Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Nýr skólameist­ ara FVA AKRANES: Sex umsókn- ir bárust um embætti skóla- meistara Fjölbrautaskóla Vesturlands sem auglýst var í haust. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmála- ráðherra hefur, að fenginni umsögn skólanefndar, skipað Ágústu Elínu Ingþórsdóttur í embætti skólameistara skólans til fimm ára frá 1. janúar 2015. –fréttatilk. Buðu gestum í jólahesthús SNÆFELLSBÆR: Fjöl- skyldan á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi bauð upp á opið jólahesthús síðasta sunnudag fyrir jól og ríkti þar sannköll- uð jólastemning. Í hlöðunni var búið að koma fyrir litlum jólamarkaði þar sem meðal annars var hægt að kaupa salt- fisk, ullarsokka, sultur, daga- töl, rauðkál og margt fleira. Einnig var boðið upp á kaffi, djús og kökur. Inni í hesthús- inu voru svo hestarnir og fol- öldin komin í sínar stíur og tveir hestar tilbúnir til að leyfa gestum á hestbak. Það var notalegt að rölta um hesthús- ið, kíkja á hestana og spjalla á meðan börnin létu teyma undir sér og skoða svo mark- aðinn í hlöðunni undir jóla- tónlist. Margir lögðu leið sína á Brimilsvelli þennan dag og nutu veðurblíðunnar sem var einstök og góð tilbreyting frá óveðri dagana áður. -þa Á skíðum skemmti hún sér... AKRANES: Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri á Akranesi er mikil útivistarmanneskja. Í snjónum um jólahátíðina spennti hún skíðin á sig og tók létta bunu upp í skógrækt og víðar, í nágrenni bæjarins. Hér er hún á fullri ferð. –mm Við minnum fólk á að fara varlega með flugelda á áramótunum og fara í hvívetna eftir leiðbeiningum. Lesa má nánar um það hér á síð- unni. Á gamlársdag er spáð suðlægri átt, 8-13 m/s með slyddu eða rign- ingu og hita nálægt frostmarki. Él verða með kvöldinu, einkum sunn- an- og suðvestanlands og fryst- ir víða. Á nýársdag verður áfram suðlæg átt en hægari, en éljagan- ur. Á föstudag færist í vestlæga átt og slyddu með köflum, frostlaust syðst á landinu. Á laugardag er spáð hægri breytilegri átt, dálitlum éljum og lítið eitt kólnandi. Meirihluti landsmanna spáði því á vef Skessuhorns að árið 2015 verði þeim hagfelldara en árið sem er að renna sitt skeið. Nú spyrjum við á vef Skessu- horns: Ertu ánægð/ur með net- sambandið á þínu heimili? Pauline McCarthy á Akranesi opn- aði hús sitt á aðfangadag fyrir vandalausum og þeim sem vildu njóta jólahátíðarinnar með öðru fólki. Frábært framtak og sýnir hjartahlýju. Hún er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Flaggstöngin við Borgarnes- kirkju varð fyrir tjóni í hvass- viðri skömmu fyrir jól. Ekki reyndist unnt að gera við hana að mati Þorsteins Mána Árna- sonar bátasmiðs í Brákarey. Hann hafði áður lagfært gömlu flaggstöngina við kirkjuna. Þor- steinn Máni brá því á það ráð ásamt Maríu Sigurjónsdótt- ur sambýliskonu sinni að gefa kirkjunni nýja flaggstöng. Þau önnuðust sömuleiðis uppsetn- ingu hennar í frostinu um há- degisbil á aðfangadag jóla. Ís- lenski fáninn fékk því að blakta við hún við kirkjuna yfir jólahá- tíðina. Meðfylgjandi myndir tók Heiðar Lind Hansson þegar þau María og Þorsteinn Mánu komu með nýju stöngina og unnu við að koma henni fyrir á kirkju- holtinu. Eygló Lind Egilsdóttir er kirkjuvörður við Borganeskirkju. Hún vill fyrir hönd safnaðar- ins þakka innilega fyrir höfðing- lega gjöf þeirra Þorsteins Mána og Maríu. mm Margir geta ekki hugsað sér ára- mót án flugelda og má reikna með að nokkur hundruð tonnum verði skotið upp nú um áramótin. Þetta er ekki hættulaust og því miður hafa mörg slys og sum hver alvarleg orðið við þessa iðju í gegnum tíð- ina. Þeim hefur þó farið fækkandi og má fyrst og fremst þakka það aukinni fræðslu, notkun flugelda- gleraugna og árvekni almennings. Nú er sala flugelda komin á fullt og mátti frá sunnudeginum byrja að skjóta upp og gildir það allt fram á þrettándann, 6. janúar. Flugeldar heilla sér í lagi karl- peninginn og verða slysin helst hjá þeim. Sérstaklega er mikilvægt að huga að ungum drengjum á þess- um tíma og vita hvað þeir hafast að. Fikt er þar sérstaklega hættu- legt þ.e. að taka vörurnar í sund- ur, breyta eiginleikum þeirra eða búa til sínar eigin sprengjur. Mjög alvarleg slys hafa hlotist af slíku og ekki er langt síðan maður lést við gerð rörasprengju. Mikilvægast er að fara eftir leið- beiningum í einu og öllu á gamlárs- kvöld. Tryggingafélagið VÍS sendi eftirfarandi varnaðarorð: Geyma flugeldavörur á örugg-• um stað og aldrei í vasa. Loka gluggum.• Skjóta upp a.m.k. 20 metrum • frá bílum, húsum og fólki. Gæta vel að börnum því þau • þekkja hætturnar ekki vel. Nota heyrnarhlífar á yngstu • börnin. Nota flugeldagleraugu, líka • þeir sem eru bara að horfa á. Vera í ullar- eða skinnhönsk-• um. Hafa örugga undirstöðu.• Beygja sig aldrei yfir flugeld • þegar kveikt er í og víkja strax frá. Ef flugeldur fer ekki af stað eða • kaka brennur ekki öll á ekki að kveikja aftur í eða handleika vöruna frekar heldur hella vatni yfir hana. Gæta að dýrum.• Áfengi og flugeldar fara ekki • saman. Púður er um 10% af heildar- þyngd flugelda. Annað er papp- ír, leir og rusl. Safna ber því sam- an og koma sem fyrst á endur- vinnslustöðvar. Börn freistast stundum til að kveikja í flugelda- kökukössum eftir áramótin sem getur reynst mjög varasamt því í þeim geta enn leynst púðurleyf- ar. mm Snjóflóð féll og lokaði vegi á Skarðs- strönd í Dalasýslu 16. desember sl. Sigurður Gunnlaugsson landpóst- ur í Dölunum var á ferðinni út Fellsströnd undir kvöld og þurfti að handmoka til að komast á póst- bílnum fyrir Klofning. Þegar hann kom að Nýp og Heinabergi um átta leytið um kvöldið hafði fallið snjó- flóð úr Fagradalshlíð. Hafði hann samband við Vegagerðina og kom Guðmundur Gíslason bóndi í Ytra- Fagradal á moksturstæki og mokaði veginn. Pósturinn tafðist ekki nema um klukkutíma og hélt áfram ferð sinni í Saurbæinn og þaðan í Búð- ardal þangað sem hann var kominn fyrir miðnættið. Snjóflóðið reynd- ist 25 metra breitt og hátt í tveir metrar þar sem hæst var. Snjóflóð falla oft á þessum stað en þá gjarnan þegar líður á veturinn og í leysing- um að vorinu. Steingrímur Hjart- arson á Fossi tók myndina þegar moksturinn stóð yfir. þá Snjóflóð féll á Skarðsströnd Gáfu Borgarneskirkju nýja flaggstöng og uppsetningu hennar Mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum um notkun flugelda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.