Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
N- og NA-átt, hvöss á vestfjörðum og
v-lANdi. rigNiNg N-til.
höfuðborgArsvæðið: Strekkingur, Svalt,
en þurrt.
leiðiNdAveður um NáNAst Allt lANd. hvAsst
og vætA. svAlt.
höfuðborgArsvæðið: Fremur hvöSS n-átt
og Sólarlítið.
skáNAr um tímA, eN eNN N-átt. sól á s-lANdi.
höfuðborgArsvæðið: þurrt, en SólarlauSt.
áFram Fremur Svalt.
skítviðri að sumri
það fer betur á því að vera bjartsýnn
og sleppa öllu nöldri á miðju sumri. en
það er bara eiginlega ekki hægt þegar
veðrið nú er annars vegar. á morgun
laugardag er reiknað með hvassri
n-átt um nánst allt land og
mikilli rigningu n- og na-
lands. helst á S-landi sem
hitinn kemst upp fyrir 10
stigin. Skánar heldur á
sunnudag, lægir um tíma
og styttir upp að mestu.
ágætisveður þá S-til og
með sólarglennum.
11
7 8
9
13
9
5 5 6
10
9
7 8 8
13
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Íslenski geitastofninn
á hraðri leið í sláturhúsið
Fréttatíminn sagði í vetur sögu eina geitaræktanda landsins, Jóhönnu Bergmann á háa-
felli. Þá leit út fyrir að allur hennar geitastofn færi í slátrun í haust sökum fjárhagserfiðleika
búsins. Staða geitfjársetursins hefur ekki breyst síðan, þrátt fyrir mikinn stuðning almennings.
arionbanki vill ekki semja við búið og landbúnaðarráðuneytið vill ekki „bjarga einum bónda“.
„ef ekkert gerist þá fara öll dýrin í slátrun en ég bara trúi því ekki að 14 ára markvisst ræktunarstarf, þekkingaröflun,
vöruþróun og nýsköpun sé ekki metin meira en svo að það skipti engu máli,“ segir Jóhanna Bergmann, eini geitaræktandi
landsins. Mynd/Hari.
landbúnaður barátta Jóhönnu bergmann á háaFelli til lítils
u mfjöllun Fréttatímans vakti mikil viðbrögð og síðan hafa um 50 manns stutt
reksturinn með því að taka sér geit
í fóstur. „Það skapaðist mikil um-
fjöllun eftir greinina. Fólk fór að
hafa samband við mig og ÍNN bauð
mér í viðtal sem og Stöð 2. Flestir
eru hissa á því að þetta geti gerst
og spyrja út okkur út í þetta kerfi,
af hverju við fáum ekki meiri stuðn-
ing og þar fram eftir götum,“ segir
Jóhanna Bergmann, geitabóndi á
Háafelli.
Arionbanki vill ekki semja við
geitfjársetrið
Jóhanna segist finna fyrir miklum
stuðningi almennings, en hefur
hvorki sömu sögu að segja af stjór-
nvöldum né Arionbanka.
„Það er greinilegt að hugur al-
mennings stendur með íslensku
geitinni en það er því miður ekki
hægt að segja það sama um stjórn
völd og við erum ekki að finna leið
til að semja við bankann. Sigurður
Sigurðarson dýralæknir, sem átti
stóran hlut í því að koma síðustu
kollóttu geitunum hingað 1999 og
fulltrúi sveitarfélagsins hér, hafa
heimsótt aðalstöðvar Arionbanka
til að tala máli geitanna og reyna
að fá bankamenn til að sjá jákvæðu
hliðina við að taka þátt í þessu starfi
með uppbyggingu Geitfjárseturs
frekar en að ganga hart að búinu
en fengu dræmar undirtektir. Hér
er landspilda til sölu sem metin er
á 17 milljónir og bankinn virðist
ekki heldur vilja taka það land upp
í skuldina.“
landbúnaðarráðuneytið vill
ekki bjarga „einum bónda“
Landbúnaðarráðuneytið hefur
ekki enn svarað formlegum fyrir-
spurnum, hvorki frá Erfðanefnd,
Geitfjárræktarfélagi Íslands né
Jóhönnu. „Ráðuneytið hefur gefið
gefið upp, í viðtali við Fréttatímann
og víðar, að það muni ekki bjarga
„einum bónda“ jafnvel þó um sé að
ræða eina ræktunarbúið sem stund-
ar geitfjárrækt á Íslandi. Við höfum
engar skýringar né formleg svör
fengið. Mér er nú sagt að það sé
brot á stjórnsýslulögum en ég er svo
sem ekki inn í því,“ segir Jóhanna
sem hefur boðið öllum landbúnaðar-
ráðherrum í heimsókn til að kynna
starfsemina en Jón Bjarnason var
sá eini sem þáði boðið. „Hann var
sá eini sem virkilega sýndi áhuga.“
Erfitt að standa í nýsköpun
„Ég hef ekki ennþá hleypt þessu
af stað sem einhverju tilfinninga-
dæmi, ég hef bara ekki leyft mér
það. Enda bara nóg vinnan við að
reyna að halda þessu gangandi
ennþá,“ segir Jóhanna sem trúir því
að þetta hljóti að „reddast“. „Það
hefur haft samband við mig maður
sem hefur áhuga á að kaupa hluta
geitanna og setja á fót nokkuð stórt
geitamjólkurbú en hann hefur rek-
ið sig á að það standa ekki galopn-
ar dyr fyrir nýsköpun í landbúnaði
hér, allavegana ekki geitamjólkur-
framleiðslu. Ef ekkert gerist þá
fara öll dýrin í slátrun en ég bara
trúi því ekki að 14 ára markvisst
ræktunarstarf, þekkingaröf lun,
vöruþróun og nýsköpun sé ekki
metin meira en svo að það skipti
engu máli.“
halla harðardóttir
halla@frettatiminn.is
mogens lykketoft, forseti danska
þingsins, var í opinberri heimsókn á
íslandi fyrr í vikunni, frá mánudegi
til miðvikudags. hann átti fundi með
Einari K. Guðfinnssyni, forseta Al-
þingis, og fleiri forustumönnum í ís-
lenskum stjórnmálum. Danski þing-
forsetinn fór til vestfjarða á meðan
á dvöl hans stóð og heimsótti meðal
annars ísafjörð og hrafnseyri við
arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sig-
urðssonar. þá heimsótti lykketoft
listasafn íslands. Birgitta Spur,
annar sýningarstjóri sýningar-
innar Spor í sandi – yfirlitssýninu á
verkum Sigurjóns ólafssonar, veitti
forsetanum leiðsögn um sýninguna
ásamt fylgdarliði. -jh
Mogens Lykketoft í opinberri heimsókn
víkingur seldur
til Danmerkur
hB grandi hefur selt víking ak-100 til Dan-
merkur fyrir 2,1 milljónir danskra króna
eða rúmar 43 milljónir íslenskra króna,
að því er Skessuhorn greinir frá. víkingur
þekkt aflaskip. Það var smíðað í Þýskalandi
árið 1960 og er því 54 ára. víkingur ak
landaði síðast loðnu á vertíðinni 2013 en er
í prýðilegu ásigkomulagi, segir enn fremur.
hB grandi er nú að láta smíða tvö ný upp-
sjávarveiðiskip og hyggst auk þess láta
smíða þrjá ísfisktogara í Tyrklandi. -jh
Framsókn og Píratar
tapa fylgi
Nokkrar breytingar eru á fylgi flokka milli
mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi
Gallup. Fylgi Framsóknarflokksins og Pí-
rata minnkar um tæplega tvö prósentustig
en fylgi Samfylkingarinnar eykst um tvö
prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist
á bilinu 0,5-
0,8 prósentustig. Ríflega fjórðungur kysi
Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til
alþingis fram í dag, rúmlega 18% Sam-
fylkinguna, tæplega 16% Bjarta framtíð,
tæplega 13% myndu kjósa vg og nær
sama hlutfall Framsóknarflokkinn. Liðlega
8% myndu kjósa Pírata og rúmlega 7%
aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi.
Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í
stað. Tveir af hverjum fimm styðja hana. -jh
metaukning umferðar í
júní
umferðin á hringveginum jókst mikið í maí
og júní eða um 6,4 prósent og 6,8 prósent.
þetta er mesta aukning milli júnímánaða
síðan mælingar af þessu tagi hófust árið
2005, að því er segir á síðu vegagerðar-
innar. umferðin hefur aukist mikið frá
áramótum eða um 5,1 prósent og stefnir í
fjögurra prósenta aukningu í ár. - jh
Minna aflaverðmæti
Aflaverðmæti íslenskra skipa í mars síðast-
liðnum var um 13,5% lægra en í mars 2013.
Mikil minnkun í uppsjávarafla hefur þar
mest að segja. einnig veiddist mun minna
af skelfiski en í sama mánuði í fyrra, að því
er fram kemur hjá hagstofu íslands.
Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða
tímabili frá apríl 2013 til mars 2014 dróst
saman um 11,4% miðað við sama tímabil
ári áður. Verðmæti uppsjávarafla dróst
saman um 31,8% milli tímabilanna. -jh
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Opið kl. 11 - 18 virka daga
Opið kl. 11 - 16 laugardaga
Er frá Þýskalandi
FULLT VERÐ
64.900
59.900
SUMARTILBOÐ
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
4 fréttir helgin 4.-6. júlí 2014