Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 11
RITSTJDRNARGREiniAR
Hvers vegna viðbúnað
við bólusótt?
Atburðirnir 11. september 2001 og mánuðina þar á
eftir höfðu djúpstæð áhrif á viðhorf manna til hryðju-
verka. Hefðbundnar hugmyndir um varnar- og ör-
yggismál hafa verið endurskoðaðar. Hryðjuverkum
er nú á dögum beint gegn almenningi með þeim hætti
að hefðbundinn hernaður kemur ekki að notum. Ott-
ast er að sýkla- og eiturefnavopnum sem engan veg-
inn hafa verið óþekkt verði nú beint gegn fólki.
Markmiðið með hryðjuverkum, eða ofurhryðjuverk-
um eins og farið er að kalla þau, er núorðið að valda
sem mestu manntjóni og skiptir þá líf hryðjuverka-
mannsins sjálfs engu máli. Eina raunhæfa leiðin til að
bregðast við afleiðingum slíkra atburða af völdum
sýkla og eiturefna er að efla heilbrigðisþjónustuna og
þær sóttvarnir sem fyrir hendi eru.
I skýrslu Landlæknisembættisins til heilbrigðis-
ráðherra um mat á áhrifum sýkla- og eiturefnavopna
á lýðheilsuna (1) er bólusótt einn þeirra sjúkdóma
sem talinn er koma til greina að beita sem vopni gegn
mönnum. Þótt bólusótt sé ekki líklegasta vopnið sem
beitt yrði í hernaði eða hryðjuverki er hún það
skæðasta því sjúkdómurinn berst auðveldlega milli
manna, dánartalan er há eins og sagan vitnar um.
Bólusótt er íslendingum vel kunn. Heimildir um
bólusóttina 1707-1709 eru einstakar í heiminum vegna
þess hve vel þær lýsa afleiðingum hennar í samfélagi
þar sem ónæmi gegn sjúkdómnum er ekki til staðar
hjá flestum þegnunum. Þá lést meir en fjórðungur
þjóðarinnar, flestir á besta aldri. Bólusetning gegn
bólusótt hófst hér á landi sem víða annars staðar í upp-
hafi 19. aldar. Bólusetningum var síðan hætt í heim-
inum eftir að bólusótt var endanlega útrýmt sem
náttúrulegum sjúkdómi fyrir rúmum 20 árum. Af-
leiðingin er dvínandi ónæmi gegn sjúkdómnum með-
al almennings og er ástandið í heiminum farið að
minna á það sem ríkti á íslandi í upphafi 18. aldar.
Birgðum af bólusóttarveirunni hefur verið haldið
á sérstökum völdum öryggisrannsóknarstofum í Rúss-
landi og Bandaríkjunum. Ekki er hægt að útiloka að
veiruna sé að finna annars staðar. Af þeirri ástæðu
hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ítrekað frest-
að þeirri ákvörðun sinni að eyðileggja þær birgðir
sem heimilað var að varðveita eftir að bólusótt var
útrýmt (2).
Islensk heilbrigðisyfirvöld hafa nú samþykkt varn-
ar- og viðbragðsáætlun við bólusótt að fenginni um-
sögn sóttvarnaráðs. Áætlunin er birt í þessu tölublaði
Læknablaðsins. Norrænu heilbrigðisráðherrarnir gáfu
út yfirlýsingu í Svíþjóð þann 19. ágúst síðastliðinn um
að þjóðirnar hafi samráð um varnir við bólusótt jafn-
framt því sem þær vinna með öðrum fjölþjóðlegum
stofnunum.
Útrýming bólusóttar sem var talin mikill sigur fyrir
mannkynið er nú orðin vandamál okkar allra og verð-
ur það á komandi áratugum. Þeir kostir sem bjóðast
til að verjast bólusótt eru bólusetning, einangrun og
afkvíun. Lyfjameðferð er enn sem komið er ekki raun-
hæfur kostur. Mikilvægast af öllu er að tryggja getu til
að greina bólusótt klínískt, á rannsóknarstofu og með
vöktunarkerfi. Á næstu misserum fer frarn nánari
skipulagning á aðgerðum á vegum sóttvarnalæknis
sem byggjast á áætluninni um viðbrögð við bólusótt.
Vonandi geta þær orðið fyrirmynd að aðgerðum gegn
öðrum atburðum af völdum sýkla og eiturefna.
Heimildir
1. Guömundsson S, Briem H. Mat á áhrifum sýkla- og eiturefna-
vopna á lýðheilsuna. Varnir og viðbrögð gegn sýkla-, eitur-
efna- og geislaatburðum á íslandi. Júní 2002.
2. Resolution WHA 55.15. WHO Assembly 2002.
Haraldur Briem
Höfundur er
sóttvarnalæknir.
i
Læknablaðið 2003/89 655