Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Hagnaður samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu níu mánuðum ársins nam 7,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður, EBITA, það er afkoma fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, var 11,3 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall fyrirtækis- ins hefur hækkað stöðugt með nið- urgreiðslu skulda undanfarin ár og er nú 31,1%. Það hefur meira en tvöfaldast frá hruni. Í tilkynningu frá OR segir að grunninn að bætt- um efnahag megi rekja til Plans- ins, aðgerðaáætlunar sem innleidd var vorið 2011. Árangur af öllum þáttum þessarar meira en 50 millj- arða áætlunar er umfram mark- mið. Þannig hefur rekstrarkostn- aður lækkað að raungildi frá árinu 2010. Tekjur hafa hinsvegar vaxið um meira en 40%, en tveir áfang- ar við Hellisheiðarvirkjun hafa ver- ið teknir í notkun á þessu tímabili. Heildarárangur Plansins nemur nú 48,2 milljörðum króna af þeim 51,3 milljörðum, sem það á að skila til ársloka 2016. Bjarni Bjarnason forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur segir að rekst- ur Orkuveitunnar sé í góðum far- vegi og nú væri mikilvægum áfanga náð í að styrkja efnahaginn. „Með því hefur fyrirtækið aðgang að fjármálamörkuðum sem er mikil- vægt því enn vinnum við að því að styrkja lausafjárstöðuna. Þannig er fyrirtækið betur búið undir ófyrir- séðar breytingar í rekstarumhverf- inu. Bættur rekstur, bættur efna- hagur og bættar áhættuvarnir eru nauðsynlegar til að Orkuveitan geti sinnt sínum grundvallarverk- efnum; að fólk eigi greiðan aðgang að rafmagni, heitu vatni og köldu og traustri fráveitu á sanngjörnu verði,“ segir Bjarni Bjarnason. þá Átta milljarða hagnaður á OR fyrstu níu mánuði ársins Líkt og undanfarin sextán ár gekkst Skessuhorn fyrir vali á Vestlend- ingi ársins, en verðlaunin falla í hlut þess eða þeirra íbúa í landshlutanum sem þykja hafa skarað framúr á ein- hvern hátt á árinu. Lesendur Skessu- horns sendu inn fjölmargar tillögur og voru samtals 14 einstaklingar til- nefndir að þessu sinni. Sá sem varð hlutskarpastur, með langflest greidd atkvæði og vel rökstudd, var Helgi Ólafur Jakobsson, grunnskólakenn- ari í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Helgi Ólafur brást hratt og fumlaust við þegar einn af nemendum hans, níu ára drengur, brenndist á neyð- arblysi í byrjun skólaársins. Helgi Ólafur slökkti eldinn sem hafði læst sig í fatnað drengsins og hljóp með drenginn yfir á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands þar sem hann var í skyndi fluttur undir læknishendur á sjúkrahús í Reykjavík. Hröð og fum- laus viðbrögð skiptu miklu máli á þessu stigi. Ólst upp í skúrunum Helgi Ólafur er borinn og barnfædd- ur Akurnesingur. Hann er fæddur 19. janúar 1972, sonur Hólmfríð- ar Sigurðardóttur úr Suður - Þing- eyjarsýslu og Jakobs Hendriksson- ar frá Færeyjum. Helgi hefur starf- að sem kennari í sjö ár. Áður starfaði hann hjá Íslenska járnblendifélaginu og þar áður á eyrinni hjá HB og Co. „Þar vann ég við löndun og ýmislegt. Ég hef líka unnið við að beita frá því ég var ellefu ára gamall, hjá hinum og þessum bátum. Það má eiginlega segja að ég hafi alist upp í skúrun- um. Ég er smá sjóari í mér, hef unnið mikið tengt sjónum þó ég hafi aldrei verið á sjó sjálfur - ég verð svo sjó- veikur,“ segir Helgi Ólafur í samtali við blaðamann Skessuhorns. Helgi Ólafur hefur verið kvæntur Önnu Sigfríði Reynisdóttur, förðunarfræð- ingi og einkaþjálfara, í tæp tuttugu ár. Þau eiga þrjú börn; Elvar Má 25 ára, Anton Loga 21 árs og Sóldísi Ninju 11 ára. Byrjar hvern dag á brosi Helgi segir að kennarastarfið hafi lík- lega verið síðasta starf sem fólk bjóst við að hann myndi velja sér. „Ég missti vinnuna þegar ég var þrítug- ur og ákvað að drífa mig í skóla. Ég tók þau þrjú ár í fjölbrautaskóla sem ég átti eftir og fór svo í Kennarahá- skólann í framhaldinu og sé ekki eft- ir því. Það er gaman að vera í kring- um krakkana, þau eru bæði gefandi og krefjandi,“ segir hann. Helgi er að eigin sögn rólegur að eðlisfari og jákvæður. „Ég reyni að byrja hvern dag á brosi og hef það að leiðarljósi í vinnunni. Maður er glaður og sátt- ur ef allir fara glaðir og með góðar minningar heim. Svo er bara plús ef þau læra eitthvað í leiðinni,“ segir Helgi og brosir. Helgi Ólafur kenndi á miðstigi fyrstu fjögur árin í Brekku- bæjarskóla. Hann er í dag umsjónar- kennari í fjórða bekk og hefur verið umsjónarkennari bekkjarins frá því að börnin byrjuðu í fyrsta bekk. „Ég Vestlendingur ársins 2014: Helgi Ólafur Jakobsson kennari og bjargvættur kann því mjög vel að kenna þessum hópi. Þetta er samrýmdur og góður bekkur, góður hópur. Ef upp koma vandamál innan bekkjarins, þá leys- um við þau í sameiningu,“ segir hann. Gerðist mjög hratt Það var á mánudagsmorgni í sept- ember sem eldur kom upp í skóla- stofunni hjá Helga. Nokkrir bekkj- arfélagar höfðu fundið neyðarblys við göngustíg við Brekkubæjarskóla og gerðu þeir sér ekki grein fyrir hvað þeir höfðu í höndunum. Einn af drengjunum hafði stungið blys- inu í vasann og kviknaði svo á því með alvarlegum afleiðingum. Eldur úr blysinu náði að læsa sig í fatnað drengsins og það var þá sem Helgi Ólafur brást hratt og rétt við. Hann hafði farið á mörg skyndihjálpar- námskeið þegar hann vann hjá járn- blendinu og vissi því að mikilvægt væri að kæla barnið strax. „Þetta gerðist mjög hratt, tók bara nokkr- ar mínútur. Maður fer einhvern veg- inn á undan sér í svona aðstæðum, það er svo margt sem fer í gegn- um hugann. Maður tekur ákvarð- anir hratt þegar eitthvað svona ger- ist. Ég var búinn að hringja á sjúkra- bíl en ákvað að það væri líklega fljót- legra að hlaupa yfir á sjúkrahúsið en að bíða eftir bílnum, ég vissi að hann þyrfti mikla kælingu strax,“ útskýr- ir Helgi, en sjúkrahúsið er næsta hús við hlið skólans. Brenndist illa Drengurinn var strax fluttur undir læknishendur á sjúkrahús í Reykja- vík. Hann brenndist illa, hlaut 2. og 3. stigs bruna á um 15% líkamans, þar af á 8-9% líkamans þriðja stigs bruna sem er alvarlegastur, og fór í aðgerð daginn eftir slysið. Íris Björg Sigurðardóttir, móðir drengsins, sagði í samtali við Skessuhorn í haust að aðgerðin hefði gengið vel. Sonur hennar hafi brennst á lærum, maga og höndum en andlitið hafi blessun- arlega sloppið. Íris Björg kvaðst afar þakklát starfsfólki Brekkubæjarskóla fyrir hversu fljótt og vel það brást við þegar kviknaði í fötum sonar hennar. „Bæði Helgi Ólafur Jakobsson kenn- ari og annað starfsfólk skólans brást hratt og fumlaust við. Eldurinn var fljótt slökktur og öðrum nemendum komið út. Fyrir það erum við for- eldrarnir þakklátir,“ sagði hún. For- eldrar drengsins segja batann hafa verið vonum framar. Drengurinn er farinn að stunda skólann aftur en þau segja þó að hann eigi langt í land og að langt bataferli sé eftir. Hárrétt viðbrögð innan skólans Fleiri kennarar og stuðningsfulltrúar skólans voru á svæðinu þegar slysið varð. Að sögn Helga Ólafs brugðust þeir einnig hárrétt við. „Erna Haf- nes og Bryndís Sigurjónsdóttir voru þarna með mér þegar þetta gerðist. Þær eiga báðar mikið hrós skilið fyr- ir að bregðast rétt við. Skólinn brást einnig vel við hvað varðar áfallahjálp. Ég er ánægður með stjórn skólans í sambandi við það. Það kom strax til okkar áfallateymi frá sjúkrahúsinu og við fengum einnig að spjalla við sálfræðinginn hérna,“ segir Helgi Ólafur. Slysin gera ekki boð á und- an sér og segir Helgi að ákveðið hafi verið í kjölfar slyssins að allt starfs- fólk skólans lærði skyndihjálp. „Við berum ábyrgð á svo mörgum lífum hérna. Skólinn er með allt innandyra og hætturnar leynast víða. Þetta ætti auðvitað að vera kennt í kennarahá- skólanum, enda eru margir með of- næmi og alls kyns hluti. Það eru eng- in áföll eins. Ýmislegt getur gerst.“ Mikilvægt að fara varlega Helgi segir að atburðurinn hafi haft mikil áhrif á sig og leggur mikla áherslu á að fólk fari varlega með blys og önnur eldfæri. „Það logaði lengi í blysinu. Við gátum ekkert gert til að slökkva í því. Svona blys eru hönnuð til að þola vatn og vind og því er útilokað að slökkva í þessu þegar kveikt hefur verið á því. Ég mun aldrei koma nálægt svona hlut- um framar, mun aldrei snerta þetta aftur. Varsla á svona blysum á alltaf að vera örugg og svo þarf að farga þeim á öruggan máta þegar líftími þeirra rennur út. Þetta er framleitt í einum tilgangi og svo á bara að farga þessu,“ leggur hann áherslu á. Helgi Ólafur segir mikilvægt að fólk verði vakandi um áramótin. „Það er mik- ilvægt að fólk fari varlega með alla svona hluti. Klæðist réttum fatn- aði, noti hlífðargleraugu og fylgist vel með börnunum sínum á gaml- árskvöld,“ segir hann alvarlegur í bragði. Nýtt ár leggst vel í hann Helgi Ólafur er hógvær þegar rætt er um viðbrögð hans þennan dag í september. Hann vill lítið tjá sig um þennan örlagaríka dag og leggur því mun meiri áherslu á að hann hafi ekki verið einn að störfum þennan dag. Við látum því staðar numið í þeirri upprifjun og einbeitum okk- ur að öðru. Helgi Ólafur segir að árið sem er að líða hafi að öðru leyti verið gott. Fjölskyldan hafi farið í ánægjulega ferð til Tenerife í sumar og að eiginkonan, Anna Sigga, hafi sest á skólabekk í Hárakademíunni. Hann segir árið sem framundan er leggjast vel í sig. „Konan komin í skóla og það verður örugglega nóg að gera,“ segir hann og brosir. Sjálf- ur segist hann reikna með að sinna áhugamálunum eitthvað. Hann hef- ur gaman af tónlist og er ansi liðtæk- ur í eldhúsinu. „Ég hef alltaf hlustað mikið á músík og byrjaði svo þrítug- ur að spila á gítar. Við erum í hljóm- sveit vinirnir, æskuvinirnir að spila saman. Svo hef ég gaman af því sem maður býr til og getur notað í eld- húsinu. Ég geri heimabrugg og tíni sveppi og þurrka til matreiðslu og herði fisk,“ segir Vestlendingur árs- ins, kennarinn jákvæði, að endingu. grþ Helgi Ólafur Jakobsson Vestlendingur ársins 2014 með blóm og áletraðan kristalsvasa frá Skessuhorni og Vestlendingum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.