Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Þrettándagleði, álfadans, flugeldasýning og íþróttamaður Akraness Hin árlega þrettándabrenna verður haldin þriðjudaginn 6. janúar nk. við „þyrlupallinn“ á Jaðarsbökkum. Blysför hefst við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 18:00. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju er það Björgunarfélag Akraness sem sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18.30. Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness gestum í Íþrótta- miðstöðina að Jaðarsbökkum þar sem tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Akraness 2014 og boðið uppá veitingar. Þrettándagleði á Akranesi 2015 SK ES SU H O R N 2 01 4 Nú um áramótin hættir formlega störfum sem þjónustufulltrúi hjá VÍS í Dalasýslu Melkorka Benediktsdóttir á Vígholtsstöð- um. Melkorka tók við starfi um- boðsmanns Brunabótafélags Ís- lands í Dalasýslu, forvera VÍS, árið 1983 og hefur því starf- að við tryggingaumboðið í Döl- um í rúmlega þrjá áratugi. Mel- korka tók við starfinu af föður sínum Benedikt Jóhannessyni bónda á Saurum sem gegndi því frá 1954-1983. Benedikt tók við tryggingaumboðinu af föður sín- um Jóhannesi Benediktssyni sem gegndi störfum fyrir Brunabóta- félag Íslands frá árinu 1932 til 1954. Tryggingaumboði BÍ og síðan VÍS í Dölum hefur því ver- ið sinnt af sömu ættinni í rúm 82 ár þegar Melkorka lætur af störf- um núna um áramótin. Ástæðan fyrir því að hún er nú að hætta er sú að VÍS sagði upp umboðs- samningum við þjónustufulltrúa víða um land fyrir skömmu. Þar sem Melkorka er komin fast að sjötugu verður ekki endurnýj- aður við hana samningur, enda finnst henni þetta vera orðið ágætt. „Ég féllst á að brúa bil ef til þess kæmi og vitaskuld mun ég sakna starfsins. Þetta hefur verið skemmtilegt og gefandi. Ég hef verið í svo miklum samskipt- um við fólk, hitt marga, en auð- vitað hefur það minnkað núna seinni árin vegna margmiðlunar- tækninnar alveg eins og hjá þeim í bönkunum,“ segir Melkorka. Jákvæðni aukist gagnvart trygginga­ félögunum Aðspurð segir hún að margt hafi breyst á þessum þrjátíu árum. „Ég aðstoðaði föður minn áður en ég tók við umboðinu. Þá var mesta vinnan við innheimtuna því á þeim tíma borgaði fólk beint annaðhvort með pening- um eða ávísunum. Innheimtan hefur orðið einfaldari og verið minnsti hlutinn af vinnunni með tímanum. Sérstaklega eftir að gjalddagar trygginga voru sam- ræmdir og fólki gafst kostur á að dreifa greiðslum, svo sem með fjölgreiðslum af greiðslukortum. Þetta hefur samt alltaf verið þó- nokkur vinna. Ekki síst að fara yfir tryggingar þannig að trygg- ingaþörf viðkomandi sé sinnt og ekki gleymist eitthvað sem nauð- synleg er að tryggja. Það þarf líka að skýra tryggingaflokkana fyr- ir fólki. Sumir rugluðu til dæmis saman húseigandatryggingu og fjölskyldutryggingu. Einfaldast var að skýra það með því að segja að heimilistrygging er fyrir það sem þú flytur með þér þegar þú skiptir um húsnæði. Það er líka mjög gott og þægilegt að vera tengd þjónustuneti VÍS og mín- ir helstu samstarfsaðilar er um- dæmisskrifstofan fyrir Vestur- land á Akranesi þar sem frábært fólk starfar.“ Melkorka telur að fólk hafi með tímanum orðið jákvæðara gagnvart tryggingafélögunum. Kannski sé það að hluta til vegna þess að tryggingaskilmálar séu orðnir skýrari en áður. „Ennþá heyrist þó svolítið talað um smáa letrið. Það er samt alltaf þann- ig að það er ekki hægt að tryggja sig gagnvart öllu tjóni, það fæst ekki allt bætt. Tryggingar eru líka öðruvísi en önnur vara að því leyti að þegar þú kaupir þér tryggingar þá vonastu að sjálf- sögðu til þess að ekki þurfi til þess að koma að þú notir trygg- inguna, þú sleppir við að lenda í tjóni.“ Þeir brottfluttu héldu áfram Þegar Melkorka tók við trygg- ingunum á sínum tíma sinnti hún umboðsstörfum frá heimili sínu en þegar ráðist var í bygg- ingu stjórnsýsluhússins í Búðar- dal tók Brunabótafélag Íslands þátt í byggingunni og átti hlut í henni. 26. febrúar 1988 var Stjórnsýsluhúsið vígt og flutti Melkorka skrifstofu sína þang- að og var þar til ársins 2006 að Brunabótafélagið seldi sinn hluti í húsinu. Frá þeim tíma var hún með skrifstofu í húsnæði Arion- banka í Búðardal. Þaðan flutti hún um síðustu mánaðamót og mun sinna störfum við trygging- arnar á heimili sínu að minnsta kosti til áramóta. Viðskipta- vinir munu geta haft samband í sama símanúmer sem verið hef- ur á umboðsskrifstofunni 434 1415 og einnig notað tölvupóst- fangið melkorka@vis.is „Ég hef sagt að það hafi verið forréttindi að fá að vinna fyrir fólk sem ég þekki. Það hefur líka verið þann- ig að þótt fólk hafi flutt burtu af svæðinu hefur það haldið áfram að tryggja í gegnum umboðið í Dölunum. Það hef ég ekki síst verið ánægðust með,“ segir Mel- korka Benediktsdóttir. þá Breytingar á verði veituþjónustu Orkuveitu Reykjavíkur nú um ára- mótin eru einkum vegna breytinga á lögum um virðisaukaskatt. Hann hækkar á hitaveituna og lækkar á rafmagnið. Útgjöld fjölskyldu í 100 fermetra íbúð með algenga orku- notkun hækka um rúmar 270 krón- ur á mánuði. „Verð Orkuveitunnar á heitu vatni, sem fylgt hefur vísi- tölu neysluverðs undanfarin miss- eri, lækkar um 0,1% nú um ára- mótin. Á móti kemur að virðis- aukaskattur á hitaveituna hækkar úr 7% í 11%. Þess vegna má fólk bú- ast við að hitareikningurinn hækki um 3,7% um áramótin,“ segir í til- kynningu. Þá segir að virðisauka- skattur á rafmagn – hvorttveggja dreifingar- og söluhlutann, lækk- ar úr 25,5% í 24%. „Þar sem engin breyting verður hjá Orkuveitunni á dreifiverði rafmagns, sem er meira en helmingur rafmagnsreiknings- ins, birtist sú lækkun beint á raf- magnsreikningum sem 1,2% lækk- un.“ Víða eru vatns- og fráveitugjöld tiltekið hlutfall fasteignamats hús- eigna. Sú er ekki raunin hjá Orku- veitunni heldur eru gjöldin lögð á miðað við stærð húsnæðis og hafa tekið breytingum með bygginga- vísitölu. Hún hefur hækkað um 1,26% á árinu. Vatns- og fráveitur eru undanþegnar virðisaukaskatti þannig að breytingar á honum hafa ekki áhrif á verð fyrir þjónustuna. Almenn þjónustugjöld Orkuveit- unnar breytast ekki um áramót. Þau bera flest virðisaukaskatt í hærra þrepinu, sem lækkar þá þjónustu- gjöldin samsvarandi. Á vef Orku- veitunnar má finna ýmis góð ráð til að spara og nýta orkuna betur. mm Hitaveitutankarnir á Akranesi um jólin. Nýi stóri tankurinn hefur nú verið tekinn í notkun og eykur það verulega afhendingaröryggi heita vatnsins í bænum. Litlar verðbreytingar á þjónustu OR um áramótin Hættir eftir rúm þrjátíu ár í tryggingaþjónustu við Dalamenn Melkorka Benediktsdóttir á Víghóls- stöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.