Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 ATVINNA Vegna aukinna verkefna getur Snókur bætt við sig vönum vélamönnum og bílstjórum með meirapróf. Lögð er áhersla á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál, reglusemi og vönduð vinnubrögð. Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun og reynslu á netfangið kristmundur@snokur.com Óskum viðskiptavinum og Vestlendingum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Nýárskveðja SK ES SU H O R N 2 01 4 Matarveisla og skemmtikvöld Karlakórinn Söngbræður heldur þjóðlega veislu í Logalandi, Reykholtsdal, laugardaginn 10. janúar 2015 kl. 20:00. Á matseðli verða: Svið frá Fjallalambi, heit og köld. Saltað hrossakjöt. Meðlæti rófustappa og kartöflumús. Til skemmtunar verður söngur Söngbræðra, Grundartangakórsins og Sprettskórsins, þá mun hljómsveit Söngbræðra leika undir fjöldasöng. Miðaverð kr. 4000,- posi á staðnum. Miðapantanir í síma 8949535 fyrir kl. 22:00 8. janúar. SK ES SU H O R N 2 01 4 Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur Vakin er athygli á að þeir sem notið hafa húsaleigubóta á árinu 2014 þurfa að endurnýja umsóknir í síðasta lagi 19. janúar n.k. Sótt er um í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar, www.ibuagatt.akranes.is eða í þjónustuveri á 1. hæð, Stillholti 16 – 18. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 433 1000. SK ES SU H O R N 2 01 4 Nýverið kom fulltrúi frá hátækni- fyrirtækinu Össuri hf. og innflutn- ingsfyrirtækinu Formula 1 ehf. færandi hendi á Akranes og gaf málmtæknideild Fjölbrautaskól- ans á Vesturlandi gjafir. Um er að ræða skurðarverkfæri, tækjabún- að sem notaður verður á renni- verkstæði deildarinnar. Að sögn Harðar Baldvinssonar deildar- stjóra málmtæknideildar verður kennsla í rennismíði mun mark- vissari og nákvæmari í framtíð- inni með þessum búnaði. „Deild- in fékk einnig efni til að renna úr, sama efni og notað er í gervifæt- ur. Þetta er dýrt efni sem nemend- ur fá tækifæri til að spreyta sig á,“ segir Hörður í samtali við Skessu- horn. Fyrirtækið Össur hefur stutt myndarlega við bakið á deildinni á undanförnum árum, með gjöfum af ýmsu tagi. Það hefur gert það að verkum að nemendur hafa fengið að kynnast efnum og verkfærum sem notuð eru í starfsemi fyrirtæk- isins. „Þeir hafa gefið okkur mjög veglegar gjafir í þrjú ár í röð. Gjaf- irnar eru líklega langt á aðra millj- ón króna að virði. Það er gott að hafa svona bakhjarla. Við erum í gríðarlegu tækniumhverfi og þurf- um að geta kennt á þau efni sem eru í gangi núna. Þetta kemur sér því mjög vel.“ Mikilvægt að kenna kælitækni Auk gjafanna frá Össuri hefur Skaginn ehf. nú lánað FVA full- kominn lítinn plötufrysti sem ætlaður er að notaður verði til kennslu í kælitækni í skólanum. „Fyrirtækið Skaginn ehf / Þorgeir og Ellert er eitt framsæknasta fyr- irtæki í heiminum á sviði lausfryst- ingar fyrir matvælaiðnað, auk þess að vera í fremstu röð í tækjabún- aði fyrir vinnslu á uppsjávarfiski. Nemendur skólans fóru nýverið í heimsókn til fyrirtækisins og fengu þar frábæra kynningu á vinnslu- ferli lausfrystis og fyrirtækinu í heild sinni. Í framhaldinu lánaði fyrirtækið skólanum plötufryst- inn,“ segir Hörður. Hann bætir því við að með tilkomu þessa kæl- is muni kennsla í kælitækni verða mun markvissari og gefa nemend- um tækifæri til að kynnast betur því nýjasta sem er að gerast á þessu sviði. „Mikil þörf er á fagmönnum með sérhæfingu í kælitækni um allt land og því er mikilvægt fyrir skól- ann að geta sinnt þessari þörf með praktískri kennslu,“ segir Hörður að lokum. grþ / Ljósm. Hörður Baldvinsson. Málmtæknideild FVA fær gjafir Verið að koma nýja búnaðinum fyrir í skólanum. Þröstur Þór Ólafsson kennari í málmtæknideild kíkir inn í nýja plötufrystinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.