Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Rafræn áskrift kostar 1.950 kr. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Í okkar valdi „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka,“ kvað Valdi- mar Briem árið 1886. Hver kannast ekki við að hafa tekið undir með flytj- endum á gömlu gufunni, hafið upp raust sína og sungið hástöfum með, þegar lag þetta er flutt á sama tíma og öll hin árin skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöld? Ég skammast mín ekkert fyrir að vera í þeim hópi, stoltur fyrrum söngmaður í kirkju- og karlakór og æfði meira að segja raddbeit- ingu hjá Sigurveigu Hjaltested! Það væri nú annað hvort að maður hæfi upp raust sína, jafnvel af minna tilefni! Dóttirin að vísu sussar á pabba sinn á slíkum augnablikum, enda vönd að virðingu sinni og sinna. En mér finnst allt í lagi að láta vaða í létta aríu á áramótum, enda fáir sem heyra nokkurn skapaðan hlut hvort eð er á umræddu augnabliki. Þá er jú byrjað að skjóta upp flugeldum, hundurinn geltir viðstöðulaust og er við það að ærast af hræðslu af því það gleymdist að kaupa róandi töflur fyrir hann. Köttur- inn fyrir löngu horfinn út í buskann og flestir byrjaðir að finna fyrir óþæg- indum í öndunarfærum af púðurmengun sem leggst eins og mara yfir allt. Mér finnst alltaf jafn broslegt að fylgjast með vinum mínum og meint- um umhverfisverndarsinnum þegar þeir bókstaflega missa sig við að skjóta hverjum tíu þúsund króna flugeldinum á fætur öðrum upp í loftið, baneitr- uðu kínversku jukki sem mengar meira en nokkuð annað, nema vera kynni Holuhraunið. En hvenær á ekki að gleyma prinsippunum nema einmitt á gamlárskvöldi þegar árið er kvatt? Enda segir síðar í áramótakvæði Valdmi- ars Briem um liðið ár: „Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjör- vallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka.“ Já, minn- ingin um árið sem er að kveðja lifir, um leið og tekist verður á við tækifærin sem nýja árið færir okkur. Enda segir aftarlega í áramótaóðinum: „Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir.“ Á tímamótum sem þessum er fortíðin gerð upp, reynt að pakka henni saman, hirða það sem vert er að muna en henda því sem ekki fékkst breytt. Öllum vonbrigðunum. Auðvitað fylgir því vonbrigði að ekki gengur að semja við lækna, niðurskurður í menntakerfinu er umfram skynsemismörk, svo ekki sé nú talað um hina almennu misskiptingu landsins gæða. Hver hefði ekki viljað sjá fátækt eytt, nýjan spítala og betri vegi? Okkur vantar enn nothæft netsamband á landsbyggðina, þriggja fasa rafmagn, betri hafn- ir og margt annað. Ýmsir tala um skort á forystuhæfileikum og óljósa fram- tíðarsýn fyrir landið okkar. En verðum við ekki einmitt á tímamótum sem þessum að vona að árið næsta verði betra en það sem er að líða? Er ekki einmitt vonin þetta haldreipi sem við höfum til að láta okkur hlakka til? Jú, við höldum í vonina, annað er ekki í boði. Auðvitað vonum við að hætti að gjósa, skattarnir okkar verði lækkaðir, sumarið verði sólríkara og að börn- unum okkar líði vel. En munum að það er dropinn sem holar steininn. Það er í okkar höndum að breyta því sem í mannlegu valdi stendur og samfélög eru ekkert annað en fólkið sem þau byggja. Það er okkar að koma á þess- um breytingum sem leiða til framfara. Hver og einn getur breytt þannig að lífið verði betra en það var. Þess vegna er best að byrja á sjálfum sér, þegar kallað er eftir breytingum, laga það sem lagfæra þarf og hnippa svo í hina. Minna nærumhverfið og samfélagið á það sem aflaga hefur farið og varpa fram spurningum hvort við getum ekki gert betur. Hvernig við í samein- ingu getum bætt samfélag okkar, gert það mannvænna. Öll viljum við jú búa hér á þessu landi elds og ísa enda erum við staðföst og kannski dálítið þrjósk. Framfarir kosta því fórnir og dass af umburðarlyndi sem að endingu skilar margföldum ávinningi. Eða eins og segir í lokahendingum kvæðis Valdimars Briem; „gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himnesk- an frið fyrir lausnarans sár og eilífan unað um síðir.“ Takk kæru lesendur fyrir árið 2014. Gerum í sameiningu árið 2015 enn betra. Magnús Magnússon. Björgunarsveitin Klakkur í Grund- arfirði fékk nýja Nissan Patrol jeppabifreið afhenta í haust. Sveitin varð fyrir því óláni að Toyota Hiace bifreið þeirra skemmdist þegar fé- lagar í henni voru á hálendisvakt- inni í sumar og því þurfti að end- urskoða bifreiðamál sveitarinnar. Tekin var sú ákvörðun að kaupa 35” breyttan Nissan bíl en sveitin var með einn slíkan í notkun fyrir sem hafði reynst vel. Bílinn fengu Klakksfélagar síðan afhentan um miðjan nóvember og fór hann þá í merkingu áður en hann var tekinn í notkun. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Svein Pétur Þorsteinsson og Erling Pétursson standa fyrir fram- an báða Nissan bílana en grái bíll- inn er sá sem sveitin fékk í haust. Klakkur stendur í ströngu þessa dagana en nú er flugeldasala björg- unarsveitanna á fullu og í nægu að snúast. tfk Strætó býður farþegum sínum á landsbyggðinni nú að fá smá- askilaboð (SMS) í símann sinn með upplýsingum ef breytingar verða á leið viðkomandi. „Þessi þjónusta kemur sér vel í færð eins og verið hefur undanfarna daga og vikur, þar sem veður hef- ur hamlað eðlilegum almenn- ingssamgöngum víða á land- inu og ferðum hefur seinkað eða fallið niður,“ segir í tilkynningu. Hægt er að skrá sig í þjónustuna með því að senda póst á net- fangið thjonustuver@straeto.is með númeri þeirra leiða á lands- byggðinni sem óskað er eftir að fá upplýsingar um og gsm-núm- erið sem senda á upplýsingarnar í. Jafnframt eru farþegar hvattir til að fylgjast með nánari upplýs- ingum á heimasíðu Strætó www. straeto.is mm Um þessar mundir er unnið að stofnun húsverndarsjóðs á Akra- nesi. Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri segir að sjóðurinn sé hugsað- ur sem hluti af verkefninu um bætta ásýnd gamla miðbæjarins. Þannig verði framlög úr sjóðnum afmörk- uð til ákveðinna svæða í miðbæn- um. Skipulags- og umhverfisráð vinnur að gerð reglna um sjóðinn og mun einnig gera tillögu um fjár- veitingu í sjóðinn frá Akraneskaup- stað. Rætt hefur verið um að það verði í kringum 15 milljónir króna og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætl- un. Reiknað er með að reglur fyr- ir sjóðinn liggi fyrir í lok janúar- mánaðar. „Þarna er eingöngu ver- ið að hugsa um styrki til að laga ytra byrði og glugga húsa í gamla miðbænum. Við höfum fullan hug á því að halda áfram að bæta ásýnd gamla miðbæjarins. Við erum þeg- ar búin að gera talsvert með end- urgerð Akratorgs og endurbótum á Landsbankahúsinu og nú síðast var Suðurgata 64 keypt,“ segir Regína bæjarstjóri. Hún segir að reglur um sjóðinn verði kynntar vel þegar þar að kemur. þá Klakkur endurnýjar bílakostinn Unnið að stofnun húsverndarsjóðs á Akranesi Smáskilaboð í símann til að fylgjast með strætó Vörubíllinn og jeppabifreiðin utan vegar í Laxárdal. Jeppi og vörubíll út af vegi í Laxárdal Á þriðja tímanum aðfararnótt 18. desember sl. lentu bæði jeppi og vörubíll út af vegi í mikilli hálku í Laxárdal í Dölum. Atburðarásin var þannig að ökumaður jeppa mætti vöruflutningabíl rétt neðan við Lambeyrar. Ökumaður jeppans afstýrði árekstri með því að víkja vel en fór við það út af veginum. Skömmu síðar kom annar vöru- bíll og við að reyna að draga jepp- ann inn á veginn lenti vörubíllinn einnig utan vegar og valt. Fljótlega eftir þetta óhapp var svo kallað eftir kranabíl frá KM þjónustunni í Búð- ardal og náðist með spili kranans að koma vörubílnum á réttan kjöl og draga bílana upp á veginn. Öku- maður vörubílsins mun hafa orðið fyrir meiðslum í óhappinu og kom sjúkrabíll úr Búðardal til að sækja hann og flytja til aðhlynningar á heilsugæslustöð. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.