Læknablaðið - 15.09.2003, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA
Pær rannsóknir sem hér eru raktar benda til þess
að truflanir á virkni oxavarnarensíma séu til staðar í
blóði sjúklinga með alla þá hrörnunarsjúkdóma sem
rannsakaðir hafa verið. Slíkar breytingar urðu hins
vegar ekki greindar í blóði fólks með einhverfu, sem
ekki verður talin til hrörnunarsjúkdóma í miðtauga-
kerfi. Sérlega áhugaverðar voru rannsóknir á Parkin-
son sjúklingunt sem sýndu að ensímvirknin fór
minnkandi með sjúkdómslengdinni. Endurrannsókn
á þessum sjúklingum sem nú er hafin mun væntan-
lega varpa ljósi á gildi ákvarðana á SODl virkni og
virkni cerúlóplasmíns fyrir mat á sjúkdómsferlinum.
Fyllri rannsókn á gildi ákvarðana á GPO virkni í
blóði sauðfjár mun og að líkindum skýra betur hvert
sé forspárgildi slíkra ákvarðana um uppkomu riðu
eða hættu á riðusmiti.
Ef rétt reynist að ákvarðanir á oxavarnarensímum
í blóði hafi gildi við greiningu á hrörnunarsjúkdóm-
um í miðtaugakerfinu, er líklegt að þessir sjúkdómar
séu ekki eingöngu bundnir við miðtaugakerfið. Þótt
sjúkdómseinkennin séu að vísu bundin við miðtauga-
kerfið útilokar það samt ekki að truflanir í oxavörn-
um mætti finna í flestum vefjum. I þessu sambandi
ber að minnast þess að oxun er mikil í miðtaugakerf-
inu samfara því að oxavarnir eru þar minni en í flest-
um öðrum líffærum. Þær rannsóknir sem hér greinir
frá benda jafnframt til þess að mismunandi kunni að
vera hver oxavarnarensím truflast í tilteknum sjúk-
dómum. í þessu sambandi vekur sérstaka athygli að
minnkandi virkni cerúlóplasmíns eða SODl þegar
fyrir kemur verður ekki rakin til skorts á kopar, né
minnkandi virkni GPO í sauðfé með grun um riðu að
svo komnu máli lil skorts á selen. Bendir það óneitan-
lega til þess að innbygging á kopar í virk sæti í ensím-
sameindir cerúlóplasmíns og SODl eða innbygging á
seleni í virk sæti í GPO sé úr lagi færð. Allt þetta
býður upp á fyllri rannsóknir.
Við alla hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu,
ekki síst við riðu, er að kalla mikill ofþroski eða of-
fjölgun á svokölluðum stirnufrumum (astrocytosis)
(1). Stirnufrumur eru helsta tegund sérstakra band-
vefsfrumna (glíafrumur) í miðtaugakerfinu og gegna
þær margvíslegu hlutverki til hjástoðar við tauga-
frumurnar, meðal annars við orkunám, endurupp-
töku boðefna og að einhverju leyti við bólgusvörun
svo og við myndun örvefs, og þekkjast ekki í öðrum
líffærum. Því hefur verið haldið fram að við hrörnun-
arsjúkdóma í miðtaugakerfinu á borð við riðu gæti
frumáverkunin verið á stirnufrumurnar og það síðan
orðið ákvarðandi fyrir skemmdir á taugafrumum á
mismunandi stöðum í miðtaugakerfinu (40). Ef þetta
er rétt gæti það þýtt að veiklaðar oxavarnir bitnuðu
einungis eða fyrst og fremst á miðtaugakerfinu, enda
þótt greina mætti einnig veiklaðar oxavarnir í öðrum
líffærum einkennalítið.
Ensímið glútamínsýntasi sem er manganensím og
eingöngu kemur fyrir í stirnufrumum er talið vera
Virkni glútatíonperoxídasa (ein./g Hb)
6OO-1
5004
Flokkur 1 Flokkur 2 Flokkur 3 Flokkur 3a
Mynd 5. GPO virknin í blóði úr ám í öllum fjóruni flokkum. GPO virknin var marktœkt
minni í báðum umferðum í sýnum úr ám frá bœjum sem taldir voru í smithœttu (flokkur 3),
og í ám frá nýjasta riðubœnum (flokkur 3a), heldur en í sýnum úr ám frá bœjum þar sem
riðulaust hafði verið í 8-10 ár (flokkur 2) eða riða aldrei komið upp eða verið riðulaust í 40 ár
eða lengur (flokkur 1). GPO virknin hefur tilhneigingu til þess að minnka í meðgöngu (rauð-
ar súlur). Þessa varð vart íflokkum 1 og 2, en ekki íflokki 3 (sjá einnig texta við mynd 5).
(Tekið eftir Þorkeli Jóhannessyni og Sigurði Sigurðarsyni 2002; sjá heimildaskrá.)
sérlega næmt gagn oxunarskemmdum. Ensím þetta
skiptir meginmáli í þá veru að stýra umbrotum á
glútamínsýru sem er helsta örvandi boðefnið í heilan-
um. Truflun á starfi glútamínsýntasa getur leitt til
aukinnar glútamínsýruvirkni með eftirfarandi virkj-
un á margs konar ensímum og vaxandi hættu á frek-
ari oxunarskemmdum auk breytinga í magni mang-
ans í frumunum (31, 41). Vísbendingar eru í þá veru
að virkni glútamínsýntasa sé einmill skert í Alzheim-
er sjúkdómi í þeim hlutum heilans sem oftast verða
verst úti í þeim sjúkdómi (42). Annað ensímkerfi sem
mjög er bundið við stirnufrumur og skiptir megin-
máli við orkunám í heilanum er kreatínfosfatasi. Bil-
un í þessu ensímkerfi virðist einnig vera áberandi í
heila við Alzheimer sjúkdóm (42, 43) Lykillinn að
dýpri skilningi á tilurð hrörnunarsjúkdóma í ntið-
taugakerfinu kann því að vera fólginn í rannsóknum
á stirnufrumum engu síður en taugafrumunum sjálf-
um.
Ef bilaðar oxavarnir skipta umtalsverðu máli fyrir
uppkomu hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu er
líklegt að um arfbundnar breytingar sé að ræða í
sumum tilvikum, en í öðrum tilvikum ekki. Hér virð-
ist þó enn vera sem næst óplægður akur til rann-
sókna. Hvernig sem þessu er farið og hvernig sem á
er litið hlýtur tilbúningur lyfja, er efla oxavarnir lík-
amans samt að vera leið sem verður að skoða tilfulln-
ustu, við meðferð á hrörnunarsjúkdómum í miðtauga-
kerfinu. Lyf með súperoxídasavirkni (23) eða til þess
að binda kopar eða zink (44) og þar með hugsanlega
draga úr vefjaskemmandi verkun súrefnisfríhópa eru
á tilraunastigi, hver svo sem gagnsemi þeirra til lækn-
inga kann að verða. Eldri oxavarnandi lyf hafa sýnt
Læknablaðið 2003/89 669