Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 23
23ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Laugardaginn fyrir jól brugðu fót- boltakrakkarnir í Snæfellsbæ á leik en sú nýbreytni var tekin upp að halda jólafótboltamót áður en all- ir færu í jólafrí. Skipulagið var eins og þegar haldin eru pizzumót, en þá er blandað saman strákum og stelpum og svo er keppt. Annar, þriðji og fjórði flokkur kepptu sam- an, þá var komið að yngstu iðkend- unum í sjöunda flokki og svo end- uðu fimmti og sjötti flokkur. Mik- il gleði og kátína ríkti þótt keppn- isskapið væri auðvitað með. Þegar hver hópur hafði lokið keppni var boðið upp á súkkulaði og mand- arínur áður en allir fóru glaðir og sælir heim í jólafrí. þa Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Héldu jólafótboltamót í Ólafsvík Vesturlandsliðin töpuðu bæði Bæði Vesturlandslið- in í Dominosdeild- inni í körfu lutu í lægra haldi þegar ellefta um- ferðin og sú síðasta á þessu ári fór fram fimmtudagskvöldið 18. des- ember. Snæfellingar töpuðu fyr- ir Grindvíkingum suður með sjó 98:87 og Skallagrímsmenn töp- uðu stórt fyrir Tindastóli á Krókn- um 104:68. Núna þegar deildar- keppnin er hálfnuð er Snæfell sem fyrr í sjötta sæti með tíu stig líkt og Keflavík og Þór Þorlákshöfn. Skallagrímsmenn eru í tíunda sæt- inu með fjögur stig jafnt og Fjölnir og ÍR sem eru í fallsætunum. Til að byrja með var jafnræði með liðunum í leiknum í Grindavík þar sem Snæfell var í heimsókn. Stað- an var 24:21 fyrir Grindvíkinga eftir fyrsta leikhluta en Grindvík- ingar náðu 21 stigs forskoti með góðri byrjun í öðrum leikhluta. Snæfell náði að rétta sinn hlut og ellefu stigum munaði á liðunum í hálfleik, 54:42 fyrir Grindavík. Heimamenn voru síðan áfram með tökin á leiknum í seinni hálfleikn- um og leikurinn í jafnvægi þann- ig að Snæfellingum tókst ekki að vinna upp muninn. Austin Bracey var stigahæstur í liði Snæfells með 29, Chris Woods 21, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Sigurður Á Þor- valdsson 12, Stefán Karel Torfason 8 og Sveinn Arnar Davíðsson 3. Munurinn var ekki svo mikill á Tindastóli og Skallagrími í fyrri hálfleiknum. Tindastóll leiddi með átta stigum, 29:21, eftir fyrsta leikhluta og höfðu aðeins sex stiga forskot í hálfleik 44:38. Það var í seinni hálfleiknum sem Tinda- stólsmenn keyrðu yfir gestina frá Borgarnesi en þeir unnu þriðja leikhluta 30:12 og lokafjórðung- inn 30:18. Tracy Smith skoraði 29 stig í leiknum, Páll Axel Vilbergs- son 19, Sigtryggur Arnar Björns- son 9, Davíð Ásgeirsson 6, Daði Berg Grétarsson 3 og Atli Aðal- steinsson 2. þá Öruggur sigur Snæfells­ kvenna á Breiðabliki Snæfellskonur unnu öruggan sigur á Breiðabliki í Dominosdeildinni á miðvikudeginum fyrir jól. Lokatöl- ur urðu 79:45 og eru Snæfellskonur eins og áður einar á toppi deildar- innar með 26 stig þegar komið var að jóla- og áramótafríi, fjórum stig- um meira en Keflavík sem er í öðru sætinu. Strax í upphafi tóku heima- konur örugga forystu og var stað- an 21:8 eftir fyrsta leikhluta. Í hálf- leik var munurinn orðinn tuttugu stig, 37:17. Enn juku Snæfellskon- ur muninn í þriðja leikhluta en eftir hann var staðan 59:35. Þróunin var sú sama allt til leiksloka og stórsig- ur Snæfells staðreynd. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy atkvæðamest með 22 stig, 9 fráköst og sex stolnir boltar. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 14 stig, María Björnsdótt- ir 12, Hildur Sigurðardóttir 10 og 8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdótt- ir 8, Berglind Gunnarsdóttir 5 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolnir boltar, Alda Leif Jónsdótt- ir 4, Helga Hjördís Björgvinsdótt- ir 2 stig og 7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2 stig. þá/ Ljósm. sá. Ofnbökuð skata hjá Oddfellow á Akranesi Félagar í Oddfellowstúkunni Agli á Akranesi komu saman á sínu ár- legu skötukvöldi í félagsheimili sínu við Kirkjubraut á Akranesi fyrir jólin. Þetta var í 35. skiptið sem þetta skötukvöld er haldið, að sögn Braga Magnússonar sem var einn af þeim fyrstu sem stóðu að því að gera skötunni skil rétt fyrir jólin, en hann segir upphafsmenn af því hafa verið Hermann Guð- mundsson þáverandi póstmeistara á Akranesi og Ólaf Guðjónsson sem kenndur var við verslunina Valfell. Veislustjóri á skötukvöld- inu var Davíð Kristjánsson en skötumeistari í eldhúsi eins og oft áður var Magnús H. Ólafsson arki- tekt. Það má segja að eldamennska og framleiðsla skötunnar hafi verið þaulhugsuð frá borði hönnuðarins frá A til Ö. Þetta er í fyrsta skiptið sem blaðamaður sem sat veisluna og skemmtikvöldið hefur heyrt talað um ofnbakaða skötu, en hún var elduð í opni við 180 gráður í litlu vatni. Við þessa eldunaraðferð er bragðið sterkara og til að kór- óna framleiðsluna voru diskarn- ir hitaðir svo að bæði skatan, kart- öflurnar, rófurnar og viðbitið var lengur ferskt á diskinum. Um 50 voru mættir á þetta skötu- kvöld þeirra Egilsfélaga en félags- svæði stúkunnar nær yfir gjör- valla Borgarfjarðarsýslu. Að loknu borðhaldi komu félagar fram og sögðu skemmtisögur og brandara og að sjálfsögðu var sungið; Kát- ir voru karlar, áður en efnt var til skyndihappdrættis þar sem nokkr- ir veglegir vinningar voru í boði. Þess má að lokum geta að skatan í ár kom frá Norðanfiski á Akra- nesi og þótti bragðast sérlega vel enda vel til eldunar hennar vand- að. Meðfylgjandi eru svipmyndir úr veislunni. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.