Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARENDURHÆFING utanum heildstætt færnimat aldraðra sjúklinga er að finna í „Öldrunarmat á Norðurlöndum“ sem út kom á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1996. Þessi rammi skapar grunn fyrir þverfaglegt inn- grip og lækningu. Öldrunin hefur áhrif á alla líffræði- lega starfsemi sem er einnig mótuð af ytra álagi og persónulegum lífsstfl sem leiðir til minnkaðrar starfs- orku og þreks (mynd 1). Ahrif sjúkdóms á aldraðan líkama eru skoðuð frá fjórum mikilvægum hliðum. Örvarnar (<-*) þýða „getur leitt til“. Fötlun getur vax- ið vegna fylgikvilla. Lækningin/endurhæfingin verkar eins og „stuðpúði“ með því að fyrirbyggja eða draga úr færnitapi vegna sjúkdóma. I lífinu er um að ræða fjölþátta samspil og mynd 2 sýnir flæðiskema sem getur aukið skilning á því hvar öldrunarteymi getur beint aðgerðum sínum. Lækningin/endurhæfingin getur komið utan frá eins og meðferð sjúkdóms eða innan frá vegna betri þekkingar, viðhorfa og hegðun- ar einstaklingsins. Vefjameinafræði, líffæraskerðing, færnitap og fötl- un eru notuð til að lýsa mismunandi aðstæðum sem verða til vegna sjúkdóma eða slysa. Þær marka ein- staklinginn samtímis. Sjálfsmat á eigin færni eða sú tilfinning að vera öðrum háður er undir því komin hvernig sambandið er á milli getu, persónulegs vilja og félagslegra aðstæðna sem hér er kallað „óskir“ og „þarfir“ (3). Færniskerðing vegna aldurs eða fötlunar tengdri takmörkun á líkamlegri og andlegri getu er mótuð af áhuga, væntingum, sjálfstrausti og sjálfræði annars vegar og hins vegar af ytri þáttum sem marka þá þýðingu sem færniskerðing hefur fyrir einstakling- inn. Til þess að létta álag aldurs og sjúkdóma er nauð- synlegt að draga úr því misvægi sem kann að ríkja á milli fötlunar annars vegar og væntinga umhverfis og sjúklings hins vegar. Þríhyrningurinn á mynd 3 lýsir örorkunni sem bili á milli fötlunar, félagslegra að- stæðna og persónulegra væntinga. Hægt er að draga úr fötlunarbili á markvissan hátt með því að: a) fyrirbyggja, meðhöndla og þjálfa upp færni (bæði líkamlega og sálarlega). b) bæta félagslegar aðstæður. c) hvetja sjúkling til að taka þátt í endurhæfingunni og/eða sætta sig við þær takmarkanir á færni sem ekki er hægt að yfirstíga. Öldrunarendurhæfing í framkvæmd Sóknarfæri í endurhæfingunni skapast með þeim já- kvæðu leiðum sem finnast til að bæta fæmi sjúkling- anna, umhverfi þeirra og aðstæður. Ögrunin liggur í því að efla getu sjúklings til að lifa sjálfstæðu lífi eins og hægt er. Það má flokka viðfangsefnin í læknanlega þætti, þætti sem hægt er að bæta með meðferð og þætti sem eru ólæknanlegir en samt hægt að hindra að versni. Líta má á öldrunarmat og -endurhæfingu sem sambland af fyrsta, annars og þriðja stigs forvörnum. Fyrsta stigs forvörn felst í því að breyta eða koma í veg fyrir áhættuþátt. Annars stigs forvörn felst í því að Meginleið til fötlunar Innri þættir Ytri þættir Öldrun Llfsstlll 1 Meinafræði Umhverfi (sjúkdómar, slys) Þekking - skilningur 1 Einkenni og ummerki Orsakameðferð líffæraskemmda Meðferðarheldni 1 Færni Einkennameðferð Áhugi 1 Viðsnúanlegt færnitap Þjálfun (líkamleg, andleg) Eigin umhirða 1 Fötlun ADL þjálfun Óskir 1 Þarfir Eigin væntingar —► 1 —F élagslegar aðstæður Sjálfsbjörg T Háður öðrum Stuðningskerfi Sjálfræði 1 Lífsgæði, vellíðan Umönnun ADL = Athafnir daglegs lífs. Örorka Fötlun Mynd 2. Mynd 3. greina og meðhöndla áhættuþælti eða sjúkdóma á forstigi. Þriðja stigs forvöm felst í því að draga úr þeirri færniskerðingu sem fylgir sjúkdómum með því að beita meðferð/endurhæfingu. Gripið er samtímis inn í alla þætti hins hreyfanlega jafnvægis (*-*) í líkaninu (mynd 1). Best er að geta beint meðferð að frumunni sjálfri með því að fjarlægja meinvald og fá fram lækningu án einkenna eða líffæraskemmda. Ein- kennameðferð (til dæmis verkjalyf eða blóðgjöf) dreg- ur úr fæmitapinu sem skerðingin veldur. Þjálfun vegna færniskerðingar eykur sjálfsbjargargetu (til dæmis göngufærni). Efling fæmiþátta með hjálpartækjum Læknablaðið 2002/88 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.