Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Síða 2

Fréttatíminn - 04.07.2014, Síða 2
Fjórðungur með háskólagráðu  Matvæli Engin lífræn Mjólk var á Markaði MánuðuM saMan Lífræn mjólk aftur fáanleg Eftir að hafa verið ófáanleg á Íslandi mánuðum saman er lífræn mjólk aftur komin í verslanir. „Þetta er töluvert minna magn en áður. Við erum að framleiða um þriðjung af því sem Mjólkursamsalan var áður að pakka,“ segir Sverrir Örn Gunnarsson, fram- leiðslu- og markaðsstjóri BioBú. Öll lífræn mjólk sem seld er til framleiðslu á Íslandi kemur frá tveimur búum, Bú- landi í Austur-Landeyjum og Neðri- Hálsi í Kjós, en Mjólkursamsalan hætti að selja lífræna drykkjarmjólk eftir að þriðja búið missti lífræna vott- un og bóndinn þar ákvað að sækjast ekki aftur eftir vottun. Í framhaldinu hafa hin búin unnið að því að reyna að auka sína framleiðslu sem hefur verið tæplega 300 þúsund lítrar árlega. Biobú hefur árum saman sérhæft sig í framleiðslu á vörum úr lífrænni mjólk en vegna mikillar eftirspurnar hefur það nú sett drykkjarmjólk á markað. „Við fengum nánast vikulega símtöl frá fólki sem spurði hvort og hvenær við ætluðum að framleiða mjólk. Henni er nú dreift í litlu magni í valdar verslanir í litlu magni og selst alltaf upp,“ segir Sverrir Örn. Til að byrja með er mjólk- inni aðeins dreift í verslanir Hagkaups, Melabúðina, Víði, Frú Laugu, Fjarðar- kaup, Græna hlekkinn og Brauðhúsið. Sverrir Örn segir tvímælalaust þörf á fleiri mjólkurbændum með lífræna vottun. „Við náum ekki að framleiða til að svara eftirspurn. Að við séum farnir að selja mjólk hamlar í raun vöruþróun og þess vegna erum við til að mynda ekki með ost eða smjör á markaðnum heldur leggjum áherslu á jógúrt og ís. En þar sem lífræn mjólk væri annars ekki fáanleg finnst okkur það í raun skylda okkar að framleiða hana vegna þessarar miklu eftirspurnar,“ segir hann. Lífræna mjólkin frá Biobú er í endurvinnanlegum plastumbúðum. Hún er gerilsneydd en ekki fitusprengd. Býr sig undir að tala ensku við yfirvöld Eigandi Kosts, Jón Gerald Sullenbergar, fagnar ummælum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra um að hægt verði að hliðra til lögum og reglugerðum til þess að fá Costco til landsins. Löngu sé tímabært að auka vöruúrval Íslendinga og samkeppni á markaði.  vErslun jón gErald fagnar uMMæluM iðnaðarráðhErra a meríska verslunarkeðjan Costco hefur sýnt því áhuga að koma til landsins og opna hér risaverslun sem selur auk matvöru meðal annars áfengi, bensín og lyf. Til að svo verði þurfa stjórnvöld að veita undanþágur frá banni við innflutningi á ferskri kjötvöru, breyta lögum um vörumerkingar og einnig þyrfti að breyta áfengislöggjöfinni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- ráðherra telur að innkoma Costco á ís- lenskan markað myndi auka samkeppni og lækka vöruverð. Hún sagðist í fréttum RÚV í vikunni sjá fyrir sér að hægt væri að láta þetta ganga. „Á meðan þeir sýna þessu eins mikinn áhuga og mér finnst þeir gera þá erum við á þessum enda tilbúin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnar- efnum sem fyrir hendi eru.“ Jón Gerald fagnar ummælum iðnaðarráðherra Jón Gerald Sullenbergar, kaupmaður í Kosti, fagnar þessum ummælum iðnaðar- ráðherra því nái breytingar á lagaum- gjörð og áfengislögum fram að ganga muni vöruúrval og samkeppni á markaði aukast. „Ég fagna þessum fréttum. Ís- lenskur markaður er hrikalega einhæfur og óheilbrigður því hér er einn risi, Hag- ar, sem stjórnar um 65% markaðarins svo öll samkeppni er af hinu góða. Það væri frábært að fá hingað alvöru risafyrirtæki á markaðinn sem kann vel til verka. Þess- ar breytingar myndu líka auka vöruúrval Íslendinga sem er löngu tímabært.“ Eitt verður að ganga yfir alla Jón Gerald telur samskipti Costco og stjórnvalda endurspegla það hversu gall- að íslenska kerfið sé. „Mér finnst frábært að sjá hvernig Costco hefur opinberað það hverskonar reglugerðafargani við þurfum að lúta. Þeir lýsa því vel hvers- konar höft og bönn við þurfum að búa við hér. Það er með ólíkindum að árið 2014 skulum við ekki ennþá geta haft almenni- legt vöruúrval í verslunum okkar. Það er svo mikið til af flottum vörum, ostum og áleggi sem íslenskir neytendur mega ekki fá að njóta,“ segir Jón Gerald sem er ekkert nema jákvæður í garð Costco og þeirra breytinga sem koma verslunarinn- ar myndi hafa í för með sér. Það þýddi já- kvæðar breytingar á íslenskum markaði. „Auðvitað verður eitt að ganga yfir alla. Nú þarf maður kannski bara að skipta yfir í ensku þegar maður talar við hið opinbera.“ Sjá einnig síðu 10 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Það er með ólíkindum að árið 2014 skulum við ekki ennþá geta haft almennilegt vöruúrval í verslunum okkar. Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts, fagnar komu Costco til landsins. Hann telur samskipti Costco við stjórnvöld endur- spegla hversu gallað íslenska kerfið sé. Ljósmynd/Hari Gildir í júlí Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga Sími 568 0990 www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Allir styrkleikar og allar pakkningastærðir af Nicotinell Fruit. 81 þúsund fjölskyldur Mannfjöldi á Íslandi skiptist í 81.380 fjölskyldur og 60.454 einstaklinga utan fjölskyldna, að því er fram kemur í nýju manntali Hagstofunnar, sem miðar við árslok 2011. Fjölskyldurnar voru flestar barnafjölskyldur en í 54.222 þeirra var barn innan við 25 ára aldur. Alls voru 22.444 fjölskyldur samsettar eingöngu af hjónum eða sambúðarfólki án barna. Þá voru alls 118.617 einkaheimili samkvæmt niðurstöðum manntalsins. Alls bjuggu 307.398 manns á slíkum heimilum, 2,59 einstaklingar að meðaltali á heimili. Auk þessara bjuggu 7.397 á stofnanaheimilum og 761 var talinn heimilislaus eða í hús- næðishraki. -jh Óhagstæð vöruskipti Vöruskipti í júní voru óhagstæð um 7,7 milljarða króna, að því er bráðabirgða- tölur Hagstofu Íslands sýna. Útflutning- ur í júní nam 40,7 milljörðum króna og innflutningur 48,4 milljörðum króna. 6,6 prósent allra íbúða auðar Athygli vekur þegar tölur nýs manntals eru skoðaðar að auðar íbúðir teljast 6,6% allra íbúða, það er að segja ekki í notkun. Eignaríbúðir eru mun algengari en leiguíbúðir. Alls bjuggu 85.045 heimili í íbúð sem a.m.k. einn heimilismanna átti að hluta eða öllu leyti eða 71,7% heimilanna, 31.851 heimili bjuggu í leiguíbúðum og 1.721 með annarskonar umráðarétti. - jh Nýtt manntal Hagstofunnar, tekið 2011, gefur gott yfirlit yfir menntunarstig landsmanna. Á landinu var 249.841 ein- staklingur 15 ára eða eldri og voru 60.922 með fyrstu háskólagráðu eða meira, eða 24,4% mannfjöldans. Flestir hafa þó aðeins lokið grunnskólamenntun eða minna, eða 102.832 sem eru 41,2%. -jh 2 fréttir Helgin 4.-6. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.