Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA Tafla IV. Þéttni kopars (plasma) og cerúlóplasmíns (sermi) ásamt virkni (oxunarvirikni) cerúlóplasmíns (sermi) og súper- oxíödismútasa (SODl) (rauö blóökorn) í Alzheimer sjúklingum og einstaktingum í viömiöunarhópi af sama kyni og aldri. Ákvaröanir Sjúklingahópur meöalgildi - bil Viömiöunarhópur meöalgildi - bil Fjöldi para P gildi Þéttni kopars (|xmol/l) 19,1 11,4-30,0 19,4 15,0-36,0 44 >0,05 Þéttni cerúlóplasmíns (mg/l) 382 247-562 383 222-655 44 >0,05 Virkni cerúlóplasmíns (ein./ml) 89 47-155 136 79-227 26 0,0005** Virkni SODl (SOD 525 einingar) 269 221-339 287 230-359 36 0,019** " Tölfræðilega marktækur mismunur (niöurstöður samkvæmt Snædal et al. 1998; sjá heimildaskrá). öflugt ensím, hvort sem er eftir atvikum til oxunar eða afoxunar, og það getur eitt sér afoxað súrefni fullkom- lega í vatn (tafla III). Þá skiptir oxunarvirkni cerúló- plasmíns meginmáli í þá veru að tryggja rétt oxunar- stig á jámi (rétt hlutfall milli tvígilds og þrígilds járns) og með því óbeint að tryggja flutning þess um líkam- ann samanber á undan. Það eitt dregur einnig úr lík- um á því að oxunarskemmdir verði í líkamanum (25, 26). Cerúlóplasmín er ennfremur eitt svokallaðra álags- próteina í líkamanum og eykst að magni við ýmis kon- ar álag, ekki síst samfara aukinni súrefnisneyslu, svo sem við bólgur af hvers kyns toga (27). Hugmyndafræðin bak við rannsóknir okkar var að kanna hvort breytingar á magni eða virkni cerúló- plasmíns eða virkni SODl yrði vart í blóði sjúklinga með Alzheimer sjúkdóm eða Parkinson sjúkdóm í þeim mæli að það skipti máli við greiningu þessara sjúkdóma eða hefði gildi við mat á framvindu þeirra. Með því að bæði þessi ensím eru koparensím var magn kopars einnig ákvarðað í blóðinu. Við víkkuð- um svo rannsóknarsviðið með því að taka sýni úr sjúklingum með hreyfitaugungahrörnun (amyotrop- hic lateral sclerosis) og Downs heilkenni. í þeirri rannsókn vakti fyrir okkur að kanna hvort sömu eða svipaðar ensímbreytingar væru í blóði eldri sjúklinga með Downs heilkenni, sem sýna oftast merki um heilabilun, og eru í blóði Alzheimer sjúklinga. Þá tók- um við til samanburðar sýni úr blóði fólks með ein- hverfu (autism). Einhverfa er, öfugt við Alzheimer sjúkdóm, Parkinson sjúkdóm, hreyfitaugungahrörn- un og Downs heilkenni með einkennum um heila- bilun, talin vera sjúkdómsástand sem einkennist af þroskahefti eða misþroska í miðtaugakerfinu fremur en hrörnun og dauða á áður fullþroskuðum frumum. Loks var rannsóknarsviðið til samanburðar víkkað út til þess að ná einnig lil sauðfjár og líkum á riðusmiti í því. Við riðurannsóknirnar var af sökum sem síðar ræðir lögð sérstök áhersla á að ákvarða virkni glútatí- onperoxídasa og magn mangans auk kopars í blóðinu. Verður í lokin vikið að þeim rannsóknum. Kopar og oxavarnarensím í Alzheimer- sjúkdómi og Downs heilkenni Gerðar voru tvenndarrannsóknir (case control studies) á allt að 40 tvenndum eða pörum þar sem annars vegar voru sjúklingar með skilgreindan Alz- heimer sjúkdóm, en hins vegar einstaklingar af sama kyni og aldri, sem töldust heilbrigðir samkvæmt nán- ari skilmerkjum. Lagt var fyrir sjúklingana einfalt vit- rænt próf (Mini Mental State Examination = MMSE). Töldust þeir að jafnaði hafa meðalþungan sjúkdóm (moderate) með að meðaltali 16 stig af 30 möguleg- um. Helstu niðurstöður eru sýndar í töflu IV. Niðurstöður þessara rannsókna voru á þá leið að magn kopars var innan þeirra marka sem telst eðli- legt. Oxunarvirkni cerúlóplasmíns og SODl virknin var hins vegar marktækt minni í sjúklingunum en í samanburðarhópnum. Enginn munur var á magni cerúlóplasmíns í þessum tveimur hópum. Merkir það því að sérvirkni cerúlóplasmíns (virkni í hlutfalli við massa) var miklum mun minni í sjúklingunum en í samanburðarhópnum (ekki sýnt í töflu IV). Ekki fannst að marktæk tengsl væru milli breytinga á virkni cerúlóplasmíns og SODl virkni, né var í þessari rann- sókn unnt að tengja breytingar á ensímvirkni við ald- ur eða lengd sjúkdómsins eða niðurstöður í MMSE prófi (6). Margir af þeim sjúklingum sem tóku þátt í rann- sókninni eru nú, að fimm til sex árum liðnum, enn á lífi. Er til athugunar að fá þá til rannsóknar á ný til þess að kanna hvort breytingar á virkni oxavarnar- ensíma í blóði hafi eitthvert forsagnargildi um sjúk- dómsferilinn. Þetta er sérlega áhugavert í Ijósi þess að í velgerðri tvenndarrannsókn var aukin fituoxun (lipid peroxidation) í gagnaugageira Alzheimer sjúklingapost mortem í samanburði við fólk í viðmið- unarhópi. Samtímis var virkni SODl og katalasa (klýfur H202) einnig marktækt minni, en ekki virkni glútatíonperoxídasa (28). Downs heilkenni er meðfæddur ágalli eða sjúk- dómur sem langoftast er að rekja til þrísætu (tri- somia) á litningi 21, en sjaldnast er arfgengur. Slíkt ofmagn gena ber með sér margháttað þroskahefti og samfara því eru sjúklegar breytingar í mörgum líffær- um. I þessum einstaklingum er meðal annars eitt aukalegt gen fyrir forstigsprótein (APP) mýildis, en mýildi er uppistaðan í heilaskellum eins og áður er vikið að. Svo sem vænta má eru slíkar heilaskellur langoftast greinanlegar hjá sjúklingum með Downs heilkenni þegar fyrir fertugt og heilabilunareinkenni eru algeng upp úr fimmtugu (29). 664 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.