Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 21
21ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Grundarfjörður - miðvikudagur 31. desember Hátíðarguðsþjónusta í Grundar- fjarðarkirkju kl. 16. Akranes - miðvikudagur 31. desember Aftansöngur í Akraneskirkju kl. 18. Akranes - miðvikudagur 31. desember Áramótabrenna Akraneskaupstaðar og Gámaþjónustu Vesturlands verður kl. 20 í Kalmansvík, við tjaldstæðið. Akranes - fimmtudagur 1. janúar Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 14. Sr. Flóki Kristinsson messar. Grundarfjörður - þriðjudagur 6. janúar Grundarfjarðarbær býður til þrett- ándabrennu kl. 18 í Hrafnkels- staðabotni í Kolgrafafirði. Vitað er til þess að álfakóngur og drottning hans verði á sveimi og eru allir hvattir til að leggja þeim lið með því að mæta í búningum. Foreldrafélag grunn- skólans býður upp á heitt súkkulaði. Björgunarsveitin Klakkur verður með flugeldasýningu. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn sín og kveðja jólin. Akranes - þriðjudagur 6. janúar Hin árlega þrettándabrenna verður haldin við þyrlupallinn á Jaðar- sbökkum. Blysför hefst við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 18. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju sér Björgunarfélag Akraness um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18:30. Standard poodle hvolpar til sölu Standard poodle hvolpar til sölu, fæddir 29.11.2014, allir svartir. Foreldrar eru: Winnow Alice In Wonderland „Emma“ og CIB ISCH LUX jr Ch Curonian Spit Backroad Adventure „Charly“. Þessi hundar fara ekki úr hárum, eru ein- staklega gáfaðir og barngóðir. Frábærir heimilis- og vinnuhundar. Hvolparnir afhendast heilsufars- skoðaðir, örmerktir, ormahreins- aðir, bólusettir og með ættbók frá HRFÍ. Hvolparnir verða tilbúnir til afhendingar í lok janúar 2015. Allar upplýsingar í síma 691-7409. ÓE videotæki gefins eða ódýrt Óska eftir að fá gefins eða ódýrt videotæki. 67dagny@gmail.com Félagsvist Félagsvist verður spiluð í Brúarási 29.des. kl. 20:30. Kaffi og kræsingar og verðlaun að vanda. Fylgist með á smáauglýsingavef Skessuhorns ef við þurfum að aflýsa vegna hálku. Kvenfélag Hvítársíðu. Á döfinni ÝMISLEGT Markaðstorg Vesturlands HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Nýfæddir Vestlendingar 5. desember. Stúlka. Þyngd 3320 gr. Lengd 48 sm. Foreldrar: Hildur Sveinsdóttir og Hjörtur Vífill Jörundsson, Búðardal. Ljósmóðir: Ásta Hlín Ólafsdóttir og Eva Finnbogadóttir nemi, LSH Reykjavík. DÝRAHALD 23. desember. Drengur. Þyngd 3.530 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Harpa Jónsdóttir og Ívar Orri Kristjánsson, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 18. desember. Drengur. Þyngd 4.020 gr. Lengd 55 sm. Foreldrar: Juliet Joensen og Sigurgeir Fannar Guðmundsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 28. desember. Drengur. Þyngd 3.765 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Ólöf Guðjónsdóttir og Jón Heiðar Sveinsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Litrík hurðaskreytingakeppni í Brekkubæjarskóla 9.S átti frumlegustu hurðaskreytinguna í ár. Á ári hverju er haldin hurða- skreytingakeppni í unglinga- deild Brekkubæjarskóla á Akra- nesi. Í ár var hún haldin á jóla- þemadegi, 2. desember. Keppn- in er stórskemmtileg og er orð- in stór hluti af jólaundirbúningi unglinganna. Hún hefur stækkað ár frá ári og sífellt bætist í skreyt- ingarnar. Í ár var keppnin spenn- andi enda þóttu skreytingarnar viðamiklar og flottar. Ungmenn- in lögðu mikinn metnað í sínar hurðir og var afraksturinn stór- glæsilegur, líkt og sjá má á með- fylgjandi myndum. grþ / Ljósm. Helga Kristín Björgólfsdóttir. 8.S sigraði í keppninni í ár með snjókarlaskreytingu. Hér er sigurbekkurinn fyrir framan sína stofu. Fallegasta hurðaskreytingin þessi jólin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.