Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / AUKAVERKANIR / HVÍTBLÆÐISMEÐFERÐ í ÆSKU prufur eru ekki besta aðferðin til að meta langtíma- áhrif lyfjameðferðar á lifur (19). Ahrif krabbameinsmeðferðar á heyrn hafa lítið verið rannsökuð. Þessir sjúklingar fá mikið af sýkla- lyfjum sem sum hver geta valdið skemmdum á innra eyra og heyrnarskaði er því mögulegur. Af þeim 19 sjúklingum sem fóru í heyrnarpróf reyndust tveir hafa merki um heyrnarskaða sem ekki var hægt að skýra á annan hátt en sem hugsanlegar afleiðingar meðferðarinnar. Lítið er vitað um nákvæma tíðni slíkra heyrnarskemmda og því erfitt að meta hvort þetta sé óeðlilega mikill fjöldi. A óvart kom að svo margir hefðu merki um lungnateppu þar sem þekkt áhrif geislunar og metó- trexats eru fyrst og fremst lungnaherpa. Tveir sjúk- lingar hafa staðfesta lungnateppu og sex að auki hafa nokkur merki um sjúkdóminn. Ef til vill mætti álykta að orsakirnar fyrir teppunni sé aukin tíðni lungnasýk- inga í þessum einstaklingum vegna skaða á ónæmis- kerfi þeirra. Þessir sjúklingar hafa hins vegar ekki sögu um endurteknar sýkingar. Einungis einn sjúk- lingur hafði merki um herpusjúkdóm og voru þau mjög væg. Ahrif krabbameinsmeðferðar á hjarta eru vel þekkt. Anthracýclín og skyld lyf hindra vöxt hjarta- vöðvafrumna og auka líkur á hjartabilun og geta jafnvel leitt til dauða. Áhrifin eru háð skömmtum og gætir í mörg ár eftir meðferðarlok. Þótt flestir sem hafa fengið slíka meðferð séu enn einkennalausir eftir 15 ár eru skemmdirnar til staðar (17,18). í rann- sókninni reyndust allir hafa eðlilegt styttingarbrot og voru án einkenna um hjartasjúkdóm. Það ber þó að hafa í huga að mæling á styttingarbroti við áreynslu getur leitt í ljós skemmdir þó ekkert sjáist við hvfldar- mælingu (18). Vitað er að styrkur mótefna í blóði sjúklinga lækkar á meðan á hvítblæðismeðferð stendur. Lækk- unin virðist þó einungis vara tímabundið og flestir ná aftur fyrri styrk mótefna eftir að meðferð lýkur, mishratt þó eftir tegund mótefna (13,14). Erfitt er að túlka niðurstöðurnar sem fengust við mótefnamæl- ingarnar. Frávik á aðalflokkum voru óveruleg en á óvart kom hversu mikil frávikin voru á undirflokkum IgG og þá sérstaklega IgG2. Sjúklingarnir hafa ekki sögu um endurteknar sýkingar nú og því virðist þýðing þessarar lækkunar vera minniháttar. Engu að síður eru niðurstöðurnar athyglisverðar og benda til þess að fylgjast verði vel með mótefnaframleiðslu þessara sjúklinga. Mælingar á sértækum mótefnum, til dæmis gegn þeim sjúkdómum sem bólusett er fyrir, svo sem hettusótt og mislingum, gætu ef til vill varpað betur ljósi á þá þýðingu sem þetta getur haft. Það hefur sýnt sig að þótt magn mótefna í blóði sé aftur orðið eðlilegt getur verið skortur á sértækum mótefnum (13,15). Ovenju margir sjúklinganna þurfa á sérkennslu að halda og er mjög mikilvægt að skólayfirvöldum sé gerð grein fyrir þessu því þau börn sem hafa lifað af krabbamein eru fleiri í almenna skólakerfinu en heyrnarskert, sjónskert eða mjög fötluð börn (20). Erfitt er að draga afgerandi ályktanir af niðurstöðum okkar hvað þetta atriði varðar. Einstaklingarnir eru fáir og auk þess á misjöfnum aldri. Niðurstöður okk- ar renna þó stoðum undir það álit að meðferðin hafi nokkur áhrif á námsárangur. Hafa ber einnig í huga að árangur í skóla einn og sér er mjög gróf nálgun á áhrifum meðferðarinnar á hugræna hæfni sjúkling- anna og best væri að leggja víðtæk taugasálfræðileg próf fyrir börnin eins fljótt og auðið er eftir að þau greinast sem síðan væri hægt að bera saman við seinni tíma prófanir eftir að meðferð er lokið. Þar sem hópurinn er nokkuð misleitur er erfitt að bera niðurstöðurnar beint saman við erlendar rann- sóknir. Þótt hópurinn sé ekki stór gefa niðurstöð- urnar allgóða mynd af gerð og tíðni síðkominna og langvinnra aukaverkana og virðast þær sambærilegar niðurstöðum frá öðrum löndum. Greinilegt er að þær aukaverkanir sem lýst er í erlendum rannsóknum má einnig finna hérlendis og því nauðsynlegt að fylgja þeim sem læknast hafa af hvítblæði í æsku náið eftir í langan tíma. Þakkir Við viljum þakka þátttakendum fyrir þeirra framlag. Auk þess þökkum við Gillian Holt og Erlu Maríu Kristinsdóttur fyrir veitta aðstoð, Heyrnar- og tal- meinastöð Islands fyrir heyrnarmælingar, Gunnlaugi Sigfússyni fyrir framkvæmd og túlkun niðurstaðna ómskoðunar á hjarta og Birni Árdal fyrir hjálp við framkvæmd og túlkun niðurstaðna blástursprófa. Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og Krist- ínarsjóður styrktu rannsóknina. Heimildir 1. Nordic society of pediatric haematology and oncology (NOPHO). Childhood cancers in the nordic countries. Report on the epidemiologic and therapeutic results from registries and workgroups. NOPHO annual meeting, Stockholm 1996. 2. Gustafsson G, Garwicz S, Hertz H, Johannesson G, Jonmunds- son G, Moe PJ, et al. A population-based study of childhood acute lymphoblastic leukemia diagnosed from July 1981 through June 1985 in the five Nordic countries. Incidence, patients characteristics and treatment results. Acta Pædiatr Scand 1987; 76: 781-8. 3. Burchenal JH, Murphy ML. Long-term survivors in acute leukemia. Cancer Res 1965; 25: 1491-4. 4. Ochs J, Mulhern R. Long-term sequelae of therapy for childhood acute lymphoblastic leukaemia. Baillieres Clin Haematol 1994; 7: 365-76. 5. Moéll C, Marky I, Hovi L, Kristinsson J, Rix M, Moe PJ, et al. Cerebral irradiation causes blunted pubertal growth in girls treated for acute leukemia. Med Pediatr Oncol 1994; 22:375-9. 6. Kirk JA, Raghupathy P, Stevens MM, Cowell CT, Menser MA, Bergin M, et al. Growth failure and growth-hormone deficiency after treatment for acute lymphoblastic leukaemia. Lancet 1987; 1(8526): 190-3. 7. Groot-Loonen JJ, Otten BJ, van't Hof MA, Lippens RJJ, Stoelinga GBA. Influence of treatment modalities on pre- pubertal growth in children with acute lymphoblastic leuk- emia. Pediatr Hematol Oncol 1995; 12:343-53. 8. Crowne EC, Wallace WH, Gibson S, Moore CM, White A, Shalet SM. Adrenocorticotrophin and cortisol secretion in children after low dose cranial irradiation. Clin Endocrinol 1993; 39: 297-305. Læknablaðið 2002/88 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.