Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Síðasta föstudag fyrir jól var stilla og heiðskírt víða um Vesturland til tilbreytingar eftir talsvert rysj- ótta tíð. Dagurinn nýttist vel ýms- um sem standa í framkvæmdum og voru að kappkosta að ljúka sem mestu áður en jólahátíðin gekk í garð. Ekki er algengt að unnið sé að endurnýjun utanhússklæðninga á íbúðarhúsum á þessum árstíma, en verki virtist miða vel við þetta hús við Jaðarsbraut á Akranesi þennan dag þegar ljósmyndari Skessuhorns var á ferðinni. mm Gert er ráð fyrir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra geri breytingar á ríkisstjórn sinni nú um áramótin, en hann verst enn frétta af útfærslu þeirra. Þó er fastlega reiknað með að Framsóknarflokkur bæti við einum ráðherra í ríkisstjórn, sem taki við ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála. Til að breytingar sem þessar verði sem best ígrund- aðar og leiði til farsællar niðurtöðu fyrir land og þjóð þarf að koma sér vel inn í það helsta sem er að gerast í landinu. Til þess er bara ein leið! Ljósm. mþh. Snæfellsnesið var valinn einn af hundrað sjálfbærustu áfangastöðum heims samkvæmt lista sem samtök- in „Green Destinations“ birtu 10. desember síðastliðinn. Um er að ræða verkefni sem kallað er „Glo- bal Top 100“ og er þar tekið saman yfirlit yfir þá hundrað staði í heim- inum sem þykja skara framúr á sviði umhverfismála. Snæfellsnes er eini íslenski áfangastaðurinn á listanum en Norðurlöndin eiga þar samtals fimm áfangastaði og Evrópa fimm- tíu. Fjöldi staða í hverri heims- álfu ræðst af hlutdeild hverrar álfu í ferðamannastraumnum á heims- vísu. Hinir fjórir staðirnir á Norður- löndunum eru Álandseyjar, Sigtuna í útjaðri Stokkhólms, Kosterhafið á milli Svíþjóðar og Noregs og svo Svalbarði. Theódóra Matthíasdótt- ir umhverfisfulltrúi Snæfellsness segir listann vera samstarfsverkefni nokkurra aðila sem hafa verið leið- andi í rannsóknum og markaðssetn- ingu grænna áfangastaða. „Þetta er nýr listi, tekinn saman í fyrsta sinn núna í ár. Tilgangurinn er að veita þeim áfangastöðum sem hafa sjálf- bærni að leiðarljósi viðurkenningu og um leið auðvelda kröfuhörð- um ferðamönnum val um áfanga- staði,“ segir Theódóra í samtali við Skessuhorn. Mikil viðurkenning Að sögn Theódóru var listinn feng- inn þannig að kallað var eftir til- nefningum í gegnum samfélags- miðla. Hún segir Snæfellsnesið hafa komist á listann vegna um- hverfisvottunar á starfsemi sinni sem sveitarfélögin hafa fengið frá samtökunum EarthCheck en sveit- arfélögin á Snæfellsnesi hlutu gull- vottun frá samtökunum fyrir árið 2014. „Einhver hefur svo tilnefnt okkur en við vitum ekki hver. Þrjá- tíu manna dómnefnd skipuð sér- fræðingum í ferða- og umhverfis- málum vann svo úr tilnefningunum og valdi hundrað bestu áfangastað- ina,“ útskýrir Theódóra. Áfanga- stöðunum hundrað er ekki raðað í neina sérstaka röð en á heimasíðu verkefnisins má raða áfangastöð- unum niður á mismunandi vegu eftir einkunnum fyrir hvern þátt. Einkunnir voru gefnar fyrir fjöl- marga þætti, svo sem náttúru, um- hverfi, náttúruvernd, menningararf og umhverfisvottun. „Þetta er mik- il viðurkenning fyrir Snæfellsnes og staðfestir að sú vinna sem hér er unnin er metin að verðleikum, sem mun vonandi skila sér til samfélags- ins,“ segir Theódóra. Alltaf hægt að gera betur Theódóra telur þessa viðurkenn- ingu mikilvæga. Umhverfismál skipta sífellt stærra máli í ferðaþjón- ustu enda gera ferðamenn sífellt strangari kröfur til sinna áfanga- staða. „Ég tel að þetta geti skipt töluverðu máli ef þetta er framtíð- in og ef við höldum umhverfisvott- uninni. Þetta gæti til dæmis skipt sköpum í að reyna að laða hing- að meðvitaða ferðamenn, sem við viljum helst fá hingað. Þá sem taka tillit til náttúrunnar og samfélags- ins.“ Talsmenn samtakanna Global Top 100 hvetja ferðamenn ein- mitt til að velja áfangastaði sem vinna að raunverulegum úrbót- um í umhverfis- og samfélagsmál- um. Sveitarfélög á Snæfellsnesi ætla að halda áfram að leggja áherslu á sjálfbærni- og umhverfismál. „Við erum alltaf að reyna að bæta okk- ur. Það verður til dæmis gerð úttekt vegna umhverfisvottunarinnar eftir áramótin. Það er alltaf eitthvað sem er hægt að gera betur þegar kem- ur að umhverfismálum. Við erum komin vel á veg en getum samt bætt okkur;“ segir Theódóra að end- ingu. Frekari upplýsingar um lista yfir hundrað grænustu áfangastaði heims er að finna á www.greendest- inations. info. grþ Aðventustillan nýtt til framkvæmda Ráðherra undirbýr ríkisráðsfund Snæfellsnes einn af grænustu áfangastöðum heims Snæfellsnes er einn af sjálfbærustu áfangastöðum heims fyrir ferðamenn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.