Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2003, Page 16

Læknablaðið - 15.09.2003, Page 16
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUNARSJÚKDÓMAR í HEILA Tafla I. Alzheimer sjúkdómur og Parkinson sjúkdómur: Nokkur meginatriöi. Sjúkdómar - Orsakir Útfellingar í heila x) Staösetning í heila x) Ríkjandi taugaskaöix> Ríkjandi einkenni Ríkjandi lyfjameöferö Árangur af lyfjameöferö Alzheimer sjúkdómur (orsakir: þekktar genabreytingar í 5-10% tilvika; annars óþekktar) mýildi (amyloid p peptlö) I heila- skellum, tau-prótein gagnaugageiri, hvirfilgeiri, framhluti ennisgeira (getur veriö víðar) kólvirkir taugungar (acetýlkólín boöefni), (bilun kann og aö veröa snemma í öðrum boöefna- kerfum) minnistap, heilabilun kólvirk lyf (verka líkt og acetýlkólín) lélegur (heldur oft aftur af sjúkdómnum í ca. 1-2 ár) Parkinson sjúkdómur (orsakir: þekktar genabreytingar í ca. 10% tilvika; annars óþekktar"1 sýnnúklein (í flestum tilvikum) svartsviö (og fleiri staöir í heilastofni) dópamínvirkir taugungar (dópamín boðefni) skjálfti stífhreyfni seinhreyfni skertur stööugleiki dópamínvirk lyf (verka líkt og dópamín) nokkur (heldur oftast aftur af sjúkdómnum! fáein eöa nokkur ár) x) Á viö samsöfnuð og útfelld próteln i heila og staðsetningu þeirra og þá taugunga sem einkum skemmast í upþhafi eða snemma á sjúkdðmsferlinum. xx) Byggt á tilraunalegri vitneskju og eitrunum gætu efni í umhverfinu veriö orsök eða meövirkandi orsök Parkinson sjúkdöms. þess að rekja mætti það til vöntunar á kopar. í Park- inson sjúkdómi var virkni cerúlóplasmíns einnig mark- tækt minni og virkni bæði cerúlóplasmíns og SODl minnkaði marktækt með sjúkdómslengd enda þótt kopar væri innan eðlilegra marka. I hreyfitaugunga- hrörnun var breytileiki einstakra mælingargilda cerú- lóplasmíns og SODl marktækt öðruvísi en ekki var munur á meðaltölugildum. í einstaklingum með Downs heilkenni sem voru 40 ára og eldri og því komnir á þann aldur að Alzheimerlíkra breytinga er að vænta í heilanum, var virkni SODl og sértæk virkni cerúlóplasmíns (virkni í hlutfalli við magn) marktækt minni en í yngri hluta hópsins. I einhverfu, sem ein- kennist af þroskahefti fremur en vaxandi hrörnunar- einkennum, var hins vegar enginn munur á sjúkling- um í samanburði við heilbrigða einstaklinga. Niður- stöður rannsókna á sauðfé bentu til þess að samhengi gæti verið milli aukinnar hættu á riðusmiti og minnk- andi virkni glútatíonperoxídasa og hugsanlega einnig minnkandi SODl virkni. Engin marktæk tengsl voru að því er virtist milli aukinnar hættu á riðusmiti og breytinga á virkni cerúlóplasmíns. Aukin hætta á riðusmiti varð ekki tengd við litla þéttni kopars eða mikla þéttni mangans í blóði fjárins. Umræða: Rannsóknirnar benda til þess að oxavarnir séu veiklaðar í þeim fjórum hrörnunarsjúkdómum í miðtaugakerfi manna sem rannsakaðir voru þótt klínísk mynd þeirra sé ærið ólík, en greina mátti minnkaða eða afbrigðilega virkni oxavarnandi kop- arensíma í blóði við alla þessa sjúkdóma. í ástandi sem telst vera þroskahefti (einhverfa) og er án virkra hrörnunarbreytinga eða útfellinga í heila er ekki að finna slíkar breytingar. Niðurstöðurnar styðja því þá tilgátu að veiklaðar oxavarnir séu sameiginlegur þátt- ur í meingerð þessara sjúkdóma. Varðandi sauðfé benda niðurstöður einnig til þess að veiklun sé í oxa- vörnum samfara auknum líkum á riðusmiti þótt það verði að líkindum einkum tengt minnkaðri virkni glútatíonperoxídasa. Hrörnunarsjúkdómar í heila Algengustu hrörnunarsjúkdómar í heila manna, Alz- heimer sjúkdómur og Parkinson sjúkdómur, eru ald- ursháðir, þótt þeir séu ekki aldursbundnir (1). Þetta merkir að í báðum tilvikum eykst algengi með hækk- andi aldri (sér í lagi eftir 60 ára aldur), en báðir sjúk- dómar eru jafnframt vel þekktir og greindir í yngra fólki. Svo var einmitt um fyrsta tilfellið af Alzheimer sjúkdómi sem komst á bækur og var lýst af þýska lækninum Alois Alzheimer 1907 (2). Þegar sjúkdómar þessir byrja á tiltölulega ungum aldri, og í vissum tilvikum einnig síðar, má oft greina arfbundnar genabreytingar sem eru ákvarðandi fyrir sjúkdómsmyndina (meingerðina). Sem dæmi um þetta má nefna að þekktir eru allmargir gallar í þrem- ur genum er leiða til snemmkomins Alzheimer sjúk- dóms (3). Slíkar genabreytingar eru alls ráðandi að talið er við uppkomu sjaldgæfra pólýglútamínhrörn- unarsjúkdóma í miðtaugakerfinu. Þekktastur þeirra er væntanlega Huntington sjúkdómur (4,5). í öðrum tilvikum geta arfbundnar genabreytingar, eða breyti- leiki í gerð gena, verið sjúkdómshvetjandi. Þannig háttar sambandi Apo-E og síðkomins Alzheimer sjúkdóms (6) og líkur benda einnig til áhrifa mismun- andi arfgerðar á uppkomu Parkinson sjúkdóms (7). í langflestum tilvikum eru orsakir þessara sjúkdóma þó lítt kunnar, en kunna að tengjast utanaðkomandi efnum eða ákomum eða samspili þeirra og erfða. Hvort sem Alzheimer sjúkdómur eða Parkinson sjúk- dómur byrjar fyrr eða síðar, eða er arfbundinn eða ekki, eru sjúkdómsmyndin og sjúkdómseinkennin í stórum dráttum hin sömu. Athygli vekur og að þess- ir sjúkdómar geta hvarfast saman, það er að segja sjúklingar geta fyrst fengið einkenni um annan sjúk- dóminn, en síðar einkenni um hinn. Við Alzheimer sjúkdóm ber í upphafi mest á minnisglöpum, einkum skerðingu á nýminni og verknaðarminni, og verkstoli með minnkandi getu til skipulagningar og framkvæmda á flóknari athöfnum daglegs lífs. Þessi einkenni ásamt ýmsum öðrum eru 660 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.