Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÖG UM SJÚKLINGATRYGGINGU Að áliti sérfræðings utan TR var vel að aðgerð staðið og tjónið væri hvorki unnt að fella undir 1., 2. né 3. tölulið 2. gr. STL. Varðandi 4. tölulið 2. gr. var tilgreint að við þessar aðgerðir væri leki frá maga eða magastúf þungvægasti fylgikvilli aðgerðanna og heildartíðni leka frá maga, skeifugörn eða görn í til- vitnuðum fræðigreinum samanlagt í 3,75% tilvika. Fylgikvillinn væri því ekki svo sjaldgæfur að unnt væri að fella hann undir 4. tl. 2. gr. Úrskurðarnefnd leitaði eftir upplýsingum um fæðugjöf til sjúklings og fékk bréf frá sjúkrahúsi með ítarlegum upplýsingum um vökva- og fæðugjöf til sjúklings, sem fór á létt fæði á fimmta degi eftir að- gerð án þess að verða meint af. Úrskurðarnefnd ósk- aði einnig eftir upplýsingum frá sjúklingi um það hvort hann teldi sig hafa orðið fyrir varanlegu tjóni eða náð bata, og ef sjúklingur teldi sig hafa orðið fyrir varanlegu tjóni að lagt yrði fram læknisvottorð þar sem afleiðingum væri lýst. Engin skrifleg viðbótar- gögn bárust frá sjúklingi. Niðurstaða úrskurðarnefndar var að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að mistök hefðu átt sér stað við næringu sjúklings. Bótaskyldu samkvæmt 1. tölu- lið var hafnað og ekki talið að töluliðir 2 og 3 ættu við. Úrskurðarnefndin tiltók sérstaklega að sam- kvæmt 4. tölulið skuli greiða bætur ef tjón sem hlýst af sýkingu er meira en svo að sanngjamt sé að sjúk- lingur þoli það bótalaust, og að í lagaákvæðinu séu gefin viðmið þar að lútandi: a. líta skal til þess hve tjónið er mikið. b. líta skal til sjúkdóms og heilsufars viðkomandi að öðru leyti. c. taka skal mið af því hvort algengt sé að tjón verði af umræddri meðferð. d. hvort eða að hve miklu leyti mátti gera ráð fyrir að hætta væri af slíku tjóni. Viðurkennt var að sjúklingur hefði orðið fyrir tjóni í kjölfar aðgerðar en ekki yrði annað ráðið af gögnum málsins en að aðgerðin hafi náð tilgangi sínum, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í kjölfarið. Að mati nefndarinnar hafði kærandi ekki orðið fyrir miklu tjóni í skilningi 4. töluliðar 2. gr. laga um sjúk- lingatryggingu. Niðurstaða nefndarinnar var sú að þrátt fyrir að sýking í kjölfar aðgerðar hafi valdið kæranda miklum tímabundnum erfiðleikum væri bótaskylda samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu ekki fyrir hendi. Fylgikvillar eftir lyfjagjöf vegna illkynja sjúkdóms. Bótaskylda ekkifyrir hendi Kvörtun 57 ára sjúklings um örvefsmyndun, þrota og vöðvabólgu í hægri handlegg eftir lyfjagjöf með lyf- inu Epirubicin vegna meðferðar við krabbameini. Að áliti sérfræðings utan TR var um að ræða afar fágæta aukaverkun lyfsins. Lyf af þessum lyfjaflokki hefðu vel þekkta, mikla vefjaertingu í för með sér en viðbragð það sem sjúklingur sýndi við lyfjagjöfinni væri hins vegar langt umfram þessar þekktu hliðar- verkanir. Ekki var talið að lyfið hafi verið ranglega gefið þó síðari lyfjagjafir hafi verið þynntar enn frek- ar þegar í ljós komu hliðarverkanir lyfjagjafarinnar. Úrskurðarnefnd leitaði eftir og fékk upplýsingar um lytjabrunna og reglur varðandi uppsetningu þeirra. Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. laga um sjúklingatrygg- ingu greiðast bætur ekki ef rekja má tjón til eiginleika lyfs sem notað er við rannsókn eða sjúkdómsmeð- ferð. Eini möguleiki til bótaskyldu vegna afleiðinga lyfjagjafar er ef mistök hafa átt sér stað við lyfjagjöf eða ef beita hefði mátt annarri jafngildri meðferð sem ekki hefði haft í för með sér sambærilega hættu á aukaverkunum. Niðurstaða úrskurðarnefndar var að í máli þessu væri verið að leita lækninga við mjög alvarlegum veikindum. Meðferð hefði verið í samræmi við venju í sambærilegum tilvikum. Eðlilegt og forsvaranlegt hefði verið að gefa lyfið Epirubicin þrátt fyrir þekkt- ar aukaverkanir. Viðbrögð starfsfólks við hliðarverk- unum voru eðlileg. Ekki var tilefni til þess að þynna lyfið frekar fyrr en sýnt var hve alvarleg viðbrögð sjúklings voru. Skilyrði fyrir bótaskyldu voru ekki talin vera fyrir hendi. Meðferð við hjartasjúkdómi. Máli vísað frá, bótarétt- ur ekki fyrir hendi Kvörtun fullorðins afkomanda 80 ára sjúklings um ófullnægjandi meðferð á heilsugæslustöð og á Land- spítala við hjartasjúkdómi sjúklings sem lést nokkr- um vikum síðar eftir hjartaáfall. Ekki var leitað eftir sérfræðiáliti utan TR. Úr- skurðarnefnd vísaði málinu frá þar sem kærandi átti ekki bótarétt samkvæmt lögunum. Þeir sem eiga bótarétt eru annars vegar sjúkhngar sem verða fyrir heilsutjóni og hins vegar þeir sem missa framfæranda við andlát slíkra sjúklinga. Fylgikvillar eftir svuntuaðgerð. Bótaskylda ekki fyrir hendi Kvörtun 33 ára sjúklings um sýkingu og sáramyndun eftir svuntuaðgerð á kvið sem tók nokkurn tíma að ráða bót á. Að áliti sérfræðings utan TR var ærin ástæða til þess að framkvæma aðgerðina, rétt var að henni stað- ið og hún gerð á viðurkenndri stofnun. Sýking kom í skurðsárið og fékk sjúklingur viðeigandi meðferð og góðan stuðning vegna þessa. Samfara aðgerðinni voru þó talsverðar líkur á sýkingu vegna afleiðinga slyss, tíðra sýkinga í nára og húðfellingu, sýkinga áður í kjölfar skurðaðgerða og vegna reykinga. Úrskurðarnefndin taldi að eðlilega hafi verið stað- ið að aðgerðinni og meðferð við sýkingunni þegar hún kom upp. Meðferðin hafi vissulega tekið nokkurn tíma en hafi verið viðeigandi og skilað ár- angri. Bótaskylda samkvæmt 1. tölulið kæmi því ekki 704 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.