947.
Karlarnir í þessum fjórtán hjóna-
böndum eru á aldrinum frá 91 árs
til 101 árs og konurnar 90-95 ára.
Þegar þessi hjón voru gefin saman
voru karlarnir 20-29 ára og kon-
urnar 18-22 ára. Gunnar Jónsson
og Dallilja Jónsdóttir í Stykkis-
hólmi hafa verið gift lengst, í rúm
75 ár. Núgildandi Íslandsmet í gift-
ingaraldri er 75 ár og 279 dagar og
geta þau Gunnar og Dallilja slegið
það í byrjun mars næstkomandi.
Gunnar og Dallilja voru gefin
saman í Borgarnesi 27. maí 1939.
Hann var þá 26 ára, hún 18 ára.
Þau áttu heima í Borgarnesi, feng-
ust eftir það við búskap í Hörðu-
dal í Dalasýslu, sáu um dvalarheim-
ili aldraðra að Fellsenda í Dala-
sýslu sem var formlega tekið í notk-
un vorið 1968. Þau Gunnar og Dal-
lilja hafa verið í Stykkishólmi síðan
1980. Börn þeirra þrjú eru á aldrin-
um 64-74 ára. mm
Gunnar og Dallilja í Stykkishólmi.
Myndina á vefnum Langlífi.is tók
Gunnlaugur Árnason fréttaritari
Morgunblaðsins í Stykkishólmi sl.
haust.
Hjón í Stykkis
hólmi gift lengst
Skuldahlutfall vel innan viðmiðunarmarka í
fjárhagsáætlunum Stykkishólmsbæjar
Tillögurnar sem unnið var með
við gerð fjárhagsáætlunar voru
byggðar á úttekt ráðgjafa SSV og
R3 ráðgjafar en þessir aðilar voru
fengnir til að gera úttekt á rekstri
bæjarins, sem og leggja upp til-
lögur um fjárhagslega og rekstrar-
lega endurskipulagningu til sam-
ræmis við þær athugasemdir sem
Eftirlitsnefnd um fjármál sveitar-
félaga gerði með bréfi 28. ágúst
sl. Eftir samráð við forstöðumenn
stofnana voru tillögur þeirra
hafðar til hliðsjónar við gerð fjár-
hagsáætlunar. Gert er ráð fyrir að
skuldaprósenta sveitarfélagsins
verði um 138,2 í árslok 2014 og
lækki í 131,6% á árinu 2015. Sam-
kvæmt áætlun 2015 og þriggja ára
áætlun 2016-2018 mun Stykkis-
hólmsbær halda jákvæðri rekstr-
arniðurstöðu á þriggja ára tíma-
bili.
Rekstrartekjur A- og B-hluta á
næsta ári eru áætlaðar rétt rúmur
milljarður króna og rekstrargjöld
914 milljónir. Fjármagnsliðir eru
áætlaðir 79,4 milljónir. Tekjur
umfram gjöld verði því um 36,8
milljónir. Handbært fé frá rekstri
er áætlað 138,2 milljónir. Afborg-
anir langtímalána 143,8 milljónir
og nýlántaka verði 100 milljónir
króna. Handbært fé í lok næsta árs
er áætlað 57,5 milljónir króna.
þá/ Ljósm. Eyþór Ben.
Breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020
Stefnumörkun um iðnaðarsvæði
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 4. desember 2014 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar
2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar stefnumörkun um iðnaðarsvæði. Tillagan var auglýst frá
29. ágúst til og með 10. október 2014. Að mati sveitarstjórnar gáfu innsendar athugasemdir ekki tilefni til breytinga á tillögunni
og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa
Hvalfjarðarsveitar.
Iðnaðar- og athafnasvæði á Grundartanga
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 4. desember 2014 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar
2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu landnotkunar iðnaðar- og athafnasvæðis á
Grundartanga. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Að mati sveitarstjórnar gáfu
innsendar athugasemdir tilefni til breytinga á auglýstri tillögu. Eftirfarandi breytingar voru gerðar:
Mótvægisaðgerðum gagnvart efna-, hljóð-, sjón- og ljósmengun er lýst með nákvæmari hætti og samsvarandi breytingar eru
gerðar á umhverfisskýrslu.
Hert hefur verið á stefnumörkun um meðferð úrgangs.
Í öryggisskyni er sett inn ný vegtenging við Grundartangaveg milli lóðar Norðuráls og Hólmavatns. Vegurinn verður
skilgreindur sem tengivegur.
Á Katanesi minnkar iðnaðarsvæðið um 1 ha og verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Á umræddu svæði eru
fornleifar.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa
Hvalfjarðarsveitar.
Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Bjarkarási í Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 11. nóvember 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Bjarkarási í
Hvalfjarðarsveit sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 28,9 ha svæðis úr landi Beitistaða. Innan
skipulagssvæðisins eru skilgreindar 12 íbúðarlóðir á 11 ha landi og einnig er skilgreint um 16 ha svæði sem landbúnaðarland.
Deiliskipulag þetta byggir á deiliskipulagstillögu frá 2002 sem öðlaðist ekki gildi. Uppbygging er hafin á svæðinu þar sem talið var
að tillagan frá 2002 væri í gildi.
Allar megin forsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi og var því fallið frá bæði lýsingu og opnum kynningarfundi á
deiliskipulagstillögu. Íbúum Bjarkaráss var boðið til fundar og kynningar á skipulaginu þann 29. september 2014.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins,
www.hvalfjardarsveit.is frá 30. desember 2014 til og með 10. febrúar 2015.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 10. febrúar 2015 á skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.
Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar Eyrarskógar í
landi Eyrar í Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 8. júlí 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyrarskógar frá 1990 sam-
kvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að skipta lóð nr. 0 í fjóra hluta sem fá númerin 101, 102, 103 og
104.
Breytingin byggir á deiliskipulagstillögu Hrísabrekkna frá 1995. Skipulag Hrísabrekkna öðlaðist gildi, en ekki ofangreind breyting.
Úthlutun lóðanna fjögurra hefur átt sér stað og uppbygging er hafin á svæðinu þar sem talið var að tillaga breytingar frá 1995
væri í gildi.
Tilgangur breytingar er að samræma deiliskipulagið við úthlutun lóðanna og uppbyggingu.
Allar megin forsendur breytingar deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi og var því fallið frá bæði lýsingu og opnum
kynningarfundi á breytingu tillögu deiliskipulags. Lóðarhöfum Eyrarskógar 101, 102, 103 og 104 var boðið til fundar og kynningar
á skipulaginu þann 1. desember 2014. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillögu má einnig sjá á
heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is frá 30. desember 2014 til og með 10. febrúar 2015.
Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann
10. febrúar 2015 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4