Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveit- ar fyrir árið 2015 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2016-2018 var sam- þykkt á fundi sveitarstjórnar 15. desember síðastliðinn. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyr- ir að árið 2015 verði rekstrarniður- staða samstæðu A og B hluta jákvæð um 30,1 milljón króna. Fjármunir verða lagðir til fjárfestinga en þar er helst um að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir við gatnagerð í Mela- hverfi og framkvæmdir í tengslum við vatnsveitu og hitaveitu. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu A og B hluta öll árin í þriggja ára áætl- un 2016-2018. Árið 2016 er áætlað að hún verði 43,2 millj. kr. og hand- bært fé í árslok 108,6 milljónir kr. Árið 2017 verði jákvæð rekstraraf- koma að fjárhæð 55,6 milljónir og handbært fé í árslok 180 milljónir. Árið 2018 verði jákvæð rekstraraf- koma að fjárhæð 65,8 millj. kr. og handbært fé í árslok 260 milljónir. Á tímabilinu verður einnig ráðist í fjárfestingar en þar er aðallega um að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir tengdar vatnsveitu og hitaveitu. Þá hefur sveitarstjórnin áform um að lækka álagningu útsvars á kjörtíma- bilinu eins og frekast er kostur. Gjaldskrárbreytingar frá árinu 2014 eru samkvæmt fjárhagsáætl- un fyrir næsta ár óverulegar en al- mennt er gjaldskrám breytt í sam- ræmi við þróun verðlags. Í fjár- hagsáætlun ársins 2015 er stefnt að hagræðingu í rekstri allra deilda og stofnana sveitarfélagsins og seg- ir í tilkynningu frá sveitarstjórn að sú ráðstöfun sé nauðsynleg í ljósi versnandi rekstrarniðurstöðu á liðnum árum. Sala eigna er ráð- gerð á árinu og er þá sérstaklega átt við sumarhúsalóðir sem sveitarfé- lagið hefur eignast á liðnum árum í kjölfar uppboða svo og húsgrunna í Hlíðarbæ. Í þessu samhengi er tek- ið fram að Fannahlíð verður ekki seld og verður eignin tekin af sölu- skrá fasteignasala. Áætlað er að tekjur A og B hluta verði á næsta ári um 710,6 millj. kr. og að rekstrargjöld verði um 703,9 milljónir. Handbært fé í árslok 2015 er áætlað kr. 47,8 milljónir króna. Eignfærð fjárfesting á árinu 2015 er alls 55 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði um 76,1 millj. króna eða um 11% af tekjum. Fjárhagsáætlun Hvalfjarð- arsveitar fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018 verður kynnt á íbúafundi sem haldinn verður í Stjórnsýsluhúsinu 7. janúar nk. kl. 20:00. þá Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir næsta ára var samþykkt eft- ir seinni umræðu á bæjarstjórn- arfundi árla í desember. Af bók- unum bæði minni- og meirihluta frá fundinum má ráða að sátt sé um áætlunina og stöðu sveitar- félagsins. Fjárhagsáætlunin ger- ir ráð fyrir tæplega tveggja millj- óna króna hagnaði af rekstri bæj- arsjóðs og samstæðan skili um 47 milljóna króna hagnaði, sem skýrist að mestu af góðri afkomu hafnarsjóðs upp á tæpar 38 millj- ónir. Bæjarstjórn Snæfellsbæj- ar fer varlega í hækkanir á gjald- skrám. Sumar hækka ekki en aðr- ar að jafnaði um 3,4%. Útsvars- prósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteigna- gjalda. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að styrkir til íþróttamála aukist nokkuð. Beinir peninga- legir styrkir fari úr 12,5 milljón- um í 14 milljónir og hækka mest styrkir til barna- og unglinga- starfs. Fæði í leikskóla hækk- ar ekki annað árið í röð auk þess sem systkinaafsláttur hækkar verulega þar sem afsláttur fyrir annað barn fer úr 25% í 50% af almennu gjaldi og afsláttur fyr- ir þriðja barn fer úr 50% í 100%. Nýframkvæmdir verða nokkr- ar á árinu, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði 194 milljón- ir króna á árinu og er sú stærsta gerð nýs aðalskipulags. Settir verða fjármunir í lagfæringar á hafnarhúsinu í Ólafsvík, slitlag á Gilbakka í Ólafsvík og endurnýj- un á löndunarkrönum og dýpkun á Arnarstapa. Fjárveiting verður til umhverfismála á Hellissandi og peningar auknir til búnaðar- kaupa í Grunnskóla Snæfellsbæj- ar og í leikskólum Snæfellsbæjar. Endurnýjuð verður heitavatns- lögnin á Lýsuhóli ásamt öðrum smærri framkvæmdum. Einnig var ákveðið að styðja myndarlega við starfsemi Frystiklefans í Rifi. Í greinargerð vegna fjárhags- áætlunarinnar segir ljóst að tekjur bæjarsjóðs munu ekki hækka mikið milli ára en útgjöld aukast nokkuð m.a. vegna nýrra kjarasamninga. Á móti komi að gera megi ráð fyrir að fjármagns- kostnaður lækki við minnkandi verðbólgu. Lántaka á árinu 2015 verður um 60 milljónir króna en greiðslur af langtímalánum um 190 milljónir með verðbótum og vöxtum. Gert er ráð fyrir að lang- tímalán lækki að raunvirði um rúmar 100 milljónir króna. Mið- að við þessar lántökur og niður- greiðslur lána er gert ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar fari aftur niður í um 90%. Þrátt fyr- ir áætlaða 60 milljóna lántöku á árinu 2015 fara skuldir Snæfells- bæjar úr tæpum 1300 milljónum í 1250 milljónir, að því er fram kemur í greinargerð meirihluta bæjarstjórnar. þá Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyr- ir næsta ár og árin 2016-2018 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 16. desember. Gert er ráð fyrir að rekstarniðurstaða Dalabyggðar verði lítillega jákvæð á hverju ári á áætlunartímabilinu. Skuldahlutfall verði áfram um 70% og að fjárhagsleg viðmið sem sett eru fram í sveitarstjórnarlögum verði þannig uppfyllt. Til að það sé mögulegt þurfi áfram að sýna tölu- vert aðhald í rekstri sveitarfélags- ins, segir í bókun frá fundi sveitar- stjórnar. Á næsta ári er áætlað að fjár- festa fyrir um 25 milljónir króna og að ný lántaka verði einnig allt að 25 milljónum. Gert er ráð fyr- ir að koma upp urðunarstað í landi Höskuldsstaða, ljúka stækkun tjald- svæðis í Búðardal og koma upp nýju aðstöðuhúsi. Þá verði haldið áfram framkvæmdum við fráveitukerfi í hesthúsahverfi og rotþró endurnýj- uð við Tjarnarlund. Um 2,5 millj- ónir fara til endurnýjunar búnað- ar og innréttinga í Auðarskóla um- fram hefðbundið árlegt viðhald. Þá er áætlað að um 1,6 milljónir fari í endurnýjun búnaðar á íþróttavelli og búnaðarkaup fyrir félagsmið- stöð. Gert er ráð fyrir að endurnýja glugga og svalahurðir í annarri her- bergjaálmu Silfurtúns ef mótfram- lag fæst frá Framkvæmdasjóði aldr- aðra. Árið 2015 er gert ráð fyrir að heildartekjur A- og B- hluta sveit- arsjóðs Dalabyggðar verði um 713 milljónir en heildargjöld án fjár- magnsliða um 689 milljónir. Fjár- magnsliðir verði neikvæðir um 19 milljónir og rekstrarniðurstaða samstæðu því jákvæð um fimm milljónir króna. Útsvarshlutfall og álagningarhlutfall fasteignagjalda er ætlað svipað og verið hefur. Gert er ráð fyrir að veltufjárhlutfall verði 1,13, framlegðarhlutfall um 7% og handbært fé í árslok verði um 39 milljónir króna. þá Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæj- ar var samþykkt eftir aðra umræðu á fundi bæjarstjórnar 11. desember síðastliðinn. Áætlunin ber keim af þröngri stöðu bæjarsjóðs. Eitt meg- inmarkmiðið í fjárhagsáætluninni er að greiða niður skuldir sveitar- félagsins, þannig að skuldahlutfall- ið fari niður fyrir 150% af heildar- tekjum eins og sveitarstjórnarlög kveða á um. Þessu marki er áætlað að ná eigi síðar en árið 2018 mið- að við þá stefnu sem sett er fram í áætluninni fyrir næsta ár og einn- ig í þriggja ára áætlun sveitarfélags- ins. „Gangi fjárhagsáætlun Grund- arfjarðarbæjar árið 2015 og áranna 2016-2018 eftir geta Grundfirð- ingar litið björtum augum til fram- tíðarinnar,“ segir m.a. í greinargerð með fjárhagsáætluninni sem bókuð var í fundargerð. Í rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar kemur fram að heildartekjur sveit- arfélagsins eru áætlaðar 850 millj- ónir á næsta ári. Þar af eru launa- kostnaður áætlaður 404 milljónir, önnur rekstrargjöld 314 milljón- ir og afskriftir 44,2 milljónir. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 87,9 milljónir fyr- ir fjármagnsliði. Fjármagnsgjöld eru áætluð 80,6 milljónir, en þeg- ar tekið hefur verið tillit til þeirra er rekstrarniðurstaða samstæðunn- ar jákvæð um 7,2 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er áætlað 90,7 milljónir og er reiknað með að sú fjárhæð nýtist til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga. Ráðgert er að nettó fjárfestingar verði 62,3 milljónir króna, afborganir lána 109,5 milljónir og tekin verði ný lán að fjárhæð 60 milljónir króna. Handbært fé í árslok 2015 er því áætlað 32,2 milljónir króna. Gjald- skrár Grundafjarðarbæjar eru al- mennt hækkaðar miðað við þróun verðlags. Álagningarprósenta út- svars er sú sama og var á yfirstand- andi ári eða 14,52%. Á síðustu árum hefur verið 25% álag á álagn- ingu fasteignaskatts á íbúðarhús- næði. Þetta álag er tekið af í áætlun næsta árs og verður því álagning- arprósentan 0,5% í stað 0,625%. þá Reiknað með góðri afkomu Hvalfjarðarsveitar næstu árin Styrkir til barna- og unglingastarfs verða auknir. Talsverðar framkvæmdir og lækkun skulda í fjár­ hagsáætlun Snæfellsbæjar Lögð áhersla á lækkun skulda hjá Grundarfjarðarbæ Svipmynd frá hátíðinni Heim í Búðardal. Ljósm. bae. Því spáð að rekstur Dalabyggðar verði í svipuðu horfi áfram

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.