Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Síða 10

Fréttatíminn - 04.07.2014, Síða 10
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði HVAÐ GERÐIR ÞÚ UM HELGINA? ŠKODA Yeti Outdoor kostar frá 5.220.000,- Á vit ævintýranna í nýjum ŠKODA Yeti Outdoor. Betri eru þúsundir stjarna á næturhimni en fimm stjörnur á hóteli. Þú getur áð hvar sem þér dettur í hug, þökk sé torfærustillingunni í Yeti. Þú getur slappað af og látið fara vel um þig þótt undirlagið sé ójafnt. Þú kemst heilu og höldnu á leiðarenda og VarioFlex aftursætakerfið tryggir að þú getir tekið allan nauðsynlegan aukabúnað með þér. Geymslurými er aldrei vandamál því þú býrð einfaldlega til pláss með því að færa til aftursætin. Þá kemur sér ekki síður vel að vera með dráttarkúlu sem staðalbúnað. Leggðu drög að óbyggðaferðinni strax í dag með því að fá reynsluakstur hjá ŠKODA. Nú fæst sjálfskiptur Yeti á enn betra verði en áður. Eldsneytisnotkun og útblástur Yeti í blönduðum akstri: 4,6–8,0 l/100 km, 119–189 g/km skoda.is SIMPLY CLEVER Ameríski smásölurisinn Costco hefur hug á því að opna verslun og bensínstöð hér á landi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa fengið leyfi fyrir verslunar- rekstri og horfa nú til Korput- orgs í Reykjavík og Kauptúns í Garðabæ sem mögulegra lóða undir verslunina en forsenda þess að verslun muni rísa er leyfi fyrir sölu á eldsneyti, sem ekki enn hefur fengist. Fyrirtækið eyðir engum peningum í auglýsingar en reiðir þess í stað á að óvæntur glaðningur í verslununum muni draga spennta neytendur að. Þessi óvænti glaðningur, t.d. skoskt viskí selt í heilum viðartunnum á 8500 dollara, Rolex- úr á hálfvirði eða ítalskur pítsueldofn á 4000 dollara, eru vörur sem koma á óvart, bjóðast í takmörkuðu upplagi og á tilboðsverði. Það er þessi óvænti glaðningur, sem breytist frá degi til dags, sem gerir ferð í Costco að sérstakri og öðruvísi upplifun fyrir neytandann og oft á tíðum háðan því að koma og versla aftur og aftur í Costco. Það má því segja að versl- unin sé líkari dótabúð fyrir fullorðna en matvöruverslun. Verslanir Costco eru gríðarlega stórar og reglan er sú að öll ferskvara sé aftast í húsnæðinu. Til að komast að henni þarf viðskiptavinurinn að ganga í gengum nokkra tugi metra af til dæmis raftækjum, skartgripum eða fatn- aði svo hann kaupi sér nú örugglega eitthvað sniðugt til heimilisins eða jafnvel gift- ingarhring í leiðinni. Verslunin er þekkt fyrir gott vöruúrval fyrir þá sem hræðast heimsendi, en þar er auk „heimsendakitts“, hægt að panta „Neyðarkassa“ sem inniheldur 30.000 matarskammta sem endast í 25 ár, á aðeins 4000 dollara. Verslunin Costco opnaði dyr sínar í yfirgefnu flugskýli í Seattle árið 1983 og er í dag ein stærsta smásölukeðja heims sem rekur yfir sex hundruð verslanir í sjö löndum. Costco selur vörur í mjög stórum pakkningum á mjög lágu verði auk þess að bjóða upp á mjög fjölbreytt vöruúrval. Meðal þess sem selt er í versl- unum Costco, auk matvara, er áfengi, lyf, útilegubún- aður, brúðarkjólar, tjaldvagnar og grill- aður kjúklingur, svo eitthvað sé nefnt. En þrátt fyrir fjöl- breytt vöruúrval býður Costco ekki upp á fjölbreytt úrval vörumerkja. Verslunin selur að meðaltali um 4000 vörur á meðan venjulegur stórmark- aður í Bandaríkjunum selur um 40.000 vörur. Það er til að mynda bara ein gerð tómatsósu í boði í Costco svo neytand- inn getur aldrei borið saman verð, það er bara eitt í boði. Í Costco er líka hægt að borða, eða ná í mat og taka með heim. Risastórar pítsusneiðar á mjög lágu verði njóta gífurlegra vinsælda meðal amerískra neytenda og er Costco einn stærsti pítsuframleiðandi Bandaríkjanna í dag. En verslunin býður líka upp á sívinsælt pylsu og kók tilboð sem hefur kostað einn og hálfan dollar í þrjátíu ár. 80% af öllum gróða Costco kemur frá félagsgjöldum en til að geta verslað í Costco, allt nema áfengi og eldsneyti, þarf að vera með- limur. Félagsgjöldin eru 55 dollarar á ári í Bandaríkjunum. Costco-meðlimir telja nú um 64 milljónir á heimsvísu og 90% meðlima endurnýja áskrift sína ár eftir ár. Fyrirtækið er þekkt fyrir að koma vel fram við starfsmenn sína og borga mannsæm- andi laun, næstum helmingi hærri en þeirra helsti keppi- nautur, Wal-Mart. Og í lokin, fyrir þá sem hafa gaman af óþarfa en áhugaverð- um staðreyndum þá er líka hægt að nefna það að Costco kaupir upp helminginn af allri kasjúhnetu-upp- skeru heimsins og að eplakakan í American Pie var keypt í Costco. Hvað er Costco? Matvöruverslun eða dótabúð fyrir fullorðna? Costco rekur 648 verslanir í 7 löndum. 80% af öllum gróða Costco kemur frá félagsgjöldum. Costco eyðir engum peningum í auglýsingar og hefur selt pylsu og kók á einn og hálfan dollar í þrjátíu ár. Forsenda þess að Costco verslun rísi á Íslandi er leyfi fyrir sölu á eldsneyti, sem ekki enn hefur fengist. Ljósmynd/Getty Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 10 fréttaskýring Helgin 4.-6. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.