Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 71
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI
Lyfjamál 100
Hvað er tíl ráða?
FyRIR STUTTU VAR ÞVÍ SPÁÐ HÉR í LYFJAMÁLAPISTLI
að lyfjasala á árinu 2001 myndi líklega fara yfir 12.500
milljónir króna. Því miður (fyrir ríkissjóð) er allt útlit
er fyrir að spáin rætist og gott betur. Ef selt magn
fyrstu 6 mánuði ársins er margfaldað með verðskrá 1.
desember síðastliðinn og framreiknað um ár með
tvöföldun kemur út talan 12.900 milljónir króna
(7.500 m. kr. á heildsöluverði). Það er um 25% aukn-
ing frá árinu áður. Frá 1. febrúar til 1. desember hefur
lyfjaverð hækkað um 12%, mest vegna gengislækk-
unar krónunnar, en einnig er um magnaukningu að
ræða og fleira. í þessari spá er ekki gert ráð fyrir
magnaukningu, en hún hefur undanfarið verið um 4-
6% á ári. I greiðsluheimildum fyrir 2001 er almanna-
tryggingum nú ætlaðar 4.900 m. kr. til greiðsluþátt-
töku í lyfjakostnaði almennt og um það bil 860 m. kr.
til viðbótar fyrir sjúkrahúslyf.
Þegar þetta er skrifað er fjárlagaumræða enn í
gangi og líkleg niðurstaða fyrir næsta ár er 4.973 m. kr.
fyrir lyfjakostnað almennt og 860 m. kr. til viðbótar
fyrir sjúkrahúslyf. Samkvæmt staðtölum almanna-
trygginga 2000 voru útgjöld til lyfja 4.726 m. kr. árið
2000 (sjúkrahúslyf meðtalin).
Vonandi þurfum við ekki að horfast í augu við
25% vöxt milli ára aftur, ef verðbólgan verður hamin.
Hins vegar er það staðreynd að þrátt fyrir allar að-
gerðir undanfarinna ára til að halda aftur af kostnað-
araukningu almannatrygginga hafa lyfjaútgjöld
þeirra aukist ár frá ári. Aukningin er þannig 31 % á
föstu verðlagi síðan 1996 miðað við vísitölu neyslu-
verðs 219,5 stig árið 2001, eða 6,2% á ári að meðal-
tali. Það er því næsta víst að 5.833 m. kr. munu ekki
duga fyrir lyfjaútgjöldum almannatrygginga á næsta
ári að óbreyttu.
Aðgerðir sem helst koma til greina við að halda
aftur af kostnaðaraukningu eru hækkun á lágmarks-
og hámarksupphæðum fyrir hverja lyfjávísun, líkt og
ítrekað hefur verið gert áður og hugsanlega fella
niður greiðsluþátttöku í einhverjum lyfjum eða flytja
milli greiðsluflokka. Þetta eru aðgerðir sem skila
strax árangri.
Önnur aðgerð sem einnig hefur verið til athug-
unar er að taka upp viðmiðunarverðskrá lyfja með
sambærileg meðferðaráhrif. Heimild til þessa var sett
í reglugerð nr. 400/2000 um greiðslu almannatrygg-
inga í lyfjakostnaði. Þetta er eins konar útvíkkun á
greiðslureglunum um samheitalyf sem verið hafa í
gildi síðan 1995. í mörgum lyfjaflokkum er um mis-
munandi lyf að ræða með sambærileg meðferðaráhrif
(analog substitution) hliðstætt samheitalyfjum þar
sem um sama lyf er að ræða, en frá mismunandi
framleiðendum (generisk substitution).
Með því að taka upp viðmiðunarverðskrá fyrir lyf
með sambærileg meðferðaráhrif myndi greiðsluþátt-
taka almannatrygginga í þeim til dæmis miðast við
lægsta verð sambærilegra lyfja og kaupandi yrði þá að
greiða mismuninn ef dýrara lyf er valið á sama hátt og
nú tíðkast um samheitalyf. Svona greiðsluregla er
umdeild og hefur Læknafélag Islands þegar lýst and-
stöðu sinni við hugmyndina. Engin þjóð hefur farið
út á þessa braut svo vitað sé og ekki hefur verið tekin
ákvörðun um það hér enn sem komið er. Hér er þó
um mikla sparnaðarmöguleika að ræða fyrir al-
mannatryggingar ef læknar geta valið að nota ódýr-
asta kostinn þegar sambærileg meðferðaráhrif er val-
kostur. Sem dæmi í þessu sambandi má líta á lyfja-
flokkinn HMG CoA redúktasa hemla (C10AA), eða
statínin öðru nafni. Nú eru fimm mismunandi lyf á
skrá í þessum flokki, simvastatín, lóvastatín, prava-
statín, flúvastatín og atorvastatín.
Þessi lyfjaflokkur hefur greiðslumerkinguna 0 í
lyfjaskrám en þegar vissum skilyrðum er fullnægt eru
þau greidd samkvæmt greiðslureglu E gegn framvís-
un lyfjakorts. í flestum tilfellum er um langtímameð-
ferð að ræða og sölutölur endurspegla þá staðreynd
þar sem mest selst af stærstu pakkningunum. Ef
gengið er út frá skilgreindum dagskömmtum sem
venjulegri meðferð þá er atorvastatín nú ódýrasta lyf-
ið og kostar ársmeðferð um það bil 39.000 kr. Fjöldi
skilgreindra dagskammta á hverja 1000 íbúa á dag er
nú 43,07 sem samsvarar um það bil 12.000 ársmeð-
ferðum miðað við að meðferð fylgi skilgreindum dag-
skömmtum. Fyrstu níu mánuði ársins 2001 var sölu-
verðmæti statína 390 m.kr. og fer líklega í um það bil
520 m. kr. á árinu. Ef ódýrasta lyfið hefði verið notað
eingöngu næmi kostnaðurinn um það bil 470 m. kr.
Mismunurinn er 50 m. kr.
Eggert Sigfússon
Haukur Valdimarsson
Læknablaðið 2002/88 71