Læknablaðið - 15.01.2002, Side 31
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARENDURHÆFING
utanum heildstætt færnimat aldraðra sjúklinga er að
finna í „Öldrunarmat á Norðurlöndum“ sem út kom
á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins
1996. Þessi rammi skapar grunn fyrir þverfaglegt inn-
grip og lækningu. Öldrunin hefur áhrif á alla líffræði-
lega starfsemi sem er einnig mótuð af ytra álagi og
persónulegum lífsstfl sem leiðir til minnkaðrar starfs-
orku og þreks (mynd 1). Ahrif sjúkdóms á aldraðan
líkama eru skoðuð frá fjórum mikilvægum hliðum.
Örvarnar (<-*) þýða „getur leitt til“. Fötlun getur vax-
ið vegna fylgikvilla. Lækningin/endurhæfingin verkar
eins og „stuðpúði“ með því að fyrirbyggja eða draga
úr færnitapi vegna sjúkdóma. I lífinu er um að ræða
fjölþátta samspil og mynd 2 sýnir flæðiskema sem
getur aukið skilning á því hvar öldrunarteymi getur
beint aðgerðum sínum. Lækningin/endurhæfingin
getur komið utan frá eins og meðferð sjúkdóms eða
innan frá vegna betri þekkingar, viðhorfa og hegðun-
ar einstaklingsins.
Vefjameinafræði, líffæraskerðing, færnitap og fötl-
un eru notuð til að lýsa mismunandi aðstæðum sem
verða til vegna sjúkdóma eða slysa. Þær marka ein-
staklinginn samtímis. Sjálfsmat á eigin færni eða sú
tilfinning að vera öðrum háður er undir því komin
hvernig sambandið er á milli getu, persónulegs vilja
og félagslegra aðstæðna sem hér er kallað „óskir“ og
„þarfir“ (3). Færniskerðing vegna aldurs eða fötlunar
tengdri takmörkun á líkamlegri og andlegri getu er
mótuð af áhuga, væntingum, sjálfstrausti og sjálfræði
annars vegar og hins vegar af ytri þáttum sem marka
þá þýðingu sem færniskerðing hefur fyrir einstakling-
inn. Til þess að létta álag aldurs og sjúkdóma er nauð-
synlegt að draga úr því misvægi sem kann að ríkja á
milli fötlunar annars vegar og væntinga umhverfis og
sjúklings hins vegar. Þríhyrningurinn á mynd 3 lýsir
örorkunni sem bili á milli fötlunar, félagslegra að-
stæðna og persónulegra væntinga. Hægt er að draga
úr fötlunarbili á markvissan hátt með því að:
a) fyrirbyggja, meðhöndla og þjálfa upp færni (bæði
líkamlega og sálarlega).
b) bæta félagslegar aðstæður.
c) hvetja sjúkling til að taka þátt í endurhæfingunni
og/eða sætta sig við þær takmarkanir á færni sem
ekki er hægt að yfirstíga.
Öldrunarendurhæfing í framkvæmd
Sóknarfæri í endurhæfingunni skapast með þeim já-
kvæðu leiðum sem finnast til að bæta fæmi sjúkling-
anna, umhverfi þeirra og aðstæður. Ögrunin liggur í
því að efla getu sjúklings til að lifa sjálfstæðu lífi eins og
hægt er. Það má flokka viðfangsefnin í læknanlega
þætti, þætti sem hægt er að bæta með meðferð og þætti
sem eru ólæknanlegir en samt hægt að hindra að
versni. Líta má á öldrunarmat og -endurhæfingu sem
sambland af fyrsta, annars og þriðja stigs forvörnum.
Fyrsta stigs forvörn felst í því að breyta eða koma í veg
fyrir áhættuþátt. Annars stigs forvörn felst í því að
Meginleið til fötlunar
Innri þættir Ytri þættir
Öldrun
Llfsstlll 1 Meinafræði Umhverfi (sjúkdómar, slys)
Þekking - skilningur 1 Einkenni og ummerki Orsakameðferð
líffæraskemmda
Meðferðarheldni 1 Færni Einkennameðferð
Áhugi 1 Viðsnúanlegt færnitap Þjálfun (líkamleg, andleg)
Eigin umhirða 1 Fötlun ADL þjálfun
Óskir 1 Þarfir
Eigin væntingar —► 1 —F élagslegar aðstæður
Sjálfsbjörg T Háður öðrum Stuðningskerfi
Sjálfræði 1 Lífsgæði, vellíðan Umönnun
ADL = Athafnir daglegs lífs.
Örorka
Fötlun
Mynd 2.
Mynd 3.
greina og meðhöndla áhættuþælti eða sjúkdóma á
forstigi. Þriðja stigs forvöm felst í því að draga úr þeirri
færniskerðingu sem fylgir sjúkdómum með því að
beita meðferð/endurhæfingu. Gripið er samtímis inn í
alla þætti hins hreyfanlega jafnvægis (*-*) í líkaninu
(mynd 1). Best er að geta beint meðferð að frumunni
sjálfri með því að fjarlægja meinvald og fá fram
lækningu án einkenna eða líffæraskemmda. Ein-
kennameðferð (til dæmis verkjalyf eða blóðgjöf) dreg-
ur úr fæmitapinu sem skerðingin veldur. Þjálfun vegna
færniskerðingar eykur sjálfsbjargargetu (til dæmis
göngufærni). Efling fæmiþátta með hjálpartækjum
Læknablaðið 2002/88 31