Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA Tafla I. Alzheimer sjúkdómur og Parkinson sjúkdómur: Nokkur meginatriöi. Sjúkdómar - Orsakir Útfellingar í heila x) Staösetning í heila x) Ríkjandi taugaskaöix> Ríkjandi einkenni Ríkjandi lyfjameöferö Árangur af lyfjameöferö Alzheimer sjúkdómur (orsakir: þekktar genabreytingar í 5-10% tilvika; annars óþekktar) mýildi (amyloid p peptlö) I heila- skellum, tau-prótein gagnaugageiri, hvirfilgeiri, framhluti ennisgeira (getur veriö víðar) kólvirkir taugungar (acetýlkólín boöefni), (bilun kann og aö veröa snemma í öðrum boöefna- kerfum) minnistap, heilabilun kólvirk lyf (verka líkt og acetýlkólín) lélegur (heldur oft aftur af sjúkdómnum í ca. 1-2 ár) Parkinson sjúkdómur (orsakir: þekktar genabreytingar í ca. 10% tilvika; annars óþekktar"1 sýnnúklein (í flestum tilvikum) svartsviö (og fleiri staöir í heilastofni) dópamínvirkir taugungar (dópamín boðefni) skjálfti stífhreyfni seinhreyfni skertur stööugleiki dópamínvirk lyf (verka líkt og dópamín) nokkur (heldur oftast aftur af sjúkdómnum! fáein eöa nokkur ár) x) Á viö samsöfnuð og útfelld próteln i heila og staðsetningu þeirra og þá taugunga sem einkum skemmast í upþhafi eða snemma á sjúkdðmsferlinum. xx) Byggt á tilraunalegri vitneskju og eitrunum gætu efni í umhverfinu veriö orsök eða meövirkandi orsök Parkinson sjúkdöms. þess að rekja mætti það til vöntunar á kopar. í Park- inson sjúkdómi var virkni cerúlóplasmíns einnig mark- tækt minni og virkni bæði cerúlóplasmíns og SODl minnkaði marktækt með sjúkdómslengd enda þótt kopar væri innan eðlilegra marka. I hreyfitaugunga- hrörnun var breytileiki einstakra mælingargilda cerú- lóplasmíns og SODl marktækt öðruvísi en ekki var munur á meðaltölugildum. í einstaklingum með Downs heilkenni sem voru 40 ára og eldri og því komnir á þann aldur að Alzheimerlíkra breytinga er að vænta í heilanum, var virkni SODl og sértæk virkni cerúlóplasmíns (virkni í hlutfalli við magn) marktækt minni en í yngri hluta hópsins. I einhverfu, sem ein- kennist af þroskahefti fremur en vaxandi hrörnunar- einkennum, var hins vegar enginn munur á sjúkling- um í samanburði við heilbrigða einstaklinga. Niður- stöður rannsókna á sauðfé bentu til þess að samhengi gæti verið milli aukinnar hættu á riðusmiti og minnk- andi virkni glútatíonperoxídasa og hugsanlega einnig minnkandi SODl virkni. Engin marktæk tengsl voru að því er virtist milli aukinnar hættu á riðusmiti og breytinga á virkni cerúlóplasmíns. Aukin hætta á riðusmiti varð ekki tengd við litla þéttni kopars eða mikla þéttni mangans í blóði fjárins. Umræða: Rannsóknirnar benda til þess að oxavarnir séu veiklaðar í þeim fjórum hrörnunarsjúkdómum í miðtaugakerfi manna sem rannsakaðir voru þótt klínísk mynd þeirra sé ærið ólík, en greina mátti minnkaða eða afbrigðilega virkni oxavarnandi kop- arensíma í blóði við alla þessa sjúkdóma. í ástandi sem telst vera þroskahefti (einhverfa) og er án virkra hrörnunarbreytinga eða útfellinga í heila er ekki að finna slíkar breytingar. Niðurstöðurnar styðja því þá tilgátu að veiklaðar oxavarnir séu sameiginlegur þátt- ur í meingerð þessara sjúkdóma. Varðandi sauðfé benda niðurstöður einnig til þess að veiklun sé í oxa- vörnum samfara auknum líkum á riðusmiti þótt það verði að líkindum einkum tengt minnkaðri virkni glútatíonperoxídasa. Hrörnunarsjúkdómar í heila Algengustu hrörnunarsjúkdómar í heila manna, Alz- heimer sjúkdómur og Parkinson sjúkdómur, eru ald- ursháðir, þótt þeir séu ekki aldursbundnir (1). Þetta merkir að í báðum tilvikum eykst algengi með hækk- andi aldri (sér í lagi eftir 60 ára aldur), en báðir sjúk- dómar eru jafnframt vel þekktir og greindir í yngra fólki. Svo var einmitt um fyrsta tilfellið af Alzheimer sjúkdómi sem komst á bækur og var lýst af þýska lækninum Alois Alzheimer 1907 (2). Þegar sjúkdómar þessir byrja á tiltölulega ungum aldri, og í vissum tilvikum einnig síðar, má oft greina arfbundnar genabreytingar sem eru ákvarðandi fyrir sjúkdómsmyndina (meingerðina). Sem dæmi um þetta má nefna að þekktir eru allmargir gallar í þrem- ur genum er leiða til snemmkomins Alzheimer sjúk- dóms (3). Slíkar genabreytingar eru alls ráðandi að talið er við uppkomu sjaldgæfra pólýglútamínhrörn- unarsjúkdóma í miðtaugakerfinu. Þekktastur þeirra er væntanlega Huntington sjúkdómur (4,5). í öðrum tilvikum geta arfbundnar genabreytingar, eða breyti- leiki í gerð gena, verið sjúkdómshvetjandi. Þannig háttar sambandi Apo-E og síðkomins Alzheimer sjúkdóms (6) og líkur benda einnig til áhrifa mismun- andi arfgerðar á uppkomu Parkinson sjúkdóms (7). í langflestum tilvikum eru orsakir þessara sjúkdóma þó lítt kunnar, en kunna að tengjast utanaðkomandi efnum eða ákomum eða samspili þeirra og erfða. Hvort sem Alzheimer sjúkdómur eða Parkinson sjúk- dómur byrjar fyrr eða síðar, eða er arfbundinn eða ekki, eru sjúkdómsmyndin og sjúkdómseinkennin í stórum dráttum hin sömu. Athygli vekur og að þess- ir sjúkdómar geta hvarfast saman, það er að segja sjúklingar geta fyrst fengið einkenni um annan sjúk- dóminn, en síðar einkenni um hinn. Við Alzheimer sjúkdóm ber í upphafi mest á minnisglöpum, einkum skerðingu á nýminni og verknaðarminni, og verkstoli með minnkandi getu til skipulagningar og framkvæmda á flóknari athöfnum daglegs lífs. Þessi einkenni ásamt ýmsum öðrum eru 660 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.