Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Krossgáta Skessuhorns Hér er krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á yfir áramótin. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausn- arorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dreg- ið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinn- ingshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. Athugið að lausnir þurfa að berast fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum. 43 lausnir bárust við krossgátu Skessuhorns sem kom í blaðinu 10. desember. Athygli er vakin á því að smávægileg misritun málsháttar var þar á ferð en sem réttust var lausnin „Bylur mest í tómri tunnu.“ Vinningshafi í krossgátu þeirrar viku var Einar Páls- son, Klettavík 11 Borgarnesi. Úrslit úr krossgátu jóla- blaðs verða síðan birt í blaðinu í næstu viku, ásamt lausn á meðfylgjandi krossgátu. Hátíð Forláta Bráð- ræði Klukk Duft Fruma Hol Fram- leiðsla Gyðja Móðir Kona Bogi Tölur Klukku- ás Lang- amma Menn 4 Lang- afar Aðferð Þys Leyfist Þræta Hroki 7 Föng Skjól 5 Ílát Ýra Líka Rellar Á fæti Drykkur Tölur Tölur Hlóðir Ikt Páll 10 Skylda Upp- hrópun Ráp Kelda Eiði Krap Hlass Dýrka Bein Sögn Við- skeyti 1 Sök Laun Kinn 8 Böggl Tónn Hlífa Brýna Þreytir Gláp 6 Grípa Hreyfing Titill Gretta Vilji Á reikn. Álút Blundur Vatns- rás Ugga Hress Kona Ras Dug 2 Þátttaka Sælu- staður Sál Hvíli Hrun Ending Korn Stykki Reykur Hlé Mjúk 3 Ílát Ásýnd 9 Eld- stæði Tvenna 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hótel Búðir á Snæfellsnesi er efst á lista Financial Times yfir tíu afskekkta gististaði sem blaðið mælir með til að komast frá skarkala stórborg- anna í kyrrð. Meðal kosta þess sem blaðamenn Times nefna er að Hótel Búðir sé mögu- lega eina raunverulega strand- hótelið á Íslandi sem liggi rétt hjá hrauni og með útsýni yfir Snæfellsjökul. Á sumarkvöld- um sé staðurinn nánast óraunveru- legur. Auk Búða eru gististaðir í Sviss, Kína, Namibíu, Botsvana, Va- nuatu, Bandaríkjunum, Mongól- íu, Marokkó og á Páskaeyju á lista blaðsins. Nýverið fengu Hótel Búðir viður- kenningu hjá einu þekktasta ferða- tímariti heims. Hótelið hafnaði í 16. sæti á lista Condé Nast Travell- er tímaritsins yfir bestu viður- kenndu hótel í Norður - Evr- ópu af hálfu lesenda, og skip- aði þar með sess með nokkr- um betri og þekktustu hótel- um heims. Bæði umsögn Fin- ancial Times og viðurkenn- ing Condé Nast Traveller er glæsileg rós í hnappagat eig- enda og rekstraraðila Hót- el Búða. Slíkar viðurkenning- ar auka aðsdráttarafl Vestur- lands, en geta má þess að auk Hót- el Búða hefur Hótel Glymur í Hval- firði einnig verið að raka að sér verð- launum á liðnum árum, nú síðast „Óskarnum“ í ferðaþjónustu. mm Kyrrðin við Hótel Búðir nánast óraunveruleg Mikil náttúrufegurð er við Hótel Búðir. Hér má sjá hótelið í vetrarbúningi. Ljósm. Arnaldur Halldórsson. Pennagrein Það er eftirtektarvert hversu hug- myndum um staðsetningu höfuð- stöðva ríkisstofnana á landsbyggð- inni er tekið með miklum svigur- mælum og stóryrðum. Samt sjá það allir að það er ekkert náttúru- lögmál að slík starfsemi þurfi öll að vera innan lögsögu höfuðborg- arinnar. Fjarri því. Fjölmargar rík- isstofnanir geta þjónað hlutverki sínu jafn vel fyrir landið í heild, þó þær séu staðsettar á landsbyggð- inni. Því miður eru hins veg- ar sorglega fá dæmi um að heilar stofnanir eða höfuðstöðvar þeirra séu utan Reykjavíkur og nágrenn- is. Þó þekkist slíkt og reynslan er almennt góð. Ótal dæmi eru um að verkefni ríkisins sem sinnt er utan höfuð- borgarvæðisins hafi verið flutt þaðan. En það þekkjast líka dæmi þess að stofnanir hafi verið flutt- ar í heilu lagi af landsbyggðinni og suður. Fróðlegt er að athuga hvernig því var tekið. Hér skal eitt dæmi nefnt, sem athyglisvert að skoða í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað upp á síðkastið varðandi hugmyndir um flutning á heimilisfangi ríkisstofnana út fyrir lögsögumörk höfuðborgarinnar. Dæmið af Rannsóknar­ nefnd sjóslysa Um árabil var Rannsóknarnefnd sjóslysa staðsett í Stykkishólmi. Reynslan var afar góð. Þeir sem stofnunin þjónaði luku á hana lofs- orði. Þar ríkti reglufesta, ráðdeild og afköst þeirra fáu starfsmanna sem þar unnu voru góð. Þá gerist það að upp kemur hugmynd um að sameina þessa litlu og farsælu stofnun tveim- ur öðrum, sem áttu það sammerkt að hafa heimilsfesti í Reykjavík. Aldrei var ljáð máls á öðru en því að hin nýja stofnun yrði í Reykja- vík og starfsemin í Stykkishólmi lögð niður. Þetta var svo innsigl- að með því að frumvarp í þá veru var flutt á 138. löggjafarþinginu 2009–2010 sem varð svo að lög- um 21. febrúar 2013, á 141. lög- gjafarþinginu. Meðal annars með atkvæðum þeirra sem nú hrópa hátt og í hneykslan yfir þeim mikla óskunda að staðsetja ríkisstofnanir, sem nú eru á höfuðborgarsvæðinu, á landsbyggðinni. Athyglisverð viðbrögð En hver voru viðbrögðin að öðru leyti? Voru þetta kallaðir hreppa- flutningar? Töldu menn þörf á áfallahjálp fyrir starfsfólkið? Varð eitthvað herútboð í bloggherjun- um vegna þessa? Nei, ekkert slíkt. Það gilti sýnilega allt annað, þeg- ar ríkisstofnun var flutt í heilu lagi, með manni og mús, af landsbyggð- inni og suður. Orðinu tvískinn- ungur hefur örugglega oft verið brugðið á loft af minna tilefni. Engin fjárhagsleg né fagleg rök mæltu með því að flytja Rann- sóknarnefnd sjóslysa frá Stykkis- hólmi og suður. Kostnaður var tal- inn aukast, samkvæmt mati fjár- málaráðuneytisins. Þeir sem við þjónustuna áttu að búa andmæltu hinu nýja fyrirkomulagi. En ekkert hruggaði við áformunum. Við Ás- björn Óttarsson þáverandi alþing- ismaður andmæltum þessum fyr- irætlunum harðlega á Alþingi, en orð okkar féllu í grýtta jörð. En nú er allt með öðrum róm. Ætli ástæðan geti verið sú, að nú er verið að tala um flutning ríkis- stofnana frá höfuðborgarsvæðinu og út á land, en þá var um að ræða flutning ríkisstofnunar af lands- byggðinni og suður? Ætli hundur- inn liggi einmitt grafinn þar? Einar K. Guðfinnsson. Höf. er þingmaður Norðvestur- kjördæmis og forseti Alþingis. Þá var flutningur ríkisstofnunar talinn góður og gildur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.