Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 8

Fréttatíminn - 04.07.2014, Page 8
Um 110.600 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðast- liðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 20.700 fleiri en í júní í fyrra. Aukningin nemur 23,1% milli ára. Vart þarf að taka fram að aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér í júní og nú, segir á síðu Ferðamálastofu. „Bandaríkjamenn voru líkt og í maí fjölmennastir eða 19,2% af heildarfjölda ferðamanna í júní en næstfjölmennastir voru Þjóð- verjar eða 15,6% af heild. Þar á eftir komu Bretar (8,6%), Frakkar (6,4%) og Norðmenn (5,7%). Samtals voru 10 fjölmennustu þjóðernin með 74% af heildarfjölda ferðamanna. Af einstaka þjóðern- um fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Kandamönnum, Þjóð- verjum og Kínverjum mest á milli ára. Þessar fimm þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í júní milli ára eða um 54% af heildaraukningu.“ Ferðamenn voru ríflega þrisvar sinnum fleiri í maí í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Það sem af er ári hafa 401.772 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 90 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 29% aukningu ferða- manna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Um 41 þúsund Íslendingar fóru utan í júní síðastliðnum, um 4.900 fleiri en í júní árið 2013. Frá áramótum hafa 184.820 Ís- lendingar farið utan eða 8,5% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 170.267 utan. -jh Fjöldi Kínverja árið 2013 var áætlaður 1.390.510.630 Kínverjar eru 19,3% jarðarbúa. Kínverjum Fjölgaði  um 2,7% árið 2013. ársFjölgun nam 36.510.630 manns. Kínverjar eru 145 á hvern FerKílómetra lands í Kína. Kínverjar eru um 130.000.000 Fleiri en indverjar.  Ferðir enn einn metmánuðurinn í Ferðaþjónustu Um 110 þúsund erlendir ferðamenn í júní nýliðinn júní var metmánuður í ferðaþjónustunni.  Viðskipti FríVerslunarsamningur íslands og kína Sóknarfæri íslenskra fyrirtækja í Kína núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherrar sammála um gildi fríverslunarsamnings við Kína. ís- land fyrst ríkja í evrópu sem gerir slíkan samning við Kínverja sem eru nær 20 prósent jarðarbúa. F ríverslunarsamning-ur Íslands og Kína tók gildi síðastliðinn þriðjudag, 1. júlí, en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamn- ing við Kína. „Felur samn- ingurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfs- möguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkja- manna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu sama dag. „Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningur- inn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt,“ sagði Össur Skarphéðins- son, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, í grein í sama blaði og bætti við: „Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðar- leg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu.“ Gunnar Bragi Sveins- gunnar bragi sveinsson utanríkisáðherra ásamt Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. son utanríkisráðherra fundaði síðastliðinn föstudag með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Ráðherrarnir ræddu samskipti ríkjanna almennt og sérstaklega um þann merka áfanga sem gildistaka fríversl- unarsamnings ríkjanna væri. Ráðherrarnir sammæltust um,“ að því er fram kemur á síðu utanríkisráðuneytisins, „að auka samráð og samstarf í mál- efnum norðurslóða, nýtingu auðlinda í sátt og samlyndi við náttúruna og þau tækifæri sem mögulega væru að opnast vegna nýrra siglingaleiða. Sagði kínverski utanríkisráðherrann samband Íslands og Kína ein- stakt. Viðskipti ríkjanna hefðu aukist þrátt fyrir efnahagslega lægð síðustu ára. Þá sagði hann fríverslunarsamninginn frekari möguleika og tækifæri fyrir vöxt.“ Gunnar Bragi ræddi einnig við Gao Hucheng, viðskipta- ráðherra Kína, og ávarpaði viðskiptaþing íslenskra og kín- verskra fyrirtækja, sem Íslands- stofa, í samvinnu við CAWA, samtök kínverskra heildsölu- markaða fyrir matvæli, stóð fyrir. Sagði Gunnar Bragi mikil- vægt að skoða hvernig auka mætti útflutning til Kína á ís- lenskum afurðum og yrði heim- sókn viðskiptasendinefndar og þingið með kínverskum fyrir- tækjum vonandi til þess. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is utanríkisráðherra fundaði einnig með gao gucheng, viðskiptaráðherra Kína. Ljósmyndir/Utanríkisráðuneytið Kína Sumar 17 17. - 24. ágúst Ljósadýrð í Búdapest Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Ljósadýrð á Dóná í Búdapest, einni fallegustu borg Evrópu er stórkostleg upplifun. Hápunktur ferðarinnar er krýningarhátíð heilags Stefáns, dýrðin endar í Passau, sem talin er standa á einu hinna sjö fegurstu borgarstæða í heimi. Verð: 186.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Pavel Manásek fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% AFSLÁTTUR Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar 8 fréttir helgin 4.-6. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.