Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Hættulegir heimilislæknar Emil L. Sigurðsson Höfundur er heimilislæknir í Hafnarfirði og á sæti í ritstjórn Læknablaðsins. Nú á haustdögum hafa umræður um heilsugæslu og heilsugæslulækna farið af stað aftur eftir sumarfrí. Vinna Heilsugæslunnar í Reykjavík við það að leggja drög að framtíðarsýn heilsugæslunnar kostaði marg- ar milljónir króna en er nú lokið og hefur verið birt í bæklingi. Ein helsta niðurstaða þeirrar vinnu er að skjólstæðingar heilsugæslunnar eigi að geta fengið tíma hjá lækni sínum innan tveggja daga og ennfrem- ur á að bæta símaþjónustu. Astæðulaust er að gera lítið úr þeirri vinnu sem liggur að baki framtíðarsýn- inni sem þarna birtist og þar má greina ákveðinn metnað fyrir heilsugæsluna sem er jákvætt. Hitt eru engar fréttir að heimilislækningar verða ekki reknar með biðlistum og stefna, framtíðarsýn og hugsjón heimilislækna hefur verið ljós lengi en skort hefur að stjórnvöld sýni í verki hvort þau vilji hafa heilsugæslu eða ekki. Nýlega skipaði heilbrigðisráðherra nefnd til að skoða málefni heilsugæslunnar og er því hægt að segja að „verið sé að vinna í málefnum heilsugæsl- unnar“. I nefndinni situr vafalaust einvalalið en þó vekur það óneitanlega athygli að í nefndinni er enginn starfandi heimilislæknir á höfuðborgar- svæðinu. A sama tíma og nefndin „er að vinna í málinu“ takast Félag íslenskra heimilislækna og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á með lögfræðingum sínum í dómsölum. Gagnslítið er að skipa hverja nefndina af ann- arri til að skoða framtíðarsýn heilsugæslunnar, hlutverk, markmið, gildi og svo framvegis. Grunn- vandann verður að leysa. Fjölga verður heimilis- læknum, bæta kjör þeirra og gefa þeim sama frelsi og öðrum sérfræðingum til að starfa sjálfstætt. Staða heimilislækna nú er sú að vera einir sér- fræðilækna sem búa við frelsissviptingu, þeir fá ekki samning við TR og kjaranefnd ákveður kjör þeirra. Sú nefnd telur að sanngjörn laun heimilis- læknis, eftir sex ára háskólanám, eins árs starfs- nám og fjögurra og hálfs árs sérfræðinám, séu um 260.000 krónur á mánuði. Þetta á að laða að unga lækna. Reynt hefur verið að mála glansmynd af stöðu mála og því haldið fram að mikill fjöldi ung- lækna sækist eftir því að fara í sérnám í heimilis- lækningum. Staðreyndin er hins vegar sú að það hafa sjaldan eða aldrei verið færri að læra þessa sérgrein og það sem er í raun fréttnæmt og sérstakt við greinina er að á þriðja tug heimilislækna hefur á síðastliðnum árum horfið til annarra starfa. Önnur glansmynd af atorku heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins við uppbygginguna birtist nú í haust þegar heilsugæslustöðvum voru afhent tæki til notkunar við eftirlit sjúklinga með lungna- sjúkdóma (spirometriur). Þannig virtist ráðuneyt- ið vera að gefa stöðvunum þessi mikilvægu lækn- ingatæki en í reynd var gjöfin kostuð af lyfjafyrir- tæki. Mikill skortur er á heimilislæknum og eftir- spurn eftir þeirra þjónustu meiri en þeir geta ann- að. Æ færri sækja um þær stöður sem losna og bæði í þéttbýli og dreifbýli eru lausar stöður sem enginn hefur sótt um. Hvers vegna? Ekki þarf fjöl- skipaðar nefndir né tugmilljóna leit að framtíðar- sýn til að svara þeirri spurningu. Nýlegt frumvarp ráðherra um nýja skipan heil- brigðismála mun enn auka á vandann ef það nær fram að ganga óbreytt. Hættan er sú að ráðist verði að sjálfstæðum rekstri lækna og ef það nær fram munu biðlistar eftir læknisþjónustu enn lengjast. Ekki er ástæða til að draga í efa einlægan hug heilbrigðisráðherra til uppbyggingar í heilsu- gæslunni og heilbrigðismála almennt, en þær leiðir sem hann velur og það metnaðarleysi sem birtist í fjárlögum lofar ekki góðu og ef til vill hefur ráð- herra ekki nægilega góða ráðgjafa. A þingi sagðist ráðherra ætla leggja 35 milljónir til uppbyggingar í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við að hverri læknisstöðu fylgi ákveðið starfshlutfall læknaritara, hjúkrunarfræðinga og svo framvegis má gera ráð fyrir að fyrir þessa fjármuni fáist um það bil þrjú til fjögur stöðugildi heimilislækna. Fólksfjölgun á svæðinu er slík að sennilega þyrfti um fimm til sex stöðugildi bara til að halda í við hana, hvað þá að leysa þann vanda sem nú þegar er uppi. Rétt er þó að nefna að heilbrigðisráðu- neytið hefur verið með ákveðnar stöður eyrna- merktar sérnámi í heimilislækningum í samvinnu við kennara í heimilislæknisfræði við Háskóla ís- lands. Þetta ásamt breytingum ráðuneytisins á reglugerð um kandidatsár á þann veg að nú koma kandidatar á heilsugæslustöðvar eru hvorttveggja dæmi um það sem ráðuneytið hefur gert vel. A vordögum skrifaði einn skjólstæðingur heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf til heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og spurð- Læknablaðið 2002/88 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.