Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Það er næstum því erfitt að setj- ast niður og ætla að skrifa stutt- an leikdóm um MAR því allt við þessa uppfærslu er svo gott og vel gert og áhrifamikið að maður veit ekki alveg hvar á að byrja. Leikritið og uppfærsla þess er mikill sigur fyrir öll sem að því standa. Þarna er fjallað um erfið mál. Þetta er línudans. Auðveld- lega hefði mátt missa svona upp- setningu út í klisjukennda væmni en það gerist aldrei. Og það er ekki einn einasti dauði punktur í uppfærslunni sem tekur klukku- tíma í flutningi. Sá klukkutími er einn sá stysti sem ég hef upplifað. Sýningin rígheldur og hún situr í mér enn þótt liðnir séu nokkr- ir dagar frá því ég sá hana. Ég held ég hafi aldrei orðið fyrir jafn sterkum hughrifum á neinni leik- sýningu. Sennilega er það heildin sem gerir það að verkum. Einföld sviðsmyndin er mjög snjöll og út- hugsuð. Lýsingu er beitt af hug- kvæmni. Hljóðtæknin er mjög góð. Það er mjög sterkt að nota upptökur af talstöðvasamskipt- um þegar Elliði var að farast í bland við túlkun Kára Viðarsson- ar í hlutverkinu sem Birgir Ósk- arsson loftskeytamaður. Upptök- urnar skapa einstaka nálægð við atburðinn og magnar dramatík- ina þar sem loftskeytamaðurinn berst fyrir lífi sínu og félaga sinna í þröngum lofskeytaklefanum um borð í sökkvandi skipi þar sem von um björgun er vægast sagt tvísýn. Svo er það hlutverk Freydísar Bjarnadóttur. Hún segir sína sögu með hógværum hætti sem varla getur látið nokkra manneskju ósnortna. Hennar frásögn af kall- ast á við það sem er að gerast um borð í Elliða. Gegnum frásögn af sinni persónulegu reynslu túlkar Freydís óvissu, von, ótta og harm þeirra sem eiga ástvini sem týn- ast á hafinu og finnast seint eða aldrei. Freydís þreyir sína frum- raun hér á leiksviðinu og gerir þetta ákaflega vel. Að lokum hefur það áhrif að þessi sýning er sett upp mitt í sjálfu sjávarplássinu Rifi, í gömlu fiskvinnsluhúsi. Þetta er Frysti- klefinn. Andrúmsloft hússins er þannig að strax þegar gengið er það inn finnur maður nálægð- ina við hafið, sjósóknina og bar- áttuna fyrir lifibrauðinu við nátt- úruöfl sem geta verið mjög óvæg- in. Í leiksýningunni sjálfri er síð- an setið í köldum sal sem enn og aftur gefur tilfinningu fyrir því umhverfi sem sjómennirnir þurfa að glíma við. Áhorfendur þurfa að mæta klædd í hlýjan fatnað á þessa sýningu en það fyllilega þess virði. Leikritið MAR og uppfærsla þess í Frystiklefanum er stórvið- burður í menningarlífi Vestur- lands sem hlýtur að verða lengi hafður í minnum. Við sem byggj- um þetta land ættum sem flest að sjá þessa sýningu. Bónusinn við þá leikhúsferð er að ferðast um Snæfellsnesið sem er ægifagurt að vetri til. Norðurljósasýning- unni yfir Staðarsveitinni í myrkr- inu að kvöldi annars dags í jólum þegar ég fór að sjá MAR gleymi ég seint, ekki frekar en sjálfri leik- sýningunni í Frystiklefanum. Öll þau sem að þessari sýningu standa eiga mikinn heiður skilinn. Takk, takk og aftur takk. Magnús Þór Hafsteinsson Ljósmyndir: af MAR var frumsýnd í Frystiklefan- um í Rifi á Snæfellsnesi nú laust fyrir jól. Þetta er ný leiksýning úr smiðju menningar- og gistiheim- ilisins Frystiklefans í Rifi sem er í eigu Kára Viðarssonar leikara. Kári er jafnframt annar aðalhöfunda handrits. Hann gerði sviðsmynd- ina og leikur annað af tveimur hlut- verkum í verkinu. Sýningin byggir á sögu tveggja sjóslysa við strend- ur Snæfellsness á síðustu öld. Fyrra slysið átti sér stað í febrúar 1962 þegar togarinn Elliði SI sökk út af Öndverðarnesi. Í áhöfninni voru 28 manns. Tveir fórust en 26 björguð- ust. Í framhaldinu sökk síðan bát- urinn Skarðsvík frá Hellissandi þegar hann var við leit að þeim sem var saknað eftir Elliðaslysið. Áhöfn Skarðsvíkur bjargaðist. Síð- ara banaslysið varð svo í júlí 1997 þegar trillan Margrét SH frá Hell- issandi hvarf ásamt tveimur mönn- um. Uppselt hefur verið sýningar á MAR til þessa. Sýningum var því fjölgað um hátíðarnar. Saga tveggja sögð Kári Viðarsson leitaði til tveggja persóna þegar hann vann hand- ritið að MAR í þéttri samvinnu við Hallgrím H. Helgason á upp- hafsstigum verkefnisins. Það eru þau Birgir Óskarsson og Frey- dís Bjarnadóttir. Birgir var loft- skeytamaður á Elliða þegar togar- inn lagðist á hliðina og sökk. Birg- ir starfaði síðar á Gufuskálum og átti í fórum sínum upptökur af tal- stöðvasamskiptum sem fóru fram milli Elliða og lands og þeirra sem komu til bjargar á togaranum Júp- íter. Þessar upptökur eru notaðar í leikritinu. Freydís var hins veg- ar fósturdóttir Friðsteins Björg- vinssonar sem fórst ásamt Stefáni Bjarnasyni með trillunni Margréti SH um mitt sumar 1997. Kári leikur Birgi loftskeytamann í verkinu. Freydís segir hins veg- ar sína sögu eins og hún horfði við henni þegar Margrét fórst og hvernig hún hefur upplifað slysið síðan. Freydís var þá 15 ára göm- ul, búsett undir Jökli. „Mín orð í verkinu eru þau sömu og ég sagði í samtölum við Kára,“ segir Freydís í samtali við Skessuhorn að lokinni sýningu í Frystiklefanum á annan dag jóla. Kári bætir við til nánari skýringar: „Ég set handritið saman og bý til rammann. Orð Freydísar í stykkinu eru hins vegar hennar. Það sem hún segir er tekið upp úr viðtölum sem ég tók við hana þeg- ar ég var að vinna handritið. Hún sagði frá og rifjaði upp og ég hlust- aði og skráði.“ Mikil áskorun að skrifa MAR Í leikskrá MAR skrifar Kári að þessi sýning sé óður til hafsins og allra þeirra sem hafi saknað, misst eða endurheimt. Hann dregur ekki fjöður yfir að það hafi kost- að mikla vinnu og átök að skrifa MAR og setja verkið upp. „Þetta er búið að vera mjög langt ferli. Ég hef lengi gengið með það í magan- um að búa til einhvers konar sýn- ingu sem tengist sjósókn. Á þeim tíma var ég alltaf að leita að við- fangsefni sem gæti orðið efniviður í svona sýningu. Sagan um Elliða- slysið vakti áhuga minn því hún er svo mögnuð og epísk á margan hátt. Þar gerðist svo margt sem er svo ótrúlegt í þeirri atburðarás og freistandi að setja á svið í leikhúsi. Í upphafi átti þetta verk bara að fjalla um þetta slys. Það breyttist þó á seinni stigum í handritsgerð- inni. Ég sá að það yrði að vera ein- hver önnur rödd í verkinu. Annar póll ef svo má segja,“ segir Kári. Hann leysti þetta með því að hafa samband við Freydísi Bjarna- dóttur og spurði hvort hún vildi taka þátt. „Ég þekkti sögu Freydís- ar. Við erum góðir vinir og ólumst upp samhliða á Hellissandi, æfð- um saman knattspyrnu og áfram má telja. Á sínum tíma upplifði ég það að sjá hana lenda í því að missa fósturföður sinn í sjóslysi. Þetta er síðan eina sjóslysið sem ég sjálf- ur hef kynnst í návígi. Ég man vel eftir því þegar þetta gerðist og við strákarnir fylgdumst með leitinni í von um að þeir myndu finnast. Ég átti því mjög auðvelt með að tengja við þessa sögu. Ég vissi alltaf þeg- ar ég hafði samband við Freydísi að hún gæti gert þetta þó ég hefði enga vissu fyrir því hvort hún vildi það. Þetta er auðvitað viðkvæmt og margslungið.“ Kári bætir því að hann hafi sífellt verið að breyta handritinu þrátt fyrir yfirlýsingar um að nú væri það klárt. „Ætli ég hafi ekki endurskrifað það svona rúmlega 20 sinnum,“ segir hann og brosir í kampinn. Fjalla um erfiðar tilfinningar Það að taka þátt í leikriti eins og MAR var heldur ekki auðvelt fyrir Freydísi. Hún segir sína eigin sögu sem aðstandandi sjómanns sem hef- ur farist í blóma lífsins frá konu og ungum barnahópi. Það gerir Frey- dís með því að standa frammi fyrir fólki í leiksýningu. „Jú, þetta er erf- itt. Samt féllst ég á þetta strax þegar Kári spurði mig hvort ég vildi koma að þessu verki og segja mína sögu. Svo vatt þetta upp á sig skref fyrir skref. Fyrr en varði fæddist sú hug- mynd að ég yrði þátttakandi í sýn- ingunni í eigin persónu. Það var þó ekki fyrr en á frumsýningardaginn að ég staldraði við og spurði mig hvers vegna ég væri að gera þetta. En þetta er búið að vera mikil and- leg meðferð fyrir mig. Ég finn samt vel að sýningarnar eru erfiðar, mis- erfiðar þó. Þetta er lítið samfélag hérna og mikil nálægð milli fólks. Ég skynja að það er oft fólk í saln- um sem saknar þeirra beggja sem fórust með Margréti SH. Samt get ég aðeins stýrt þessu sjálf, það er hversu djúpt ég fer ofan í tilfinn- ingarnar.“ Kári segir að almennt hafi fólk þó tekið því vel að fjallað væri um sjóslys með þessum hætti. „Við- brögðin hjá þeim sem hafa mætt á leiksýninguna hafa verið stór- kostleg. Auðvitað er viðfangsefn- ið þungt en þetta er ekki slæm upplifun. Það er þó líka fólk sem hefur sagt við okkur að það vilji ekki koma á sýninguna vegna þess að það sé hrætt við að hún rífi upp gömul sár. Svona sögur eru svo sterkar hér undir Jökli. Nán- ast hver einasti maður getur tengt við þessa hluti. Ég lagði alltaf upp með að vonin yrði sterkur part- ur af verkinu. Líka að fólk skynj- aði að það á sína ástvini að ein- mitt núna. Því sé mikilvægt að nýta tækifærin vegna þess að allt getur gerst.“ Freydís bætir við: „Maður skil- ur það alveg að fólk sé ekki tilbúið að stíga í þessi spor. Þetta eru þung spor. Samt eru líka marg- ar hugljúfar minningar tengdar þeim sem fórust til sjós. Þær rifj- ast líka upp.“ Sýningum fjölgað Kári Viðarsson segir að bæði Birg- ir Óskarsson og Freydís Bjarna- dóttir hafi sýnt sér mikið traust með því að láta hann hafa efnivið í þetta verk. „Hjá Birgi fékk ég upp- tökurnar af loftskeytasamskiptun- um þar sem heyra má allt sem sagt var í þeim á meðan Elliði var að farast. Þær eru alls fjórar klukku- stundir. Blaðamaður á dagblaði í Reykjavík hljóðritaði þetta upp úr útvarpinu á sínum tíma. Fólk gat hlustað á bátabylgjuna í útvarpinu og fólk hér undir Jökli man það enn vel þegar það fylgdist með því í viðtækjunum þegar Elliði var að farast. Þetta er einstök heimild og ég nota þessar upptökur auk þess sem ég styðst við dagbókarfærslur Birgis og það sem hann hefur sagt mér. Ég leik hann og segi nánast orðrétt það sem hann sagði í loft- skeytaklefanum á Elliða.“ Byrjað var á að auglýsa fjórar sýningar á MAR um hátíðarnar. Þeim hefur nú verið fjölgað í tíu vegna þess að aðsókn hefur verið svo góð. „Þessi saga á heima hér undir Jökli. Sýningin er sniðin fyr- ir þetta rými sem við höfum hér í Frystiklefanum. Vonandi bætum við svo fleiri sýningum við í janú- ar. Við ætlum að sýna verkið áfram eftir því sem aðsókn leyfir. MAR á erindi til allra. Miðaverðið ætti allavega ekki að flækjast fyrir nein- um. Fólk ræður því sjálft hve mik- ið það borgar í aðgangseyri. Það eru frjáls framlög,“ segir Kári Við- arsson leikari og Frystiklefastjóri að lokum. mþh Kári Viðarsson og Freydís Bjarnadóttir leika hlutverkin í MAR í Frystiklefanum í Rifi: „Þessi saga á heima hér undir Jökli og hún á erindi til allra“ Stórsigur í listsköpun undir Jökli Kári Viðarsson og Freydís Bjarnadóttir á leiksviðinu í uppfærslu Frystiklefans í Rifi á leikritinu MAR. Freydís Bjarnadóttir missti fósturföður sinn Friðstein Björgvinsson þegar Margrét SH sökk við Snæfellsnes í júlí 1997. Hún segir frá þeirri reynslu í leikritinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.