Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA Pær rannsóknir sem hér eru raktar benda til þess að truflanir á virkni oxavarnarensíma séu til staðar í blóði sjúklinga með alla þá hrörnunarsjúkdóma sem rannsakaðir hafa verið. Slíkar breytingar urðu hins vegar ekki greindar í blóði fólks með einhverfu, sem ekki verður talin til hrörnunarsjúkdóma í miðtauga- kerfi. Sérlega áhugaverðar voru rannsóknir á Parkin- son sjúklingunt sem sýndu að ensímvirknin fór minnkandi með sjúkdómslengdinni. Endurrannsókn á þessum sjúklingum sem nú er hafin mun væntan- lega varpa ljósi á gildi ákvarðana á SODl virkni og virkni cerúlóplasmíns fyrir mat á sjúkdómsferlinum. Fyllri rannsókn á gildi ákvarðana á GPO virkni í blóði sauðfjár mun og að líkindum skýra betur hvert sé forspárgildi slíkra ákvarðana um uppkomu riðu eða hættu á riðusmiti. Ef rétt reynist að ákvarðanir á oxavarnarensímum í blóði hafi gildi við greiningu á hrörnunarsjúkdóm- um í miðtaugakerfinu, er líklegt að þessir sjúkdómar séu ekki eingöngu bundnir við miðtaugakerfið. Þótt sjúkdómseinkennin séu að vísu bundin við miðtauga- kerfið útilokar það samt ekki að truflanir í oxavörn- um mætti finna í flestum vefjum. I þessu sambandi ber að minnast þess að oxun er mikil í miðtaugakerf- inu samfara því að oxavarnir eru þar minni en í flest- um öðrum líffærum. Þær rannsóknir sem hér greinir frá benda jafnframt til þess að mismunandi kunni að vera hver oxavarnarensím truflast í tilteknum sjúk- dómum. í þessu sambandi vekur sérstaka athygli að minnkandi virkni cerúlóplasmíns eða SODl þegar fyrir kemur verður ekki rakin til skorts á kopar, né minnkandi virkni GPO í sauðfé með grun um riðu að svo komnu máli lil skorts á selen. Bendir það óneitan- lega til þess að innbygging á kopar í virk sæti í ensím- sameindir cerúlóplasmíns og SODl eða innbygging á seleni í virk sæti í GPO sé úr lagi færð. Allt þetta býður upp á fyllri rannsóknir. Við alla hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu, ekki síst við riðu, er að kalla mikill ofþroski eða of- fjölgun á svokölluðum stirnufrumum (astrocytosis) (1). Stirnufrumur eru helsta tegund sérstakra band- vefsfrumna (glíafrumur) í miðtaugakerfinu og gegna þær margvíslegu hlutverki til hjástoðar við tauga- frumurnar, meðal annars við orkunám, endurupp- töku boðefna og að einhverju leyti við bólgusvörun svo og við myndun örvefs, og þekkjast ekki í öðrum líffærum. Því hefur verið haldið fram að við hrörnun- arsjúkdóma í miðtaugakerfinu á borð við riðu gæti frumáverkunin verið á stirnufrumurnar og það síðan orðið ákvarðandi fyrir skemmdir á taugafrumum á mismunandi stöðum í miðtaugakerfinu (40). Ef þetta er rétt gæti það þýtt að veiklaðar oxavarnir bitnuðu einungis eða fyrst og fremst á miðtaugakerfinu, enda þótt greina mætti einnig veiklaðar oxavarnir í öðrum líffærum einkennalítið. Ensímið glútamínsýntasi sem er manganensím og eingöngu kemur fyrir í stirnufrumum er talið vera Virkni glútatíonperoxídasa (ein./g Hb) 6OO-1 5004 Flokkur 1 Flokkur 2 Flokkur 3 Flokkur 3a Mynd 5. GPO virknin í blóði úr ám í öllum fjóruni flokkum. GPO virknin var marktœkt minni í báðum umferðum í sýnum úr ám frá bœjum sem taldir voru í smithœttu (flokkur 3), og í ám frá nýjasta riðubœnum (flokkur 3a), heldur en í sýnum úr ám frá bœjum þar sem riðulaust hafði verið í 8-10 ár (flokkur 2) eða riða aldrei komið upp eða verið riðulaust í 40 ár eða lengur (flokkur 1). GPO virknin hefur tilhneigingu til þess að minnka í meðgöngu (rauð- ar súlur). Þessa varð vart íflokkum 1 og 2, en ekki íflokki 3 (sjá einnig texta við mynd 5). (Tekið eftir Þorkeli Jóhannessyni og Sigurði Sigurðarsyni 2002; sjá heimildaskrá.) sérlega næmt gagn oxunarskemmdum. Ensím þetta skiptir meginmáli í þá veru að stýra umbrotum á glútamínsýru sem er helsta örvandi boðefnið í heilan- um. Truflun á starfi glútamínsýntasa getur leitt til aukinnar glútamínsýruvirkni með eftirfarandi virkj- un á margs konar ensímum og vaxandi hættu á frek- ari oxunarskemmdum auk breytinga í magni mang- ans í frumunum (31, 41). Vísbendingar eru í þá veru að virkni glútamínsýntasa sé einmill skert í Alzheim- er sjúkdómi í þeim hlutum heilans sem oftast verða verst úti í þeim sjúkdómi (42). Annað ensímkerfi sem mjög er bundið við stirnufrumur og skiptir megin- máli við orkunám í heilanum er kreatínfosfatasi. Bil- un í þessu ensímkerfi virðist einnig vera áberandi í heila við Alzheimer sjúkdóm (42, 43) Lykillinn að dýpri skilningi á tilurð hrörnunarsjúkdóma í ntið- taugakerfinu kann því að vera fólginn í rannsóknum á stirnufrumum engu síður en taugafrumunum sjálf- um. Ef bilaðar oxavarnir skipta umtalsverðu máli fyrir uppkomu hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu er líklegt að um arfbundnar breytingar sé að ræða í sumum tilvikum, en í öðrum tilvikum ekki. Hér virð- ist þó enn vera sem næst óplægður akur til rann- sókna. Hvernig sem þessu er farið og hvernig sem á er litið hlýtur tilbúningur lyfja, er efla oxavarnir lík- amans samt að vera leið sem verður að skoða tilfulln- ustu, við meðferð á hrörnunarsjúkdómum í miðtauga- kerfinu. Lyf með súperoxídasavirkni (23) eða til þess að binda kopar eða zink (44) og þar með hugsanlega draga úr vefjaskemmandi verkun súrefnisfríhópa eru á tilraunastigi, hver svo sem gagnsemi þeirra til lækn- inga kann að verða. Eldri oxavarnandi lyf hafa sýnt Læknablaðið 2003/89 669
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.