Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÖG UM SJÚKLINGATRYGGINGU ferð sjúklings eða eftirlit með honum. Ekki er skil- yrði að læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður hafi gerst sekur um handvömm eða vanrækslu. Við matið ber að líta til raunverulegra aðstæðna eins og þær voru þegar sjúklingur var til meðferðar, þar á meðal þeirra tækja, búnaðar, lyfja og aðstoðarmanna sem voru tiltækir, og einnig til þess hvort læknisverk eða önnur meðferð þoldi ekki bið eða hvort nægur tími var til umráða. Matið á að byggja á þeim raunverulegu að- stæðum sem fyrir hendi voru í hveiju tilviki og það eru því gerðar minni kröfur ef aðstæður voru erfiðar (13). 2. töluliður 2. töluliður tekur til tjóns sem orsakast af bilun eða galla í lækningatæki eða öðrum búnaði sem notaður er við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Tjónið getur falist í því að niðurstöður rannsóknar verði rangar af því að rannsóknartæki starfar ekki rétt eða til dæmis að tjón hlýst af bilun eða galla í búnaði eða tækjum sem notuð eru við skurðaðgerð og svæfingu. Orsök bilunar eða galla skiptir ekki máli og ekki heldur hvort gallinn er leyndur eða hann hefði átt að uppgötvast með eðlilegri aðgát (14). 3. töluliður Ef tjón verður hvorki rakið til mistaka í skilningi 1. töluliðar né bilunar eða galla samkvæmt 2. tölulið kemur 3. töluliður til skoðunar. Hann varðar tjón sem ekki verður séð fyrr en eftir á að unnt hefði verið að afstýra með því að velja aðra aðferð eða tækni til meðferðar og ætla má að ekki hefði leitt til tjóns. Það er skilyrði að önnur aðferð eða tækni hafi verið til og í raun hafi verið kostur á henni. í öðru lagi er skilyrði að þessi aðferð eða tækni hefði að minnsta kosti gert sjúklingi sama gagn og sú meðferð sem var notuð. Það mat fer fram á grundvelli þeirrar læknisfræðilegu þekkingar og reynslu sem fyrir hendi var þegar sjúk- lingur gekkst undir meðferðina. Loks verður að vera unnt að slá því föstu að líklega hefði mátt afstýra tjóni ef beitt hefði verið annarri jafngildri meðferðar- aðferð eða tækni (15). Þessi töluliður tekur ekki til tjóns af völdum rangrar sjúkdómsgreiningar (16). 4. töluliður 4. töluliður tekur til ýmissa tjónstilvika þar sem ekki hefði verið unnt að komast hjá tjóni, jafnvel þó beitt hefði verið annarri meðferðaraðferð eða tækni. Markmiðið með 4. tölulið er að ná til heilsutjóns sem fellur ekki undir 1.-3. tölulið en ósanngjarnt þykir að sjúklingar þoli bótalaust, einkum vegna misvægis milli annars vegar þess hversu tjónið er mikið og hins vegar hve veikindi sjúklings voru alvarleg og þeim afleiðingum af rannsókn eða meðferð sem almennt mátti búast við. Fylgikvillinn þarf því bæði að vera alvarlegur í samanburði við veikindi sjúklings og til- tölulega sjaldgæfur. 4. töluliður tekur til hvers konar fylgikvilla, þar á meðal sýkinga sem að öllum líkindum stafa af rann- sókn eða meðferð. Fylgikvilli sem rakinn verður til sjúkdóms sem átti að lækna og tengist ekki rannsókn eða sjúkdómsmeðferð veitir hins vegar engan rétt til bóta samkvæmt þessu ákvæði. Það nægir ekki til bótaskyldu að fylgikvillinn sem slíkur hafi alvarlegar afleiðingar. Það verður að taka mið af eðli veikinda sjúklings og því hversu mikil þau eru, svo og almennu heilbrigðisástandi hans. Ef augljós hætta er á að sjúklingur hljóti mikla örorku eða deyi ef sjúkdómurinn er látinn afskiptalaus verða menn að sætta sig við verulega áhættu á alvarlegum eftirköstum meðferðar, það er að segja fylgikvillum. Minni háttar fylgikvilla verða menn einnig að sætta sig við ef unnið er að lækningu sjúkdóms sem ekki er alveg meinalaus (17). Fylgikvillinn verður því að vera nokkuð alvarlegur í samanburði við sjúkdóminn sem sjúklingurinn er haldinn. Til að fylgikvilli teljist nægi- lega alvarlegur er miðað við að afleiðingar fylgikvill- ans séu meiri og alvarlegri en búast hefði mátt við að orðið hefði ef grunnsjúkdómur sjúklings hefði ekki verið meðhöndlaður (18). Til að bótaskylda sé fyrir hendi þarf sjúklingur að vera talsvert verr settur eftir aðgerðina/meðferðina en fyrir hana. Við matið ber einnig að líta til þess hversu al- gengur fylgikvillinn er og hvort eða að hve miklu leyti mátti gera ráð fyrir hættunni á fylgikvilla í sjúkdóms- tilfellinu sem um var að ræða. Því meiri sem hættan er á fylgikvilla eftir eðlilega meðferð, þeim mun meira tjón verður sjúklingur að þola bótalaust. Ekki skiptir máli hvort læknir hefur sagt sjúklingi frá hætt- unni á fylgikvilla eða ekki. Þegar metið er hvort fylgi- kvilli í kjölfar læknismeðferðar er nógu slæmur til að bótaskylda sé fyrir hendi þarf meðal annars að líta til upplýsinga um tíðni fylgikvilla við sambærilegar að- stæður (19). Miðað hefur verið við að sé hætta á fylgi- kvilla meiri en 1-2% miðað við læknisfræðilega þekk- ingu og reynslu sé fylgikvillinn ekki nægilega sjald- gæfur til að bótaréttur samkvæmt þessu ákvæði komi til greina (20). Slys Sjúklingatryggingin er ekki slysatrygging og er ekki ætlað að greiða bætur vegna annarra slysa en þeirra sem falla undir 2. gr. laganna. Þó er gerð sú undan- tekning að slys sem ekki er í beinum tengslum við meðferð sjúklings telst bótaskylt ef það verður á heil- brigðisstofnun eða hjá aðila sem lögin taka til og það hefur borið þannig að að telja verður að bótaábyrgð hafi stofnast samkvæmt almennum reglum skaða- bótaréttar (21). Tjón sem rekja má til eiginleika lyfs í lögunum er sérstaklega tekið fram að bætur greið- ast ekki ef tjón er að rekja til eiginleika lyfs (22). Þó er bótaskylt tjón sem verður vegna þess að læknir gefur röng eða ófullnægjandi fyrirmæli um töku lyfja 700 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.